Fiskur í kókosrjóma

October 24, 2022

Fiskur í kókosrjóma

Fiskur í felum í kókosrjóma
Þessa uppskrift gerði ég fyrir vinkonur sem voru að koma í mat til mín fyrir stuttu síðan og í gistingu og var hann svo vel heppnaður að ég ákvað að deila honum hérna með ykkur.

6-8 stk af ýsu eða þorsk bitum
1 rauðlaukur, sneiddur 
1/2 haus af Brokkólí
10-12 smá tómatar
Risa rækjur, ca 10-12 stk
Sítrónu pipar

1-2 pelar eða dósir af kókosrjóma (500 ml)

Kryddið fiskinn með sítrónu piparnum og raðið í eldfast mót. Skerið niður rauðlaukinn og brokkolí og raðið ofan á ásamt heilum smá tómötunum. Raðið svo risa rækjunum efst ofan á. 

Hrærið svo saman kókosrjómanum og kryddið hann eftir smekk. Ég notaði smá af papriku kryddi, salt og pipar og smá af karríi. Smakkið til.

Hitað í ofni á ca.180°c í um 30-40 

Borið fram með hrisgrjónum eða Cous cous

Njótið og deilið með gleði

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Lax með blómkálsgratín!
Lax með blómkálsgratín!

July 30, 2025

Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.

Halda áfram að lesa

Fiskur í raspi með remúlaði!
Fiskur í raspi með remúlaði!

June 18, 2025

Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.

Halda áfram að lesa

Fiskur í sojasósu!
Fiskur í sojasósu!

June 11, 2025

Fiskur í sojasósu!
Þessi útfærsla af mareneruðum fisk var eitthvað sem kom mér mikið á óvart, ekki bara algjört sælkera, heldur eitt af því einfaldasta sem hægt er að útbúa og ég skora á ykkur öll að prufa þetta, þar að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar!

Halda áfram að lesa