Fiskur í pastasósu

October 04, 2020

Fiskur í pastasósu

Fiskur í pastasósu
með Nacos og hrísgrjónum.
Ljúffengur og góður fiskréttur sem ég bjó til og bauð gestum í, hann gerði lukku og þótti góður með brakandi nacos með.

Fiskur (ýsa eða þorskur)
Pasta sósa
Hrísgrjón, ég blandaði saman tvemur pokum af hvítum grjónum og einum af dökkum og útkoman var stórgóð. Sjóðir grjónin samk.leiðbeiningum.
Tómatar
Fetaostur
Nacos

Kryddið fiskinn eftir smekk, ég notaði smá fiskkrydd.

Byrjið á að sjóða grjónin og blandið þeim svo saman og dreyfið í botninn á mótinu, raðið svo fiskinum ofaná og hellið pastasósunni vel yfir fiskinn.

Skerið tómatana í bita og stráið þeim yfir ásamt fetaostinum og raðið svo nacos yfir hluta af réttinum og ostasósu ofan á það og setjið inn í ofn í ca.30 mínútur
á 180°c (ég var með blásturinn á)

Með þessu bar ég svo fram nacos og heita ostasósu.

Verði ykkur að góðu og deilið eins og þið viljið.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Saltfiskur í Kormasósu!
Saltfiskur í Kormasósu!

November 18, 2024

Saltfiskur í Kormasósu!
Indversku sósurnar frá Patak's eru með þeim bestu sem ég hef smakkað sem eru seldar í tilbúnum krukkum og hérna ákvað ég að prufa að vera með fisk sem ég átti og breyta út af vananum að vera með kjúkling

Halda áfram að lesa

Lax með kús kús
Lax með kús kús

October 21, 2024

Lax með kús kús
Góður og einfaldur réttur sem ég tel að allir geti eldað og boðið upp á.
Þarna hafði ég með kús kús en það er líka vel hægt að vera með kartöflur eða hrísgrjón.

Halda áfram að lesa

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!

September 11, 2024

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Hann var skorinn í 3 jafna bita, velt upp úr þurrkaðri skessujurt, steiktir á pönnu og Arrabbiata pasta sósunni hellt yfir ásamt litlum tómötum og svörtum ólífum. Réttur sem kitlaði bragðlaukana svo um munaði.

Halda áfram að lesa