March 21, 2020
Smjördeigs hringur! Algjör Perla a la carte Guðrún...
Hún Guðrún móðir hennar Dísu vinkonu minnar gaf mér upp þessa dásemd, ein af þeim allra vinsælustu uppskriftum sem komið hafa á síðuna mína.
100 gr sýrður rjómi
100 gr majones
1 lítil dós ananaskurl
¼ stk agúrka
2 stk paprika, rauð og appelsínugul
250 gr rækjur
Steinselja
Picanta krydd (hefur ekki verið fáanlegt en þá er bara að krydda eftir eigin smekk)
Svartur pipar
Blandið saman sýrðum rjóma, majónesi og ananaskurli og kryddið síðan með picanta kryddi og svörtum pipar.
Saxið niður agúrku og paprikurnar og blandið rækjunum og steinseljunni saman við.
Setið svo allt saman í smjördeigshring og berið fram kalt.
Smjördeigs hringina er hægt að fá t.d.
Björnsbakarí
Hérastubbur bakarí í Grindavík
Majó bakari
Reynisbakarí
Sauðakróksbakarí
Ath. að væntanlega þarf að panta áður.
Ef þið vitið um fleirri, vinsamlega deilið því með okkur.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 23, 2024
November 13, 2024
November 01, 2024 2 Athugasemdir