Fiskur í kókosrjóma

October 24, 2022

Fiskur í kókosrjóma

Fiskur í felum í kókosrjóma
Þessa uppskrift gerði ég fyrir vinkonur sem voru að koma í mat til mín fyrir stuttu síðan og í gistingu og var hann svo vel heppnaður að ég ákvað að deila honum hérna með ykkur.

6-8 stk af ýsu eða þorsk bitum
1 rauðlaukur, sneiddur 
1/2 haus af Brokkólí
10-12 smá tómatar
Risa rækjur, ca 10-12 stk
Sítrónu pipar

1-2 pelar eða dósir af kókosrjóma (500 ml)

Kryddið fiskinn með sítrónu piparnum og raðið í eldfast mót. Skerið niður rauðlaukinn og brokkolí og raðið ofan á ásamt heilum smá tómötunum. Raðið svo risa rækjunum efst ofan á. 

Hrærið svo saman kókosrjómanum og kryddið hann eftir smekk. Ég notaði smá af papriku kryddi, salt og pipar og smá af karríi. Smakkið til.

Hitað í ofni á ca.180°c í um 30-40 

Borið fram með hrisgrjónum eða Cous cous

Njótið og deilið með gleði

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Túnfisksteik með bearnise!
Túnfisksteik með bearnise!

January 24, 2025

Túnfisksteik með bearnise!
Þetta er í 3 sinn sem ég er með Túnfisk steik á gamlárs og er alltaf að bæta mig í eldun á blessaðri steikinni. Í þetta sinn þá var ég með heimagrafinn lax í forrétt og með Túnfisk steikinni sem ég keypti í þetta skiptið i Hafið fiskverslun.

Halda áfram að lesa

Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!
Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!

January 13, 2025

Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!
Hvort heldur sem þú átt afgang af plokkfisk eða býrð hann til frá grunni þá er þetta skemmtileg tilbreytin frá því hefðbundna og svo er einfalt að frysta og taka svo út einn og einn, smá hugmynd frá hagsýnu húsmóðurinni.

Halda áfram að lesa

Saltfiskbollur með rúsínum!
Saltfiskbollur með rúsínum!

January 06, 2025

Saltfiskbollur með rúsínum!
Ein af þessum sem eru búnar að vera í fórum mínum í mörg ár en lét loksins verða að því að búa til. Skemmtileg og góð tilbreyting og rúsínurnar toppurinn á bragðið, svona fyrir þá sem eru fyrir rúsínur, hinir bara sleppa þeim.

Halda áfram að lesa