February 17, 2020
Grillaður silungur kryddaður með sítrónupipar
Grillaður silungur settur í álpappír, kryddaður með sítrónupipar, appelsínusneiðar lagðar ofaná og steinselja.
Létt grillaður í ofni eða á grillinu úti.
Það þarf ekki alltaf að vera flókin uppskrift, þetta er ein sú allra einfaldasta og fljótlegasta sem ég hef gert.
Einfalt og súpergott!
Borið fram með fersku salati og kartöflum, mega alveg vera bakaðar.
January 09, 2021
December 20, 2020