Grillaður saltfiskur
September 13, 2020
Grillaður saltfiskurMeð fylltum sveppum og salati a la carte Ingunn.
Það oft þannig að ég sé í huganum eitthvað sem mig langar í og svo byrja ég að týna saman í uppskriftina annað hvort eitthvað sem ég á til eða kaupi sérstaklega í hana og hérna kemur ein útgáfan mín sem fékk súpergóða dóma frá matargesti mínum.

Ég notaði ásamt salfiskinum þessar vörur. É keypti saltfiskinn frosinn.
Kryddið fékk ég í Húsasmiðjunni en það má nota hvaða fiskkrydd sem er en þetta var alveg einstaklega gott með svona keim af reyktri papriku.
Ég setti saltfiskinn í álpakka, kryddaði hann og stráði yfir hann graslauk og fetaosti.
Ég tók svo innan úr Portobello sveppunum og fyllti þá með Philadelphia kryddostinum.
Skellti þessu svo út á grill í ca.15.mínútur eða þar til sveppirnir voru tilbúnir.

Þetta var síðan borið fram með ljúffengu salati:
Spínat
Mosarella kúlur
Kokteiltómatar eða aðrir litlir
Basil krydd ferskt
Balsamik olía sett yfir eftir smekk

Njótið & deilið að vild.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.