Fiskibollur

March 07, 2020

Fiskibollur

Fiskibollur
Fátt er ljúffengara en heimagerðar fiskibollur og við mamma höfum gert saman fiskibollur úr nokkrum kílóum í einu þegar við erum lánsamar að kaupa 10 kíló pakkningar af glænýjum frosnum fiski.

En hérna er ein einföld uppskrift:

2 góð flök af þorski, ýsu, smálúðu eða karfa !
1 stór laukur
1 egg
2-3 msk hveiti
2-3 msk kartöflumjöl
salt,pipar,aromat

Þynnt með mjólk, allt eftir smekk hvers og eins.
Allt látið í matarvinnsluvél, byrja á lauknum og síðan flökunum o.s.frv.
Steikja frekar litlar bollur úr smjörva. Sett á fat og halda heitu í ofninum, meðan hitt er klárað.

Bera fram ýmist með kartöflum- þess vegna bökuðum, grænmeti og kryddsmjöri að eigin smekk. (estragon smjör er afar gott, þá er bara brætt smjör,tekið af hitanum og sett ferskt estragon út í, hrært af og til áður en það er borið fram)

Til hátíðarbrigða má setja reyktan lax, eða silung saman við deigið - afar ljúffengt. 

 
Mörgum finnst æðislegt að vera með karrísósu með.

Aðrir velja brúna sósu og meira segja súrsæta. Hvað finnst þér best ?

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þorskhnakkar léttsaltaðir

June 29, 2023

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þeir eru ekta sælkera þorskhnakkarnir og hérna var ég bara að leika mér í að setja eitthvað saman og útkoman alveg svakalega góð, kom mér á óvart sjálfri meira að segja!

Halda áfram að lesa

Ýsa í sesam og kókosraspi
Ýsa í sesam og kókosraspi

May 24, 2023

Ýsa í sesam og kókosraspi
Þessa uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum síðan og var að gera fyrst núna. Ég minnkaði reyndar uppskriftina svo að hún hentaði fyrir einn og læt það fylgja með og það má líka vel nota Þorsk eða annan góðan fisk að vild.

Halda áfram að lesa

Fiskur í baconsósu
Fiskur í baconsósu

February 23, 2023

Fiskur í bacon-sósu og bönunum
Þessi réttur var oft á boðstólunum fyrir yfir 20 árum síðan hjá mér og núna var hann endurvakinn. Hann var meira segja betri en í minnigunni og verður gerður fljótlega aftur.

Halda áfram að lesa