Fjölkornahjúpaðir Þorskbitar

March 27, 2020

Fjölkornahjúpaðir Þorskbitar

Fjölkornahjúpaðir Þorskbitar er einn sá allra mesti herramannsmatur já eða algjör gourme steik á fiskmælikvarða og þeir fást víða!

Ein góð uppskrift:
Fjölkornahjúpaðir þorskbitar
Olía á pönnuna
Rjómi/Matreiðslurjómi
Blaðlaukur
Rauðlaukur
Sætar kartöflur riflaðar
Paprika
Kartöflur
Parmesan ostur
Karrí, gott að nota Mangó karri ef þið eigið það til, smá paprikukrydd, turmerik, kjöt/fiskkraft eftir smekk, smakkið til og saltið og piprið ef ykkur finnst vanta meira bragð.

Steikið fiskinn á pönnu í ca 10 mínútur á hvorri hlið
Þá er fínt að taka fiskinn og geyma hann í heitum ofni á meðan sósan er útbúin. Hellið rjómanum á pönnuna og bætið kryddinu og grænmetinu útí, gott er að setja smá rifin parmesan ost út í sósuna líka, látið suðuna koma upp á rjómanum og látið malla í smá stund, þykkið með maizena ef vill til að þykkja hana í restina.

Bera má fram kartöflur og gott er að sjóða þær, skera svo í sneiðar, smyrja þær svo með smá sítrónuolíu og setja rifin parmesan ost yfir og inn í ofn þar til osturinn er bráðinn.

Njótið vel og verði ykkur að góðu!

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Plokkfiskur a la bearnaise!
Plokkfiskur a la bearnaise!

November 23, 2023

Plokkfiskur a la bearnaise!
Enn aftur tilrauna eldhúsið mitt í gangi og núna bauð ég vinkonu minni í mat í Gratineraðan plokkfisk í bearnaise sósu og við vorum sammála um að þessi yrði gerður aftur, virkilega góð tilbreyting frá þessum hefðbundna og virkilega góður. Mæli með!

Halda áfram að lesa

Gratineraður fiskur í karrísósu
Gratineraður fiskur í karrísósu

October 30, 2023

Gratineraður fiskur í karrísósu
Ég hef mjög gaman af því að setja saman allsskonar hráefni í matargerð og prufa mig áfram. Sumir réttanna koma hérna inn en bara ef þeir slá í gegn og eru góðir. 
Þessi var virkilega góður og líka upphitaður í tvo daga á eftir.

Halda áfram að lesa

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þorskhnakkar léttsaltaðir

June 29, 2023

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þeir eru ekta sælkera þorskhnakkarnir og hérna var ég bara að leika mér í að setja eitthvað saman og útkoman alveg svakalega góð, kom mér á óvart sjálfri meira að segja!

Halda áfram að lesa