Grillaður saltfiskur

September 13, 2020

Grillaður saltfiskur

Grillaður saltfiskur
Með fylltum sveppum og salati a la carte Ingunn.
Það oft þannig að ég sé í huganum eitthvað sem mig langar í og svo byrja ég að týna saman í uppskriftina annað hvort eitthvað sem ég á til eða kaupi sérstaklega í hana og hérna kemur ein útgáfan mín sem fékk súpergóða dóma frá matargesti mínum.

Ég notaði ásamt salfiskinum þessar vörur. É keypti saltfiskinn frosinn.
Kryddið fékk ég í Húsasmiðjunni en það má nota hvaða fiskkrydd sem er en þetta var alveg einstaklega gott með svona keim af reyktri papriku.
       
Ég setti saltfiskinn í álpakka, kryddaði hann og stráði yfir hann graslauk og fetaosti.
Ég tók svo innan úr Portobello sveppunum og fyllti þá með Philadelphia kryddostinum.
Skellti þessu svo út á grill í ca.15.mínútur eða þar til sveppirnir voru tilbúnir.

Þetta var síðan borið fram með ljúffengu salati:
Spínat
Mosarella kúlur
Kokteiltómatar eða aðrir litlir
Basil krydd ferskt
Balsamik olía sett yfir eftir smekk
     
Njótið & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Pönnusteikt bleikja!
Pönnusteikt bleikja!

February 10, 2025

Pönnusteikt bleikja!
Ég verslaði mér eitt ljúffengt stk af bleikju frá Svenna í Fiskbúð Fúsa. Ég kryddaði það með dásamlega góða og ferska Fisk kryddinu frá Mabrúka deginum áður og steikti svo á pönnu. Með því bar ég fram ferskt salat og Sætkartöflusalat líka, svakalega gott allt saman. 

Halda áfram að lesa

Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Steikt rauðspretta með sítrónukeim!

February 10, 2025

Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Rauðspretta er ein af mínum uppáhalds og ég er farin að kaupa hana reglulega og elda mér og þar sem ég hef svo gaman af því að prufa nýjar aðferðir eða krydd þá er ég hérna með Sítrónupipar frá Mabrúka sem var einstaklega ferskt og gott. Með þessu bar ég fram sætkartöflu salat sem var æðislega gott með.

Halda áfram að lesa

Túnfisksteik með bearnise!
Túnfisksteik með bearnise!

January 24, 2025

Túnfisksteik með bearnise!
Þetta er í 3 sinn sem ég er með Túnfisk steik á gamlárs og er alltaf að bæta mig í eldun á blessaðri steikinni. Í þetta sinn þá var ég með heimagrafinn lax í forrétt og með Túnfisk steikinni sem ég keypti í þetta skiptið i Hafið fiskverslun.

Halda áfram að lesa