March 27, 2020
Fiskibollur frá tyrklandi
Fyrir 4
Það er alltaf gaman að prufa uppskriftir frá öðrum löndum og finna munin.
700 gr fiskur í bitum eða fiskihakk
4 msk. Brauðrasp
½ laukur, gróft rifinn
3-4 msk. Ljósar rúsínur, saxaðar
3 msk. Furuhnetur
Handfylli fersk steinselja, mynta eða kóríander, saxað
1 egg
2 tsk. Tapenade frá Sacla eða tómatmauk
½ msk. Kanill
Salt og pipar
4 msk. Hveiti
4 msk. Olía
Hakkið fisk í matvinnsluvél, ef ekki er notað fiskihakk, og setjið hakkið í skál.
Blandið öllu nema olíunni saman við.
Mótið bollur og steikið þær í olíu.
Berið fram með salati og kúskús.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
June 29, 2023
May 24, 2023
February 23, 2023