March 07, 2020
Innbakaður fiskur með rauðlauk og lime
með bearnise sósu, sætum og fylltum stórum sveppum með sweet chili osti.
Alveg rosalega góður réttur sem bragð er af!
1-2 fiskflök, ýsa, þorskur eða annað
1-2 lime, sneiddar niður
1-2 rauðlaukar
1 pk.smjördeig
1 egg (til að pensla með)
sítrónupipar
Stórir sveppir eða litlir eftir smekk
Sweet chili ostur frá Philadelphia
Fletjið út smjördeigið, kryddið fiskinn með sítrónupipar báðu megin og setjið hann ofan á smjördeigið, raðið rauðlauknum og limesneiðunum ofan á fiskinn og lokið svo með deiginu. Notið gaffal til að þrýsta niður á köntunum og penslið svo með egginu.
Takið sveppina og stilkana úr þeim og fyllið með ostinum og bakið í 10 mínútur.
Bakið í ofni á 180 °c í ca 25-30 mínútur.
Berið fram með sætum og bearnise sósu.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 13, 2025
Sweet Chili fiskur!
Fiskréttur og fiskréttur og óteljandi útfærslur. Hérna kemur ein frá mér sem ég prufaði að gera og var svakalega góð, svo góð að henni er hér með deilt með ykkur. Hún er líka svo einstaklega einföld að allir ættu að geta orðið meistarar í matargerð sinni.
July 30, 2025
Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.
June 18, 2025
Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.