February 01, 2023
Hrogn & kinnar
Þvílíkur herramannsmatur. Ég hef ekki mikið borðað hrogn á fullorðins árunum en aldist svo sannarlega upp við þau ásamt fleirra góðgæti úr fiskbúðinni hans afa míns Þorleifs (sem margir muna eftir honum sem Leifa)
Svo að um daginn þá ákvað ég að vera með hrogn og með því kinnar þar sem mér finnst þær vera algjört salgæti og koma á óvart.
Kinnar matreiðsla:
Sjóða í ca 10 mínútur - 2-3 á mann
Hrogn matreiðsla:
Gott er að vefja álpappír þétt utan um hvert hrogn og salta þau áður en þau eru sett i pottinn. (ég pipraði þau líka aðeins)
Þau eru soðin í 15-20 mínútur eftir stærð.
Sælgæti beint úr hafinu, borið fram með kartöflum og smjöri.
Ég átti síðan afgang af hrognunum og útbjó þvílíka veislu úr þeim daginn eftir.
Sjá hérna uppskrift
Verði ykkur að góðu.
Ég elska þegar uppskriftunum er deilt áfram.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
February 10, 2025
Pönnusteikt bleikja!
Ég verslaði mér eitt ljúffengt stk af bleikju frá Svenna í Fiskbúð Fúsa. Ég kryddaði það með dásamlega góða og ferska Fisk kryddinu frá Mabrúka deginum áður og steikti svo á pönnu. Með því bar ég fram ferskt salat og Sætkartöflusalat líka, svakalega gott allt saman.
February 10, 2025
Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Rauðspretta er ein af mínum uppáhalds og ég er farin að kaupa hana reglulega og elda mér og þar sem ég hef svo gaman af því að prufa nýjar aðferðir eða krydd þá er ég hérna með Sítrónupipar frá Mabrúka sem var einstaklega ferskt og gott. Með þessu bar ég fram sætkartöflu salat sem var æðislega gott með.
January 24, 2025
Túnfisksteik með bearnise!
Þetta er í 3 sinn sem ég er með Túnfisk steik á gamlárs og er alltaf að bæta mig í eldun á blessaðri steikinni. Í þetta sinn þá var ég með heimagrafinn lax í forrétt og með Túnfisk steikinni sem ég keypti í þetta skiptið i Hafið fiskverslun.