December 21, 2022
Fiskur í tagini
Ég fór í sumar á veitingastaðinn á Hótel Siglunesi þar sem marakóski kokkurinn hann Jaouad Hbib frá Mazagan, El Jadida, Morocco sér um að matreiða sælkera mat fyrir gesti staðarins og ég heillaðist svo að þeirri matargerð að vinkona mín kom að utan og færði mér þennan æðislega Tagini pott og ég var að prufa hann þarna í fyrsta sinn og fyrir valinu varð fiskréttur a la Ingunn.
Ýsa/Þorskur/Keila/Langa eða annar góður fiskur, ég var þarna með þorsk
Kokteiltómatar
Rauðlaukur
Blaðlaukur
Kartöflu sneiðar
Sítrónupipar og annað krydd eftir smekk
Hitað inn í ofni á 180°c í ca 20-25.mínútur
Ég var að elda úr þessu móti í mitt fyrsta sinn og hlakka til að gera þann næsta og vonandi verður hann þá aðeins frumlegri en þessi. Minnsta mál er að panta sér Tagini pott á netinu eða þá bara að nota eldfast mót fyrir réttinn.
Deilið með gleði..
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 18, 2024
October 21, 2024
September 11, 2024