Fjölkornahjúpaðir Þorskbitar

March 27, 2020

Fjölkornahjúpaðir Þorskbitar

Fjölkornahjúpaðir Þorskbitar er einn sá allra mesti herramannsmatur já eða algjör gourme steik á fiskmælikvarða og þeir fást víða!

Ein góð uppskrift:
Fjölkornahjúpaðir þorskbitar
Olía á pönnuna
Rjómi/Matreiðslurjómi
Blaðlaukur
Rauðlaukur
Sætar kartöflur riflaðar
Paprika
Kartöflur
Parmesan ostur
Karrí, gott að nota Mangó karri ef þið eigið það til, smá paprikukrydd, turmerik, kjöt/fiskkraft eftir smekk, smakkið til og saltið og piprið ef ykkur finnst vanta meira bragð.

Steikið fiskinn á pönnu í ca 10 mínútur á hvorri hlið
Þá er fínt að taka fiskinn og geyma hann í heitum ofni á meðan sósan er útbúin. Hellið rjómanum á pönnuna og bætið kryddinu og grænmetinu útí, gott er að setja smá rifin parmesan ost út í sósuna líka, látið suðuna koma upp á rjómanum og látið malla í smá stund, þykkið með maizena ef vill til að þykkja hana í restina.

Bera má fram kartöflur og gott er að sjóða þær, skera svo í sneiðar, smyrja þær svo með smá sítrónuolíu og setja rifin parmesan ost yfir og inn í ofn þar til osturinn er bráðinn.

Njótið vel og verði ykkur að góðu!

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Saltfiskur í Kormasósu!
Saltfiskur í Kormasósu!

November 18, 2024

Saltfiskur í Kormasósu!
Indversku sósurnar frá Patak's eru með þeim bestu sem ég hef smakkað sem eru seldar í tilbúnum krukkum og hérna ákvað ég að prufa að vera með fisk sem ég átti og breyta út af vananum að vera með kjúkling

Halda áfram að lesa

Lax með kús kús
Lax með kús kús

October 21, 2024

Lax með kús kús
Góður og einfaldur réttur sem ég tel að allir geti eldað og boðið upp á.
Þarna hafði ég með kús kús en það er líka vel hægt að vera með kartöflur eða hrísgrjón.

Halda áfram að lesa

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!

September 11, 2024

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Hann var skorinn í 3 jafna bita, velt upp úr þurrkaðri skessujurt, steiktir á pönnu og Arrabbiata pasta sósunni hellt yfir ásamt litlum tómötum og svörtum ólífum. Réttur sem kitlaði bragðlaukana svo um munaði.

Halda áfram að lesa