May 22, 2020
Skinkubrauðterta
Skreytt með spægilpylsu.
Alltaf gaman að skreyta öðruvísi og búa til eitthvað skemmtilegt og þessi er svo sannarlega þannig.
1½ samlokubrauð langskorið
½ kg skinkukurl eða niðurskorin skinka
15-20 sneiðar af skinku eða spægilpylsu
10 harðsoðin egg (söxuð smátt)
750g majónes
1 dós sýrður rjómi
½ dós af ananaskurli (sigta og þerra vel)
salt og pipar
aromat
Blandið saman skinku- og ananaskurli, eggjum, 750 g af majónesi og sýrðum rjóma. Kryddið eftir smekk. Smyrjið blöndunni á hvert lag fyrir sig.
Skreytið hana að vild, mynd er fyrir augað og hugmynd af skreytingu.
Heiðurinn af skreytingunni á hún Brynja vinkona mín.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 23, 2024
November 13, 2024
November 01, 2024 2 Athugasemdir