Grillaður saltfiskur
September 13, 2020
Grillaður saltfiskurMeð fylltum sveppum og salati a la carte Ingunn.
Það oft þannig að ég sé í huganum eitthvað sem mig langar í og svo byrja ég að týna saman í uppskriftina annað hvort eitthvað sem ég á til eða kaupi sérstaklega í hana og hérna kemur ein útgáfan mín sem fékk súpergóða dóma frá matargesti mínum.
Ég notaði ásamt salfiskinum þessar vörur. É keypti saltfiskinn frosinn.
Kryddið fékk ég í Húsasmiðjunni en það má nota hvaða fiskkrydd sem er en þetta var alveg einstaklega gott með svona keim af reyktri papriku.
Ég setti saltfiskinn í álpakka, kryddaði hann og stráði yfir hann graslauk og fetaosti.
Ég tók svo innan úr Portobello sveppunum og fyllti þá með Philadelphia kryddostinum.
Skellti þessu svo út á grill í ca.15.mínútur eða þar til sveppirnir voru tilbúnir.
Þetta var síðan borið fram með ljúffengu salati:
Spínat
Mosarella kúlur
Kokteiltómatar eða aðrir litlir
Basil krydd ferskt
Balsamik olía sett yfir eftir smekk
Njótið & deilið að vild.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
Einnig í Fiskréttir
September 11, 2024
Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Hann var skorinn í 3 jafna bita, velt upp úr þurrkaðri skessujurt, steiktir á pönnu og Arrabbiata pasta sósunni hellt yfir ásamt litlum tómötum og svörtum ólífum. Réttur sem kitlaði bragðlaukana svo um munaði.
Halda áfram að lesa
August 07, 2024
Lax í ofni með aspas!
Ég var svo heppin að fá gefins smá af gómsætum lax og ég töfraði fyrir mig úr honum nokkrar mismunandi máltíðir plús að ég gerði líka graflax. Þvílíka veislan!
Halda áfram að lesa
July 29, 2024
Fiskibollur Tikka Masala!
Já það má alveg breyta út kjúkling fyrir fiskibollur eða jafnvel einhverju öðru í sósurnar frá Toro. Hérna smellti ég í einn ljúffengan rétt með glútenlausum fiskibollum frá Fiskikónginum sem ég verslaði mér á tveir fyrir einn dögunum þeirra í febrúar á Fiskbúarmánuðinum þeirra.
Halda áfram að lesa