Hrogn & kinnar

February 01, 2023

Hrogn & kinnar

Hrogn & kinnar
Þvílíkur herramannsmatur. Ég hef ekki mikið borðað hrogn á fullorðins árunum en aldist svo sannarlega upp við þau ásamt fleirra góðgæti úr fiskbúðinni hans afa míns Þorleifs (sem margir muna eftir honum sem Leifa)

Svo að um daginn þá ákvað ég að vera með hrogn og með því kinnar þar sem mér finnst þær vera algjört salgæti og koma á óvart.

Kinnar matreiðsla: 
Sjóða í ca 10 mínútur - 2-3 á mann

Hrogn matreiðsla:
Gott er að vefja álpappír þétt utan um hvert hrogn og salta þau áður en þau eru sett i pottinn. (ég pipraði þau líka aðeins)
Þau eru soðin í 15-20 mínútur eftir stærð.


Sælgæti beint úr hafinu, borið fram með kartöflum og smjöri.

Ég átti síðan afgang af hrognunum og útbjó þvílíka veislu úr þeim daginn eftir.

Sjá hérna uppskrift

Verði ykkur að góðu.

Ég elska þegar uppskriftunum er deilt áfram.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Saltfiskur í Kormasósu!
Saltfiskur í Kormasósu!

November 18, 2024

Saltfiskur í Kormasósu!
Indversku sósurnar frá Patak's eru með þeim bestu sem ég hef smakkað sem eru seldar í tilbúnum krukkum og hérna ákvað ég að prufa að vera með fisk sem ég átti og breyta út af vananum að vera með kjúkling

Halda áfram að lesa

Lax með kús kús
Lax með kús kús

October 21, 2024

Lax með kús kús
Góður og einfaldur réttur sem ég tel að allir geti eldað og boðið upp á.
Þarna hafði ég með kús kús en það er líka vel hægt að vera með kartöflur eða hrísgrjón.

Halda áfram að lesa

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!

September 11, 2024

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Hann var skorinn í 3 jafna bita, velt upp úr þurrkaðri skessujurt, steiktir á pönnu og Arrabbiata pasta sósunni hellt yfir ásamt litlum tómötum og svörtum ólífum. Réttur sem kitlaði bragðlaukana svo um munaði.

Halda áfram að lesa