Gratineraður pestófiskur

January 03, 2024

Gratineraður pestófiskur

Gratineraður pestófiskur
Tilraunaeldhús Ingunnar heldur áfram og mikið hef ég gaman af því þegar réttirnir heppnast svona vel svo ég sé tilbúin í að deila þeim með ykkur. Þessi kom mér á óvart, svo mikill sælkeraréttur og bragðgóður.

Veltið fiskbitunum upp úr papriku pestóinu

4-5 stk af ýsu eða þorsk, ég notaði þorsk
1 krukka af papriku pestói 
1/2 sæt kartafla, skorin í bita og soðið áður
1-2 tómatar, skornir í bita
Mosarella og Maribo blandaður ostur
1 pk af Hollandaissósu frá Toro

Raðið sætu kartöflunum þegar búið er að sjóða þær aðeins til að mýkja í botninn á eldföstu móti. (Hefði alveg mátt vera smá meira en ég var með þarna)

Skerið tómatana í bita

Útbúið sósuna eftir leiðbeiningum pakkans

Setið fiskinn ofan á sætu kartöflurnar og niðurskornu tómatana þar ofan á

Ég notaði þessa tegund af papriku pestói

Hellið svo sósunni ofan á og stráið ostablöndunni yfir og setjið inn i ofn á 180°c í 25-30 mínútur eða þar til þið sjáið að fiskurinn er tilbúinn og osturinn orðin gullinbrúnn.

Með fiskréttinum bar ég fram brauð með papriku pestóinu, mjög gott.


Njótið og deilið að vild

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni






Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!

September 11, 2024

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Hann var skorinn í 3 jafna bita, velt upp úr þurrkaðri skessujurt, steiktir á pönnu og Arrabbiata pasta sósunni hellt yfir ásamt litlum tómötum og svörtum ólífum. Réttur sem kitlaði bragðlaukana svo um munaði.

Halda áfram að lesa

Lax í ofni með aspas!
Lax í ofni með aspas!

August 07, 2024

Lax í ofni með aspas!
Ég var svo heppin að fá gefins smá af gómsætum lax og ég töfraði fyrir mig úr honum nokkrar mismunandi máltíðir plús að ég gerði líka graflax. Þvílíka veislan!

Halda áfram að lesa

Fiskibollur Tikka Masala!
Fiskibollur Tikka Masala!

July 29, 2024

Fiskibollur Tikka Masala!
Já það má alveg breyta út kjúkling fyrir fiskibollur eða jafnvel einhverju öðru í sósurnar frá Toro. Hérna smellti ég í einn ljúffengan rétt með glútenlausum fiskibollum frá Fiskikónginum sem ég verslaði mér á tveir fyrir einn dögunum þeirra í febrúar á Fiskbúarmánuðinum þeirra.

Halda áfram að lesa