Innbakaður fiskur með rauðlauk

March 07, 2020

Innbakaður fiskur með rauðlauk

Innbakaður fiskur með rauðlauk og lime
með bearnise sósu, sætum og fylltum stórum sveppum með sweet chili osti.
Alveg rosalega góður réttur sem bragð er af!

1-2 fiskflök, ýsa, þorskur eða annað
1-2 lime, sneiddar niður
1-2 rauðlaukar
1 pk.smjördeig
1 egg (til að pensla með)
sítrónupipar
Stórir sveppir eða litlir eftir smekk
Sweet chili ostur frá Philadelphia

Fletjið út smjördeigið, kryddið fiskinn með sítrónupipar báðu megin og setjið hann ofan á smjördeigið, raðið rauðlauknum og limesneiðunum ofan á fiskinn og lokið svo með deiginu. Notið gaffal til að þrýsta niður á köntunum og penslið svo með egginu.

Takið sveppina og stilkana úr þeim og fyllið með ostinum og bakið í 10 mínútur.

Bakið í ofni á 180 °c í ca 25-30 mínútur. 
Berið fram með sætum og bearnise sósu.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Ýsa í sesam og kókosraspi
Ýsa í sesam og kókosraspi

May 24, 2023

Ýsa í sesam og kókosraspi
Þessa uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum síðan og var að gera fyrst núna. Ég minnkaði reyndar uppskriftina svo að hún hentaði fyrir einn og læt það fylgja með og það má líka vel nota Þorsk eða annan góðan fisk að vild.

Halda áfram að lesa

Fiskur í baconsósu
Fiskur í baconsósu

February 23, 2023

Fiskur í bacon-sósu og bönunum
Þessi réttur var oft á boðstólunum fyrir yfir 20 árum síðan hjá mér og núna var hann endurvakinn. Hann var meira segja betri en í minnigunni og verður gerður fljótlega aftur.

Halda áfram að lesa

Túnfisk steik með hollandaise
Túnfisk steik með hollandaise

February 01, 2023

Túnfisk steik með hollandaise
Áramótin 2022-2023 voru tekin í rólegheitunum með einni ljúfengri Túnfisk steik eins og síðustu tvö árin á undan. Meðlætið er þó aldrei það sama og að þessu sinni var ég með Toro hollandaise sósu sem ég gerði að minni með tvisti,

Halda áfram að lesa