Hrogn & kinnar

February 01, 2023

Hrogn & kinnar

Hrogn & kinnar
Þvílíkur herramannsmatur. Ég hef ekki mikið borðað hrogn á fullorðins árunum en aldist svo sannarlega upp við þau ásamt fleirra góðgæti úr fiskbúðinni hans afa míns Þorleifs (sem margir muna eftir honum sem Leifa)

Svo að um daginn þá ákvað ég að vera með hrogn og með því kinnar þar sem mér finnst þær vera algjört salgæti og koma á óvart.

Kinnar matreiðsla: 
Sjóða í ca 10 mínútur - 2-3 á mann

Hrogn matreiðsla:
Gott er að vefja álpappír þétt utan um hvert hrogn og salta þau áður en þau eru sett i pottinn. (ég pipraði þau líka aðeins)
Þau eru soðin í 15-20 mínútur eftir stærð.


Sælgæti beint úr hafinu, borið fram með kartöflum og smjöri.

Ég átti síðan afgang af hrognunum og útbjó þvílíka veislu úr þeim daginn eftir.

Sjá hérna uppskrift

Verði ykkur að góðu.

Ég elska þegar uppskriftunum er deilt áfram.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Fiskibollur í karrísósu
Fiskibollur í karrísósu

April 15, 2024

Fiskibollur í karrísósu
Heimagerðar fiskibollur eða tilbúnar keyptar, allt eftir því hvað hentar ykkur best, ekkert rétt né rangt. Hérna var ég með lauk með, dásamlega gott kartöflusalt og rúgbrauð með smjöri, himnesk blanda.

Halda áfram að lesa

Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!
Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!

April 03, 2024

Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!
Ég bauð foreldrum mínum í mat og bauð þeim upp á fisk í orlý, franskar og Tartar sósu sem þau voru alsæl með. Þetta er svo einfalt og svo gott að eiga til að grípa í og aðeins þarf að bæta saman við vatni og krydda.

Halda áfram að lesa

Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro
Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro

March 20, 2024

Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro
Ég elska að prufa nýja rétti eins og hugsanlega mörg ykkar eruð farin að kannast við og hérna lagði ég upp með að vera með Tikka Masala sósuna frá Toro og myndaði hana með en breytti svo snögglega í Balí sósuna þar sem ég taldi hana eiga betur við í þetta sinn, geri hina bara seinna.

Halda áfram að lesa