Fiskur í baconsósu

February 23, 2023

Fiskur í baconsósu

Fiskur í bacon-sósu með bönunum
Þessi réttur var oft á boðstólunum fyrir yfir 20 árum síðan hjá mér og núna var hann endurvakinn. Hann var meira segja betri en í minnigunni og verður gerður fljótlega aftur.

600 gr karfaflök/smálúðuflök/ýsuflök ! 
Hveiti / salt-pipar ( fiskikrydd) 
olía til steikingar 
2 bananar 
Sósa 
6 beikonsneiðar 
1 laukur 
250 gr sveppir 
1-2 tsk karrí 
1/2 dl vatn 
1 dl. rjómi 
salt / pipar 

Roðflétta fiskinn og skera í bita. 
Krydda hveiti með salti og pipar og veltið fiskinum upp úr, steikið í olíu og haldið honum svo heitum í ofni. 

Steikið á báðum hliðum

Sneiðið banana í bita eða ræmur. Brúnið þá á pönnunni í augnablik setjið svo ofan á fiskinn. 

SÓSA 
Skerið beikonið í litla bita og laukinn smátt, sneiðið niður sveppina. 
Steikið beikonið á þurri pönnu bætið lauknum í svo sveppunum. stráið karrí yfir. 
Hellið vatni og rjóma á pönnuna látið sjóða upp og smakkið ykkur til með salti og pipar. 



Berið fram með íslenskum kartöflum !!!- og hrísgrjónum. 

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

 




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Lax með blómkálsgratín!
Lax með blómkálsgratín!

July 30, 2025

Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.

Halda áfram að lesa

Fiskur í raspi með remúlaði!
Fiskur í raspi með remúlaði!

June 18, 2025

Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.

Halda áfram að lesa

Fiskur í sojasósu!
Fiskur í sojasósu!

June 11, 2025

Fiskur í sojasósu!
Þessi útfærsla af mareneruðum fisk var eitthvað sem kom mér mikið á óvart, ekki bara algjört sælkera, heldur eitt af því einfaldasta sem hægt er að útbúa og ég skora á ykkur öll að prufa þetta, þar að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar!

Halda áfram að lesa