April 27, 2020
Hrogn og lifur, ýsa eða þorskur!
Þegar ég var að alast upp þá voru hinar ýmsu fisktegundir á boðstólunum heima hjá mér en hann elsku afi minn Þorleifur heitinn var fisksali og ég man alltaf hvað það var gaman að heilsa upp á hann í búðinni sinni og fá stundum að pakka inn fiskinum.
Eitt af því sem var í matinn voru hrogn og lifur en ávalt ýsa eða þorskur lika með og fannst mér þá best að stappa saman hrogn og ýsu með kartöflum og smjöri en í þá daga vildi ég ekki lifrina.
Einu sinni smakkaði ég hrogn köld á sýningu í Hörpu og voru þau algjört salgæti og svo í byrjun árs 2016 buðu vinir mínir mér í mat, algjöran veislumat og þá smakkaði ég loksins lifrina, hún var ok en ég held mig bara áfram við stöppuna mína :)
Hrogn
Lifur
Ýsa eða þorskur, magn af öllu eftir fjölda manns í mat
Kartöflur
Rófur
Hamsatólg
Rúgbrauð
Hrogn matreiðsla:
Gott er að vefja álpappír þétt utan um hvert hrogn og salta þau áður en þau eru sett i pottinn.
Þau eru soðin í 15-20 mínútur eftir stærð.
Lifur matreiðsla:
Lifrin þarf ekki nema fimm mínútur og hún er bara sett beint út í pottinn
Ýsa eða þorskur matreiðsla:
Fiskurinn er settur í pott með köldu vatni og smávegis af grófu salti.
Ef um bita úr flökum er að ræða er nóg að suðan komi upp og slökkva síðan undir pottinum en láta hann vera á hellunni um stund.
Borið fram með kartöflum, rófum og rúgbrauði með smjöri!
Verði ykkur að góðu.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 18, 2024
October 21, 2024
September 11, 2024