Innbakaður fiskur með rauðlauk

March 07, 2020

Innbakaður fiskur með rauðlauk

Innbakaður fiskur með rauðlauk og lime
með bearnise sósu, sætum og fylltum stórum sveppum með sweet chili osti.
Alveg rosalega góður réttur sem bragð er af!

1-2 fiskflök, ýsa, þorskur eða annað
1-2 lime, sneiddar niður
1-2 rauðlaukar
1 pk.smjördeig
1 egg (til að pensla með)
sítrónupipar
Stórir sveppir eða litlir eftir smekk
Sweet chili ostur frá Philadelphia

Fletjið út smjördeigið, kryddið fiskinn með sítrónupipar báðu megin og setjið hann ofan á smjördeigið, raðið rauðlauknum og limesneiðunum ofan á fiskinn og lokið svo með deiginu. Notið gaffal til að þrýsta niður á köntunum og penslið svo með egginu.

Takið sveppina og stilkana úr þeim og fyllið með ostinum og bakið í 10 mínútur.

Bakið í ofni á 180 °c í ca 25-30 mínútur. 
Berið fram með sætum og bearnise sósu.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Túnfisksteik með bearnise!
Túnfisksteik með bearnise!

January 24, 2025

Túnfisksteik með bearnise!
Þetta er í 3 sinn sem ég er með Túnfisk steik á gamlárs og er alltaf að bæta mig í eldun á blessaðri steikinni. Í þetta sinn þá var ég með heimagrafinn lax í forrétt og með Túnfisk steikinni sem ég keypti í þetta skiptið i Hafið fiskverslun.

Halda áfram að lesa

Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!
Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!

January 13, 2025

Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!
Hvort heldur sem þú átt afgang af plokkfisk eða býrð hann til frá grunni þá er þetta skemmtileg tilbreytin frá því hefðbundna og svo er einfalt að frysta og taka svo út einn og einn, smá hugmynd frá hagsýnu húsmóðurinni.

Halda áfram að lesa

Saltfiskbollur með rúsínum!
Saltfiskbollur með rúsínum!

January 06, 2025

Saltfiskbollur með rúsínum!
Ein af þessum sem eru búnar að vera í fórum mínum í mörg ár en lét loksins verða að því að búa til. Skemmtileg og góð tilbreyting og rúsínurnar toppurinn á bragðið, svona fyrir þá sem eru fyrir rúsínur, hinir bara sleppa þeim.

Halda áfram að lesa