Fiskur í kókosrjóma
October 24, 2022
Fiskur í felum í kókosrjómaÞessa uppskrift gerði ég fyrir vinkonur sem voru að koma í mat til mín fyrir stuttu síðan og í gistingu og var hann svo vel heppnaður að ég ákvað að deila honum hérna með ykkur.
6-8 stk af ýsu eða þorsk bitum
1 rauðlaukur, sneiddur
1/2 haus af Brokkólí
10-12 smá tómatar
Risa rækjur, ca 10-12 stk
Sítrónu pipar
Kryddið fiskinn með sítrónu piparnum og raðið í eldfast mót. Skerið niður rauðlaukinn og brokkolí og raðið ofan á ásamt heilum smá tómötunum. Raðið svo risa rækjunum efst ofan á.
Hrærið svo saman kókosrjómanum og kryddið hann eftir smekk. Ég notaði smá af papriku kryddi, salt og pipar og smá af karríi. Smakkið til.
Hitað í ofni á ca.180°c í um 30-40
Borið fram með hrisgrjónum eða Cous cous
Njótið og deilið með gleði
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
Einnig í Fiskréttir
September 11, 2024
Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Hann var skorinn í 3 jafna bita, velt upp úr þurrkaðri skessujurt, steiktir á pönnu og Arrabbiata pasta sósunni hellt yfir ásamt litlum tómötum og svörtum ólífum. Réttur sem kitlaði bragðlaukana svo um munaði.
Halda áfram að lesa
August 07, 2024
Lax í ofni með aspas!
Ég var svo heppin að fá gefins smá af gómsætum lax og ég töfraði fyrir mig úr honum nokkrar mismunandi máltíðir plús að ég gerði líka graflax. Þvílíka veislan!
Halda áfram að lesa
July 29, 2024
Fiskibollur Tikka Masala!
Já það má alveg breyta út kjúkling fyrir fiskibollur eða jafnvel einhverju öðru í sósurnar frá Toro. Hérna smellti ég í einn ljúffengan rétt með glútenlausum fiskibollum frá Fiskikónginum sem ég verslaði mér á tveir fyrir einn dögunum þeirra í febrúar á Fiskbúarmánuðinum þeirra.
Halda áfram að lesa