June 19, 2021
Skinkubrauðterta eðal!
Þessa dásemd gerði hún elsku vinkona mín, Brynja Dýrleif líka fyrir skírnarveislu barnabarnsins míns, þvílíki snillingurinn sem hún er og snilldarskreytingar hjá henni, mitt mat svo sannarlega, dáist að hversu fallegar terturnar hennar eru.
Úr einum hringbotn frá Kristjánsbakaríi á Akureyri náðist í tvær veglegar brauðtertur.
Í terturnar fór:
1 1/2 dós af stórum majones dósum
3 pakkar af skinku (Brauðskinku)
2 dósir af grænum aspas
12-15 egg, harðsoðin
2 pakkar af konfekt tómötum
1 græn paprika
1 rauð paprika
2 dósir stórar af ferskjum (niðursoðnum)
1/2 agúrka
Hrærið saman majonesi, eggjum, grænum aspas, skinku og kryddið með Seson All eða Aromat eða öðru kryddi eftir smekk.
Skiptið/skerið brauðtertuna 4 parta og notið tvo fyrir hverja tertu.
Smyrjið salati á neðri helmingin og þekjið svo efri helminginn bæði ofan á og hliðarnar eins og sjá má á mynd. Skreytið svo að eigin vild. Myndir sýna allavega hvernig þessar voru skreyttar.
Njótið & deilið að vild.
Skreyting Brynja Dýrleif
Myndataka Ingunn Mjöll
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 18, 2025
Hangikjöts skonsubrauðterta!
Frumraun mín í skonsubrautertu gerð sem heppnaðist bara furðuvel og allir voru glaðir með sem fengu að smakka hana. Maður lærði þó eitt og annað sem hafa þarf í huga eins og stærð pönnunnar, því mér fannst blessuð pönnukökupannan allt of lítið og fór því mínar eigin leiðir. Gaman væri að vita hvernig pönnu þið notið í ykkar bakstri.
June 28, 2025
Rækjuréttur kaldur!
Þegar brauðtertu brauðið molnar allt niður þá sér maður nú við því og skellir bara í brauðtertu rétt í fati og skreytir.
February 15, 2025 2 Athugasemdir
Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.