February 14, 2020
Smjördeigs réttur með skinku, ananas, sætu sinnepi og osti.
Frábær i saumaklúbbinn, veisluna, afmælið.
Hann var og er einn af mínum vinsælustu veisluréttum og ég hef prufað hann með öðru hráefni líka en þessi toppar alla og þess má geta að anansinn er algjört möst og auðvitað sæta sinnepið!
1.pk.smjördeig (fæst frosið í verslununum, 5 stk í ) Dugar alveg í 1 1/2 mót
1.skinku pk, skorið smátt
1.dós ananas kurl, millistór eða ananas í bitum, skerið aðeins smærra
sætt sinnep
ostur, í sneiðum eða mosarella
Fletjið út smjördegið og setjið í eldfast mót, sprautið sætu sinnepi yfir botninn og stráið svo skinkunni yfir
og ananasinum, raðið ostasneiðum þar yfir eða stráið mosarella ostinum yfir og sprautið svo aftur sætu sinnepi yfir og leggið svo smördeig yfir.
Skemmtilegt er líka að skera niður deigið í ræmur og leika sér smá.
Penslið ofaná með hrærðu eggi.
Setjið inn í ofn í ca 25-30 mínútur á 180°c eða þar til gullin brúnt.
Njótið og deilið að vild!
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
December 01, 2023
November 11, 2023
Heitur réttur Dísu
Þennan dásamlega rétt fékk ég hjá vinkonu minni á afmælisdeginum hennar ásamt ýmsum öðrum ljúffengum heitum réttum.
February 26, 2023