March 07, 2020
Fiskibollur
Fátt er ljúffengara en heimagerðar fiskibollur og við mamma höfum gert saman fiskibollur úr nokkrum kílóum í einu þegar við erum lánsamar að kaupa 10 kíló pakkningar af glænýjum frosnum fiski.
En hérna er ein einföld uppskrift:
2 góð flök af þorski, ýsu, smálúðu eða karfa !
1 stór laukur
1 egg
2-3 msk hveiti
2-3 msk kartöflumjöl
salt,pipar,aromat
Þynnt með mjólk, allt eftir smekk hvers og eins.
Allt látið í matarvinnsluvél, byrja á lauknum og síðan flökunum o.s.frv.
Steikja frekar litlar bollur úr smjörva. Sett á fat og halda heitu í ofninum, meðan hitt er klárað.
Bera fram ýmist með kartöflum- þess vegna bökuðum, grænmeti og kryddsmjöri að eigin smekk. (estragon smjör er afar gott, þá er bara brætt smjör,tekið af hitanum og sett ferskt estragon út í, hrært af og til áður en það er borið fram)
Til hátíðarbrigða má setja reyktan lax, eða silung saman við deigið - afar ljúffengt.
Mörgum finnst æðislegt að vera með karrísósu með.
Aðrir velja brúna sósu og meira segja súrsæta. Hvað finnst þér best ?
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
September 11, 2024
August 07, 2024
July 29, 2024