Fiskur í pastasósu

October 04, 2020

Fiskur í pastasósu

Fiskur í pastasósu
með Nacos og hrísgrjónum.
Ljúffengur og góður fiskréttur sem ég bjó til og bauð gestum í, hann gerði lukku og þótti góður með brakandi nacos með.

Fiskur (ýsa eða þorskur)
Pasta sósa
Hrísgrjón, ég blandaði saman tvemur pokum af hvítum grjónum og einum af dökkum og útkoman var stórgóð. Sjóðir grjónin samk.leiðbeiningum.
Tómatar
Fetaostur
Nacos

Kryddið fiskinn eftir smekk, ég notaði smá fiskkrydd.

Byrjið á að sjóða grjónin og blandið þeim svo saman og dreyfið í botninn á mótinu, raðið svo fiskinum ofaná og hellið pastasósunni vel yfir fiskinn.

Skerið tómatana í bita og stráið þeim yfir ásamt fetaostinum og raðið svo nacos yfir hluta af réttinum og ostasósu ofan á það og setjið inn í ofn í ca.30 mínútur
á 180°c (ég var með blásturinn á)

Með þessu bar ég svo fram nacos og heita ostasósu.

Verði ykkur að góðu og deilið eins og þið viljið.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Plokkfiskur a la bearnaise!
Plokkfiskur a la bearnaise!

November 23, 2023

Plokkfiskur a la bearnaise!
Enn aftur tilrauna eldhúsið mitt í gangi og núna bauð ég vinkonu minni í mat í Gratineraðan plokkfisk í bearnaise sósu og við vorum sammála um að þessi yrði gerður aftur, virkilega góð tilbreyting frá þessum hefðbundna og virkilega góður. Mæli með!

Halda áfram að lesa

Gratineraður fiskur í karrísósu
Gratineraður fiskur í karrísósu

October 30, 2023

Gratineraður fiskur í karrísósu
Ég hef mjög gaman af því að setja saman allsskonar hráefni í matargerð og prufa mig áfram. Sumir réttanna koma hérna inn en bara ef þeir slá í gegn og eru góðir. 
Þessi var virkilega góður og líka upphitaður í tvo daga á eftir.

Halda áfram að lesa

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þorskhnakkar léttsaltaðir

June 29, 2023

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þeir eru ekta sælkera þorskhnakkarnir og hérna var ég bara að leika mér í að setja eitthvað saman og útkoman alveg svakalega góð, kom mér á óvart sjálfri meira að segja!

Halda áfram að lesa