Gratineraður pestófiskur

January 03, 2024

Gratineraður pestófiskur

Gratineraður pestófiskur
Tilraunaeldhús Ingunnar heldur áfram og mikið hef ég gaman af því þegar réttirnir heppnast svona vel svo ég sé tilbúin í að deila þeim með ykkur. Þessi kom mér á óvart, svo mikill sælkeraréttur og bragðgóður.

Veltið fiskbitunum upp úr papriku pestóinu

4-5 stk af ýsu eða þorsk, ég notaði þorsk
1 krukka af papriku pestói 
1/2 sæt kartafla, skorin í bita og soðið áður
1-2 tómatar, skornir í bita
Mosarella og Maribo blandaður ostur
1 pk af Hollandaissósu frá Toro

Raðið sætu kartöflunum þegar búið er að sjóða þær aðeins til að mýkja í botninn á eldföstu móti. (Hefði alveg mátt vera smá meira en ég var með þarna)

Skerið tómatana í bita

Útbúið sósuna eftir leiðbeiningum pakkans

Setið fiskinn ofan á sætu kartöflurnar og niðurskornu tómatana þar ofan á

Ég notaði þessa tegund af papriku pestói

Hellið svo sósunni ofan á og stráið ostablöndunni yfir og setjið inn i ofn á 180°c í 25-30 mínútur eða þar til þið sjáið að fiskurinn er tilbúinn og osturinn orðin gullinbrúnn.

Með fiskréttinum bar ég fram brauð með papriku pestóinu, mjög gott.


Njótið og deilið að vild

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni






Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Sweet Chili fiskur!
Sweet Chili fiskur!

October 13, 2025

Sweet Chili fiskur!
Fiskréttur og fiskréttur og óteljandi útfærslur. Hérna kemur ein frá mér sem ég prufaði að gera og var svakalega góð, svo góð að henni er hér með deilt með ykkur. Hún er líka svo einstaklega einföld að allir ættu að geta orðið meistarar í matargerð sinni.

Halda áfram að lesa

Lax með blómkálsgratín!
Lax með blómkálsgratín!

July 30, 2025

Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.

Halda áfram að lesa

Fiskur í raspi með remúlaði!
Fiskur í raspi með remúlaði!

June 18, 2025

Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.

Halda áfram að lesa