February 14, 2020
Smjördeigs réttur með skinku, ananas, sætu sinnepi og osti.
Frábær i saumaklúbbinn, veisluna, afmælið.
Hann var og er einn af mínum vinsælustu veisluréttum og ég hef prufað hann með öðru hráefni líka en þessi toppar alla og þess má geta að anansinn er algjört möst og auðvitað sæta sinnepið!
Fletjið út smjördegið og setjið í eldfast mót
1.pk.smjördeig (fæst frosið í verslununum, 5 stk í ) Dugar alveg í 1 1/2 mót
1.skinku pk, skorið smátt
1.dós ananas kurl, millistór eða ananas í bitum, skerið aðeins smærra
sætt sinnep
ostur, í sneiðum eða mosarella
Smyrjið botninn með sætu sinnepi
Skerið skinkuna í litla bita og dreifið þeim jafnt yfir sinnepið

Dreifið síðan ananasinum yfir skinkuna

Svo setjið þið ostinn yfir allt saman
Sprautið að lokum sætu sinnepi aftur yfir allt
Og lokið réttinum með smjördeigi
Skemmtilegt er líka að skera niður deigið í ræmur og leika sér smá.
Penslið ofaná með hrærðu eggi ef vill.
Setjið inn í ofn í ca 25-30 mínútur á 180°c eða þar til gullin brúnt.
Njótið og deilið að vild!
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 18, 2025
Hangikjöts skonsubrauðterta!
Frumraun mín í skonsubrautertu gerð sem heppnaðist bara furðuvel og allir voru glaðir með sem fengu að smakka hana. Maður lærði þó eitt og annað sem hafa þarf í huga eins og stærð pönnunnar, því mér fannst blessuð pönnukökupannan allt of lítið og fór því mínar eigin leiðir. Gaman væri að vita hvernig pönnu þið notið í ykkar bakstri.
June 28, 2025
Rækjuréttur kaldur!
Þegar brauðtertu brauðið molnar allt niður þá sér maður nú við því og skellir bara í brauðtertu rétt í fati og skreytir.
February 15, 2025 2 Athugasemdir
Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.