March 27, 2020
Fiskur í felum með pepperóní og pastasósu.
Þetta er ein af þessum sem heppnaðis bara ágætlega hjá mér en ég týndi bara til það sem til var og smellti í fiskrétt.
Fiskur, ýsa eða þorskur
Sætar kartöflur, skornar þunnt
Pepperóni
Blaðlaukur
Pastasósa
Krydd, Best á fiskinn
Olía
Setjið olíu á pönnu, raðið fiskinum í bitum á pönnuna og kryddið með Best á fiskinn.
Skerið sætu kartöfluna í þunnar sneiðar (snilld ef þið eigið Salatmaster kvörnina), raðið þeim yfir fiskinn ásamt pepperóní, saxið blaðlaukinn og stráið yfir réttinn.
Hellið pastasósunni yfir réttin og látið malla í ca 15-20 mínútur.
Setjið olíu á pönnu, raðið fiskinum í bitum á pönnuna og kryddið með Best á fiskinn.
Skerið sætu kartöfluna í þunnar sneiðar (snilld ef þið eigið Salatmaster kvörnina), raðið þeim yfir fiskinn ásamt pepperóní, saxið blaðlaukinn og stráið yfir réttinn.
Hellið pastasósunni yfir réttin og látið malla í ca 15-20 mínútur.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
June 29, 2023
May 24, 2023
February 23, 2023