Fiskur í kókosrjóma

October 24, 2022

Fiskur í kókosrjóma

Fiskur í felum í kókosrjóma
Þessa uppskrift gerði ég fyrir vinkonur sem voru að koma í mat til mín fyrir stuttu síðan og í gistingu og var hann svo vel heppnaður að ég ákvað að deila honum hérna með ykkur.

6-8 stk af ýsu eða þorsk bitum
1 rauðlaukur, sneiddur 
1/2 haus af Brokkólí
10-12 smá tómatar
Risa rækjur, ca 10-12 stk
Sítrónu pipar

Kryddið fiskinn með sítrónu piparnum og raðið í eldfast mót. Skerið niður rauðlaukinn og brokkolí og raðið ofan á ásamt heilum smá tómötunum. Raðið svo risa rækjunum efst ofan á. 

Hrærið svo saman kókosrjómanum og kryddið hann eftir smekk. Ég notaði smá af papriku kryddi, salt og pipar og smá af karríi. Smakkið til.

Hitað í ofni á ca.180°c í um 30-40 

Borið fram með hrisgrjónum eða Cous cous

Njótið og deilið með gleði

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þorskhnakkar léttsaltaðir

June 29, 2023

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þeir eru ekta sælkera þorskhnakkarnir og hérna var ég bara að leika mér í að setja eitthvað saman og útkoman alveg svakalega góð, kom mér á óvart sjálfri meira að segja!

Halda áfram að lesa

Ýsa í sesam og kókosraspi
Ýsa í sesam og kókosraspi

May 24, 2023

Ýsa í sesam og kókosraspi
Þessa uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum síðan og var að gera fyrst núna. Ég minnkaði reyndar uppskriftina svo að hún hentaði fyrir einn og læt það fylgja með og það má líka vel nota Þorsk eða annan góðan fisk að vild.

Halda áfram að lesa

Fiskur í baconsósu
Fiskur í baconsósu

February 23, 2023

Fiskur í bacon-sósu og bönunum
Þessi réttur var oft á boðstólunum fyrir yfir 20 árum síðan hjá mér og núna var hann endurvakinn. Hann var meira segja betri en í minnigunni og verður gerður fljótlega aftur.

Halda áfram að lesa