Skonsubrauðterta
September 20, 2020
Skonsubrauðterta
Þessa eðal skonsubrauðtertu uppskrift deildi hún Helga Þórarinnsdóttir með okkur á hópsíðunni
Brauðtertur & heitir réttir á facebook en sú síða er undirsíða
Sælkeraklúbbsins og falla allar undir hérna á Islandsmjoll.is síðunni minni.
2 bollar hveiti,
1 egg,
1 tesk lyftiduft,
1/2 bolli sykur,
1 tesk matarsódi
brætt smjörlíki ca 50 gr,
mjólk þar til það er mátulega þykkt.
Sykurinn má vera 1/4
Fylling:
1.dós af majonesi
1.dós af sýrðum rjóma 18%
Hangikjöt, niðurskorið (gott að nýta afganga)
1.dós af blönduðu grænmeti
Egg

Blandið hráefninu saman og setjið á milli botnanna og skreytið svo eftir smekk, myndirnar sína tvær mismunandi útgáfur af tertunni, myndir og skreytin eftir Helgu Þórarinns, hjartans þakkir fyrir.