Skinkubrauðterta

May 22, 2020

Skinkubrauðterta

Skinkubrauðterta
Skreytt með spægilpylsu. 
Alltaf gaman að skreyta öðruvísi og búa til eitthvað skemmtilegt og þessi er svo sannarlega þannig.

1½ samlokubrauð langskorið
½ kg skinkukurl eða niðurskorin skinka
15-20 sneiðar af skinku eða spægilpylsu
10 harðsoðin egg (söxuð smátt)
750g majónes
1 dós sýrður rjómi
½ dós af ananaskurli (sigta og þerra vel)
salt og pipar
aromat

Blandið saman skinku- og ananaskurli, eggjum, 750 g af majónesi og sýrðum rjóma. Kryddið eftir smekk. Smyrjið blöndunni á hvert lag fyrir sig.

Skreytið hana að vild, mynd er fyrir augað og hugmynd af skreytingu.

Heiðurinn af skreytingunni á hún Brynja vinkona mín.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók





Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Langbrauð með bökuðum!
Langbrauð með bökuðum!

September 14, 2024

Langbrauð með blönduðum baunum!
Fyllt brauð með blönduðum baunum frá Heinz, egg og ostur yfir, þvílíka snilldin og gaman að bera fram svona spari.

Halda áfram að lesa

Ferskur rækjuréttur kaldur
Ferskur rækjuréttur kaldur

July 21, 2024

Ferskur rækjuréttur kaldur
Þessi er einstaklega góður og ferskur. Bjó hann loksins til og bauð fjölskyldunni í kaffi. Flottur á veisluborðið, saumaklúbbinn og einfalt að útbúa hann og skella í ísskápinn t.d. deginum áður.

Halda áfram að lesa

Brauðterta með túnfisk
Brauðterta með túnfisk

June 19, 2024

Brauðterta með túnfisk
Ég ákvað að nýta afganginn af brauðtertu brauðinu af Mills brauðtertunni og skellti í eina létta og ljúfa túnfiskbrauðtertu. Hæglega er hægt að stækka innihaldið sem upp er gefið um helming og gera eina stóra.

Halda áfram að lesa