Skinkubrauðterta

May 22, 2020

Skinkubrauðterta

Skinkubrauðterta
Skreytt með spægilpylsu. 
Alltaf gaman að skreyta öðruvísi og búa til eitthvað skemmtilegt og þessi er svo sannarlega þannig.

1½ samlokubrauð langskorið
½ kg skinkukurl eða niðurskorin skinka
15-20 sneiðar af skinku eða spægilpylsu
10 harðsoðin egg (söxuð smátt)
750g majónes
1 dós sýrður rjómi
½ dós af ananaskurli (sigta og þerra vel)
salt og pipar
aromat

Blandið saman skinku- og ananaskurli, eggjum, 750 g af majónesi og sýrðum rjóma. Kryddið eftir smekk. Smyrjið blöndunni á hvert lag fyrir sig.

Skreytið hana að vild, mynd er fyrir augað og hugmynd af skreytingu.

Heiðurinn af skreytingunni á hún Brynja vinkona mín.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók






Einnig í Brauðréttir

Heitt rúllutertubrauð
Heitt rúllutertubrauð

February 26, 2023

Heitt rúllubrauð
Eitt af þessum sívinsælu heitu rúllutertubrauðum sem eru einföld og góð. 
Borga sig að gera strax 2 stk því þau klárast strax.

Halda áfram að lesa

Freisting sælkerans
Freisting sælkerans

January 23, 2023

Freisting sælkerans með osta og paprikublæ
Er uppskrift sem var afar vinsæl fyrir um ca.25-26. árum síðan og passar vel við nafnið á klúbbnum mínum í dag.

Halda áfram að lesa

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Súrdeigsbrauð í hollustu stíl

December 12, 2022

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Ég hef verið að leika mér smá/mikið með að setja allsskonar álegg ofan á súrdeigs brauð, svona aðeins að vera í hollari kantinum og hafa tilbreytinguna og gleðina í því 

Halda áfram að lesa