Fiskibollur með lauksmjöri

March 04, 2024

Fiskibollur með lauksmjöri

Fiskibollur með lauksmjöri
Hvort heldur sem er að maður geri þær sjálfur frá grunni og eða kaupi þær tilbúnar þá eru þær virkilega góðar með lauksmjöri og kartöflum.

Ég hef gert hvorutveggja, búið þær til sjálf og ég elska þær og svo keypt þær tilbúnar. Hérna er ég með tvær fiskibollur af pokum sem ég keypti á tilboði hjá Fiskikónginum í febrúar en þá bíður hann upp á tveir fyrir einn af fiskibollunum og tileinnkar mánuðinum að borða fisk alla daga og hefur gefið honum nafnið Fiskbúar. 

Hann er líka með glæsileg tilboð á fiski dagsins allan mánuðinn sem gleður að sjálfsögðu marga. Ég lét þetta ekki framhjá mér fara og keypti tvö kíló af bæði fiskhakkbollunum og svo þessum glúteinlausu. Báðar mjög fínar en ólíkar.

Þær eru verulega matarmiklar og ég var orðin södd eftir 1 og hálfa.
Spennt að prufa að matreiða allar hinar sem ég setti í fyrstipoka og frystirinn minn og strax komin með hugmyndir!

Lauksmjör
50-100 gr af smjöri
1 laukur, niðursneiddur
30-50 ml af olíu

Bræðið smjörið og bætið lauknum saman við og síðan olíunni. Passið að lækka undir hitanum svo ekki brenni.

Þegar laukurinn er byrjaður að mýkjast vel þá er um að gera að setja fiskibollurnar út í líka og muna að snúa þeim við svo þær hitist jafnt.

Skreytið að vild. Ég skreytti þarna með Vatnakarsa frá Lambhaga.

Það var svo ein í Heimilismatar hópnum á feisbókinni sem mælti með því að hafa með sultu og ég stóðst ekki áskorunina þótt svo að það væri nú eitthvað sem mér hefði aldrei dottið í hug með fiskibollunum en af hverju ekki, alveg eins og með kjötbollunum! 

Vitið, það var æði, takk fyrir ábendinguna Kristjana Jóhannesdóttir

Deilið með gleði,,,,

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Pönnusteikt bleikja!
Pönnusteikt bleikja!

February 10, 2025 2 Athugasemdir

Pönnusteikt bleikja!
Ég verslaði mér eitt ljúffengt stk af bleikju frá Svenna í Fiskbúð Fúsa. Ég kryddaði það með dásamlega góða og ferska Fisk kryddinu frá Mabrúka deginum áður og steikti svo á pönnu. Með því bar ég fram ferskt salat og Sætkartöflusalat líka, svakalega gott allt saman. 

Halda áfram að lesa

Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Steikt rauðspretta með sítrónukeim!

February 10, 2025

Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Rauðspretta er ein af mínum uppáhalds og ég er farin að kaupa hana reglulega og elda mér og þar sem ég hef svo gaman af því að prufa nýjar aðferðir eða krydd þá er ég hérna með Sítrónupipar frá Mabrúka sem var einstaklega ferskt og gott. Með þessu bar ég fram sætkartöflu salat sem var æðislega gott með.

Halda áfram að lesa

Túnfisksteik með bearnise!
Túnfisksteik með bearnise!

January 24, 2025

Túnfisksteik með bearnise!
Þetta er í 3 sinn sem ég er með Túnfisk steik á gamlárs og er alltaf að bæta mig í eldun á blessaðri steikinni. Í þetta sinn þá var ég með heimagrafinn lax í forrétt og með Túnfisk steikinni sem ég keypti í þetta skiptið i Hafið fiskverslun.

Halda áfram að lesa