Fjölkornahjúpaðir Þorskbitar

March 27, 2020

Fjölkornahjúpaðir Þorskbitar

Fjölkornahjúpaðir Þorskbitar er einn sá allra mesti herramannsmatur já eða algjör gourme steik á fiskmælikvarða og þeir fást víða!

Ein góð uppskrift:
Fjölkornahjúpaðir þorskbitar
Olía á pönnuna
Rjómi/Matreiðslurjómi
Blaðlaukur
Rauðlaukur
Sætar kartöflur riflaðar
Paprika
Kartöflur
Parmesan ostur
Karrí, gott að nota Mangó karri ef þið eigið það til, smá paprikukrydd, turmerik, kjöt/fiskkraft eftir smekk, smakkið til og saltið og piprið ef ykkur finnst vanta meira bragð.

Steikið fiskinn á pönnu í ca 10 mínútur á hvorri hlið
Þá er fínt að taka fiskinn og geyma hann í heitum ofni á meðan sósan er útbúin. Hellið rjómanum á pönnuna og bætið kryddinu og grænmetinu útí, gott er að setja smá rifin parmesan ost út í sósuna líka, látið suðuna koma upp á rjómanum og látið malla í smá stund, þykkið með maizena ef vill til að þykkja hana í restina.

Bera má fram kartöflur og gott er að sjóða þær, skera svo í sneiðar, smyrja þær svo með smá sítrónuolíu og setja rifin parmesan ost yfir og inn í ofn þar til osturinn er bráðinn.

Njótið vel og verði ykkur að góðu!

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Pönnusteikt bleikja!
Pönnusteikt bleikja!

February 10, 2025 2 Athugasemdir

Pönnusteikt bleikja!
Ég verslaði mér eitt ljúffengt stk af bleikju frá Svenna í Fiskbúð Fúsa. Ég kryddaði það með dásamlega góða og ferska Fisk kryddinu frá Mabrúka deginum áður og steikti svo á pönnu. Með því bar ég fram ferskt salat og Sætkartöflusalat líka, svakalega gott allt saman. 

Halda áfram að lesa

Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Steikt rauðspretta með sítrónukeim!

February 10, 2025

Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Rauðspretta er ein af mínum uppáhalds og ég er farin að kaupa hana reglulega og elda mér og þar sem ég hef svo gaman af því að prufa nýjar aðferðir eða krydd þá er ég hérna með Sítrónupipar frá Mabrúka sem var einstaklega ferskt og gott. Með þessu bar ég fram sætkartöflu salat sem var æðislega gott með.

Halda áfram að lesa

Túnfisksteik með bearnise!
Túnfisksteik með bearnise!

January 24, 2025

Túnfisksteik með bearnise!
Þetta er í 3 sinn sem ég er með Túnfisk steik á gamlárs og er alltaf að bæta mig í eldun á blessaðri steikinni. Í þetta sinn þá var ég með heimagrafinn lax í forrétt og með Túnfisk steikinni sem ég keypti í þetta skiptið i Hafið fiskverslun.

Halda áfram að lesa