Grillaður saltfiskur

September 13, 2020

Grillaður saltfiskur

Grillaður saltfiskur
Með fylltum sveppum og salati a la carte Ingunn.
Það oft þannig að ég sé í huganum eitthvað sem mig langar í og svo byrja ég að týna saman í uppskriftina annað hvort eitthvað sem ég á til eða kaupi sérstaklega í hana og hérna kemur ein útgáfan mín sem fékk súpergóða dóma frá matargesti mínum.

Ég notaði ásamt salfiskinum þessar vörur. É keypti saltfiskinn frosinn.
Kryddið fékk ég í Húsasmiðjunni en það má nota hvaða fiskkrydd sem er en þetta var alveg einstaklega gott með svona keim af reyktri papriku.
       
Ég setti saltfiskinn í álpakka, kryddaði hann og stráði yfir hann graslauk og fetaosti.
Ég tók svo innan úr Portobello sveppunum og fyllti þá með Philadelphia kryddostinum.
Skellti þessu svo út á grill í ca.15.mínútur eða þar til sveppirnir voru tilbúnir.

Þetta var síðan borið fram með ljúffengu salati:
Spínat
Mosarella kúlur
Kokteiltómatar eða aðrir litlir
Basil krydd ferskt
Balsamik olía sett yfir eftir smekk
     
Njótið & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Fiskur í raspi með remúlaði!
Fiskur í raspi með remúlaði!

June 18, 2025

Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.

Halda áfram að lesa

Fiskur í sojasósu!
Fiskur í sojasósu!

June 11, 2025

Fiskur í sojasósu!
Þessi útfærsla af mareneruðum fisk var eitthvað sem kom mér mikið á óvart, ekki bara algjört sælkera, heldur eitt af því einfaldasta sem hægt er að útbúa og ég skora á ykkur öll að prufa þetta, þar að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar!

Halda áfram að lesa

Lax í ofni fyrir einn!
Lax í ofni fyrir einn!

June 06, 2025

Lax í ofni fyrir einn!
Þar sem ég er nú ein í heimili þá er oftar en ekki eldað fyrir einn, þó svo að ég sé dugleg að elda stærri einingar og frysta þá á það ekki við allan mat hjá mér. Ég fylgist með tilboðum og slæ til þegar koma fín tilboð á lax og fleirra góðgæti sem annars væri í dýrara kantinum, þar kemur hagsýna húsmóðirinn sterk inn.

Halda áfram að lesa