Hrogn & kinnar

February 01, 2023

Hrogn & kinnar

Hrogn & kinnar
Þvílíkur herramannsmatur. Ég hef ekki mikið borðað hrogn á fullorðins árunum en aldist svo sannarlega upp við þau ásamt fleirra góðgæti úr fiskbúðinni hans afa míns Þorleifs (sem margir muna eftir honum sem Leifa)

Svo að um daginn þá ákvað ég að vera með hrogn og með því kinnar þar sem mér finnst þær vera algjört salgæti og koma á óvart.

Kinnar matreiðsla: 
Sjóða í ca 10 mínútur - 2-3 á mann

Hrogn matreiðsla:
Gott er að vefja álpappír þétt utan um hvert hrogn og salta þau áður en þau eru sett i pottinn. (ég pipraði þau líka aðeins)
Þau eru soðin í 15-20 mínútur eftir stærð.


Sælgæti beint úr hafinu, borið fram með kartöflum og smjöri.

Ég átti síðan afgang af hrognunum og útbjó þvílíka veislu úr þeim daginn eftir.

Sjá hérna uppskrift

Verði ykkur að góðu.

Ég elska þegar uppskriftunum er deilt áfram.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Fiskur í raspi með remúlaði!
Fiskur í raspi með remúlaði!

June 18, 2025

Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.

Halda áfram að lesa

Fiskur í sojasósu!
Fiskur í sojasósu!

June 11, 2025

Fiskur í sojasósu!
Þessi útfærsla af mareneruðum fisk var eitthvað sem kom mér mikið á óvart, ekki bara algjört sælkera, heldur eitt af því einfaldasta sem hægt er að útbúa og ég skora á ykkur öll að prufa þetta, þar að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar!

Halda áfram að lesa

Lax í ofni fyrir einn!
Lax í ofni fyrir einn!

June 06, 2025

Lax í ofni fyrir einn!
Þar sem ég er nú ein í heimili þá er oftar en ekki eldað fyrir einn, þó svo að ég sé dugleg að elda stærri einingar og frysta þá á það ekki við allan mat hjá mér. Ég fylgist með tilboðum og slæ til þegar koma fín tilboð á lax og fleirra góðgæti sem annars væri í dýrara kantinum, þar kemur hagsýna húsmóðirinn sterk inn.

Halda áfram að lesa