Fiskur í tagini

December 21, 2022

Fiskur í tagini

Fiskur í tagini
Ég fór í sumar á veitingastaðinn á Hótel Siglunesi þar sem marakóski kokkurinn hann Jaouad Hbib frá Mazagan, El Jadida, Morocco sér um að matreiða sælkera mat fyrir gesti staðarins og ég heillaðist svo að þeirri matargerð að vinkona mín kom að utan og færði mér þennan æðislega Tagini pott og ég var að prufa hann þarna í fyrsta sinn og fyrir valinu varð fiskréttur a la Ingunn.

Ýsa/Þorskur/Keila/Langa eða annar góður fiskur, ég var þarna með þorsk
Kokteiltómatar
Rauðlaukur
Blaðlaukur
Kartöflu sneiðar
Sítrónupipar og annað krydd eftir smekk

Hitað inn í ofni á 180°c í ca 20-25.mínútur

Ég var að elda úr þessu móti í mitt fyrsta sinn og hlakka til að gera þann næsta og vonandi verður hann þá aðeins frumlegri en þessi. Minnsta mál er að panta sér Tagini pott á netinu eða þá bara að nota eldfast mót fyrir réttinn.

Deilið með gleði..

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Fiskibollur í karrísósu
Fiskibollur í karrísósu

April 15, 2024

Fiskibollur í karrísósu
Heimagerðar fiskibollur eða tilbúnar keyptar, allt eftir því hvað hentar ykkur best, ekkert rétt né rangt. Hérna var ég með lauk með, dásamlega gott kartöflusalt og rúgbrauð með smjöri, himnesk blanda.

Halda áfram að lesa

Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!
Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!

April 03, 2024

Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!
Ég bauð foreldrum mínum í mat og bauð þeim upp á fisk í orlý, franskar og Tartar sósu sem þau voru alsæl með. Þetta er svo einfalt og svo gott að eiga til að grípa í og aðeins þarf að bæta saman við vatni og krydda.

Halda áfram að lesa

Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro
Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro

March 20, 2024

Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro
Ég elska að prufa nýja rétti eins og hugsanlega mörg ykkar eruð farin að kannast við og hérna lagði ég upp með að vera með Tikka Masala sósuna frá Toro og myndaði hana með en breytti svo snögglega í Balí sósuna þar sem ég taldi hana eiga betur við í þetta sinn, geri hina bara seinna.

Halda áfram að lesa