Smjördeigs réttur.

February 14, 2020

Smjördeigs réttur.

Smjördeigs réttur með skinku, ananas, sætu sinnepi og osti.
Frábær i saumaklúbbinn, veisluna, afmælið.

Hann var og er einn af mínum vinsælustu veisluréttum og ég hef prufað hann með öðru hráefni líka en þessi toppar alla og þess má geta að anansinn er algjört möst og auðvitað sæta sinnepið!

Fletjið út smjördegið og setjið í eldfast mót

1.pk.smjördeig (fæst frosið í verslununum, 5 stk í ) Dugar alveg í 1 1/2 mót
1.skinku pk, skorið smátt
1.dós ananas kurl, millistór eða ananas í bitum, skerið aðeins smærra
sætt sinnep
ostur, í sneiðum eða mosarella

Smyrjið botninn með sætu sinnepi

Skerið skinkuna í litla bita og dreifið þeim jafnt yfir sinnepið


Dreifið síðan ananasinum yfir skinkuna


Svo setjið þið ostinn yfir allt saman

Sprautið að lokum sætu sinnepi aftur yfir allt

Og lokið réttinum með smjördeigi

Skemmtilegt er líka að skera niður deigið í ræmur og leika sér smá.
Penslið ofaná með hrærðu eggi ef vill.


Setjið inn í ofn í ca 25-30 mínútur á 180°c eða þar til gullin brúnt.

Njótið og deilið að vild!

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Humar brauðterta!
Humar brauðterta!

November 23, 2024

Humar brauðterta!
Ég stóðst ekki freistinguna á að spyrja hvort ég fengi leyfi til að birta þessa uppskrift þegar ég sá hana, fékk góðfúslegt leyfi og ég að sjáfsögðu skellti mér svo í að gera hana og bjóða upp á í sunnudagskaffi hjá mér. Ég og gestirnir mínir gefa henni súpergóð meðmæli líka. Kettirnir fengu ekki smakk...:)

Halda áfram að lesa

Roastbeef brauðterta!
Roastbeef brauðterta!

November 13, 2024

Roastbeef brauðterta!
Ein af okkar uppáhalds brauðtertum er klárlega roastbeef brauðtertan. Þessa bjó ég til fyrir afmæli föður míns og ég keypti niðursneitt roastbeef hjá Kjöthöllinni sem var alveg æðislega gott, mæli með.

Halda áfram að lesa

Laxabrauðréttur
Laxabrauðréttur

November 01, 2024 2 Athugasemdir

Laxabrauðréttur
Einn af þessum réttum sem ég hef ætlað að gera í langan tíma. 
Virkilega góður kaldur réttur sem ég reyndar útfærði á minn hátt með því að setja í hann Svövu sinnepið og setja hann í smjördeigshring sem ég keypti að þessu sinni af Hérastubbs bakaranum frá Grindavík. 

Halda áfram að lesa