Gratineraður pestófiskur

January 03, 2024

Gratineraður pestófiskur

Gratineraður pestófiskur
Tilraunaeldhús Ingunnar heldur áfram og mikið hef ég gaman af því þegar réttirnir heppnast svona vel svo ég sé tilbúin í að deila þeim með ykkur. Þessi kom mér á óvart, svo mikill sælkeraréttur og bragðgóður.

Veltið fiskbitunum upp úr papriku pestóinu

4-5 stk af ýsu eða þorsk, ég notaði þorsk
1 krukka af papriku pestói 
1/2 sæt kartafla, skorin í bita og soðið áður
1-2 tómatar, skornir í bita
Mosarella og Maribo blandaður ostur
1 pk af Hollandaissósu frá Toro

Raðið sætu kartöflunum þegar búið er að sjóða þær aðeins til að mýkja í botninn á eldföstu móti. (Hefði alveg mátt vera smá meira en ég var með þarna)

Skerið tómatana í bita

Útbúið sósuna eftir leiðbeiningum pakkans

Setið fiskinn ofan á sætu kartöflurnar og niðurskornu tómatana þar ofan á

Ég notaði þessa tegund af papriku pestói

Hellið svo sósunni ofan á og stráið ostablöndunni yfir og setjið inn i ofn á 180°c í 25-30 mínútur eða þar til þið sjáið að fiskurinn er tilbúinn og osturinn orðin gullinbrúnn.

Með fiskréttinum bar ég fram brauð með papriku pestóinu, mjög gott.


Njótið og deilið að vild

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni


Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Fiskur með karrýi og eplum
Fiskur með karrýi og eplum

February 04, 2024

Fiskur með karrýi og eplum
Þeir gerast bara ekki einfaldari réttirnir, þessi er eiginlega bara of einfaldur og spurning um að flækja hann smávegis eða ekki. Allavega þá þarf eitthvað gott með þessu og spurning um að hafa hrisgjón með eða kartöfluskífur.

Halda áfram að lesa

Saltfiskur í pestósósu
Saltfiskur í pestósósu

February 01, 2024

Saltfiskur í pestósósu
Þessi var afar ljúffengur. Ég notaði 1 pakka af frosnum saltfisk sem ég keypti í Bónus og afþýddi áður og með þessu útbjó ég kartöflusalat.

Halda áfram að lesa

Laxasteik með kús kús
Laxasteik með kús kús

January 22, 2024

Laxasteik með kús kús, rucola og bökuðum tómat með Primadonna osti ofaná, feta og toppað með Hollandais sósu frá TORO

Halda áfram að lesa