Fjölkornahjúpaðir Þorskbitar

March 27, 2020

Fjölkornahjúpaðir Þorskbitar

Fjölkornahjúpaðir Þorskbitar er einn sá allra mesti herramannsmatur já eða algjör gourme steik á fiskmælikvarða og þeir fást víða!

Ein góð uppskrift:
Fjölkornahjúpaðir þorskbitar
Olía á pönnuna
Rjómi/Matreiðslurjómi
Blaðlaukur
Rauðlaukur
Sætar kartöflur riflaðar
Paprika
Kartöflur
Parmesan ostur
Karrí, gott að nota Mangó karri ef þið eigið það til, smá paprikukrydd, turmerik, kjöt/fiskkraft eftir smekk, smakkið til og saltið og piprið ef ykkur finnst vanta meira bragð.

Steikið fiskinn á pönnu í ca 10 mínútur á hvorri hlið
Þá er fínt að taka fiskinn og geyma hann í heitum ofni á meðan sósan er útbúin. Hellið rjómanum á pönnuna og bætið kryddinu og grænmetinu útí, gott er að setja smá rifin parmesan ost út í sósuna líka, látið suðuna koma upp á rjómanum og látið malla í smá stund, þykkið með maizena ef vill til að þykkja hana í restina.

Bera má fram kartöflur og gott er að sjóða þær, skera svo í sneiðar, smyrja þær svo með smá sítrónuolíu og setja rifin parmesan ost yfir og inn í ofn þar til osturinn er bráðinn.

Njótið vel og verði ykkur að góðu!

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Sweet Chili fiskur!
Sweet Chili fiskur!

October 13, 2025

Sweet Chili fiskur!
Fiskréttur og fiskréttur og óteljandi útfærslur. Hérna kemur ein frá mér sem ég prufaði að gera og var svakalega góð, svo góð að henni er hér með deilt með ykkur. Hún er líka svo einstaklega einföld að allir ættu að geta orðið meistarar í matargerð sinni.

Halda áfram að lesa

Lax með blómkálsgratín!
Lax með blómkálsgratín!

July 30, 2025

Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.

Halda áfram að lesa

Fiskur í raspi með remúlaði!
Fiskur í raspi með remúlaði!

June 18, 2025

Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.

Halda áfram að lesa