Fiskur í kókosrjóma

October 24, 2022

Fiskur í kókosrjóma

Fiskur í felum í kókosrjóma
Þessa uppskrift gerði ég fyrir vinkonur sem voru að koma í mat til mín fyrir stuttu síðan og í gistingu og var hann svo vel heppnaður að ég ákvað að deila honum hérna með ykkur.

6-8 stk af ýsu eða þorsk bitum
1 rauðlaukur, sneiddur 
1/2 haus af Brokkólí
10-12 smá tómatar
Risa rækjur, ca 10-12 stk
Sítrónu pipar

Kryddið fiskinn með sítrónu piparnum og raðið í eldfast mót. Skerið niður rauðlaukinn og brokkolí og raðið ofan á ásamt heilum smá tómötunum. Raðið svo risa rækjunum efst ofan á. 

Hrærið svo saman kókosrjómanum og kryddið hann eftir smekk. Ég notaði smá af papriku kryddi, salt og pipar og smá af karríi. Smakkið til.

Hitað í ofni á ca.180°c í um 30-40 

Borið fram með hrisgrjónum eða Cous cous

Njótið og deilið með gleði

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Fiskur með karrýi og eplum
Fiskur með karrýi og eplum

February 04, 2024

Fiskur með karrýi og eplum
Þeir gerast bara ekki einfaldari réttirnir, þessi er eiginlega bara of einfaldur og spurning um að flækja hann smávegis eða ekki. Allavega þá þarf eitthvað gott með þessu og spurning um að hafa hrisgjón með eða kartöfluskífur.

Halda áfram að lesa

Saltfiskur í pestósósu
Saltfiskur í pestósósu

February 01, 2024

Saltfiskur í pestósósu
Þessi var afar ljúffengur. Ég notaði 1 pakka af frosnum saltfisk sem ég keypti í Bónus og afþýddi áður og með þessu útbjó ég kartöflusalat.

Halda áfram að lesa

Laxasteik með kús kús
Laxasteik með kús kús

January 22, 2024

Laxasteik með kús kús, rucola og bökuðum tómat með Primadonna osti ofaná, feta og toppað með Hollandais sósu frá TORO

Halda áfram að lesa