March 07, 2020
Innbakaður fiskur með rauðlauk og lime
með bearnise sósu, sætum og fylltum stórum sveppum með sweet chili osti.
Alveg rosalega góður réttur sem bragð er af!
1-2 fiskflök, ýsa, þorskur eða annað
1-2 lime, sneiddar niður
1-2 rauðlaukar
1 pk.smjördeig
1 egg (til að pensla með)
sítrónupipar
Stórir sveppir eða litlir eftir smekk
Sweet chili ostur frá Philadelphia
Fletjið út smjördeigið, kryddið fiskinn með sítrónupipar báðu megin og setjið hann ofan á smjördeigið, raðið rauðlauknum og limesneiðunum ofan á fiskinn og lokið svo með deiginu. Notið gaffal til að þrýsta niður á köntunum og penslið svo með egginu.
Takið sveppina og stilkana úr þeim og fyllið með ostinum og bakið í 10 mínútur.
Bakið í ofni á 180 °c í ca 25-30 mínútur.
Berið fram með sætum og bearnise sósu.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
June 18, 2025
Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.
June 11, 2025
Fiskur í sojasósu!
Þessi útfærsla af mareneruðum fisk var eitthvað sem kom mér mikið á óvart, ekki bara algjört sælkera, heldur eitt af því einfaldasta sem hægt er að útbúa og ég skora á ykkur öll að prufa þetta, þar að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar!
June 06, 2025
Lax í ofni fyrir einn!
Þar sem ég er nú ein í heimili þá er oftar en ekki eldað fyrir einn, þó svo að ég sé dugleg að elda stærri einingar og frysta þá á það ekki við allan mat hjá mér. Ég fylgist með tilboðum og slæ til þegar koma fín tilboð á lax og fleirra góðgæti sem annars væri í dýrara kantinum, þar kemur hagsýna húsmóðirinn sterk inn.