Fiskur með karrýi og eplum

February 04, 2024

Fiskur með karrýi og eplum

Fiskur með karrýi og eplum
Þeir gerast bara ekki einfaldari réttirnir, þessi er eiginlega bara of einfaldur og spurning um að flækja hann smávegis eða ekki. Allavega þá þarf eitthvað gott með þessu og spurning um að hafa hrisgjón með eða kartöfluskífur.

Ég sjálf minnkaði uppskriftina þar sem ég var að elda aðeins fyrir mig eina svo ég notaði eitt epli en samt næstum því 1.tsk af karrý því það er aldrei of mikið af því en hver einn velur fyrir sig.

Ég verð að segja að fyrir mína parta þá var þessi uppskrift ekki bara súpereinföld heldur líka alveg rosalega góð og það kom soðsósa af bæði fiskinum og eplunum sem gerðu þetta mjög djúsí.

2 meðalstór fiskflök t.d. ýsa, þorskur eða smálúða.
3 rauð epli
1 tsk karrý
olía og salt 

Skerið eplin í litla bita og setjið í botninn og stráið karrý yfir og látið blandast saman.

Leggið fiskinn ofan á eplin og setjið lok yfir og látið malla við vægan hita.

Skerið fiskflökin í 3-4 cm breiða bita og saltið smávegis. 
Skrælið eplin og saxið eða sneiði í bita.
Hitið olíuna á pönnu á meðan.
Setjið eplin (brytjuð) og karrýið á heita pönnuna og blandið vel.
Leggið fiskbitana ofaná og látið krauma undir loki í ca. 10 mín.
Þetta má líka gera í ofni. Fyrst að malla saman eplum og karríi, setja í eldfast mót, raða fiskinum yfir, strekka álpappír yfir.

Baka í heitum ofni 180 c í 15-20 mín.


Ég skar niður nokkrar kartöflur í skífur og bar á þær smá olíu og setti gróft salt ofan á og setti í Air fryerinn á meðan í ca.10 mínútur á 180-200°c


Að þessu sinni var ég með kalda bearnies sósu með

Deilið með gleði,,,,

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Fiskur í raspi með remúlaði!
Fiskur í raspi með remúlaði!

June 18, 2025

Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.

Halda áfram að lesa

Fiskur í sojasósu!
Fiskur í sojasósu!

June 11, 2025

Fiskur í sojasósu!
Þessi útfærsla af mareneruðum fisk var eitthvað sem kom mér mikið á óvart, ekki bara algjört sælkera, heldur eitt af því einfaldasta sem hægt er að útbúa og ég skora á ykkur öll að prufa þetta, þar að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar!

Halda áfram að lesa

Lax í ofni fyrir einn!
Lax í ofni fyrir einn!

June 06, 2025

Lax í ofni fyrir einn!
Þar sem ég er nú ein í heimili þá er oftar en ekki eldað fyrir einn, þó svo að ég sé dugleg að elda stærri einingar og frysta þá á það ekki við allan mat hjá mér. Ég fylgist með tilboðum og slæ til þegar koma fín tilboð á lax og fleirra góðgæti sem annars væri í dýrara kantinum, þar kemur hagsýna húsmóðirinn sterk inn.

Halda áfram að lesa