Skinkubrauðterta

May 22, 2020

Skinkubrauðterta

Skinkubrauðterta
Skreytt með spægilpylsu. 
Alltaf gaman að skreyta öðruvísi og búa til eitthvað skemmtilegt og þessi er svo sannarlega þannig.

1½ samlokubrauð langskorið
½ kg skinkukurl eða niðurskorin skinka
15-20 sneiðar af skinku eða spægilpylsu
10 harðsoðin egg (söxuð smátt)
750g majónes
1 dós sýrður rjómi
½ dós af ananaskurli (sigta og þerra vel)
salt og pipar
aromat

Blandið saman skinku- og ananaskurli, eggjum, 750 g af majónesi og sýrðum rjóma. Kryddið eftir smekk. Smyrjið blöndunni á hvert lag fyrir sig.

Skreytið hana að vild, mynd er fyrir augað og hugmynd af skreytingu.

Heiðurinn af skreytingunni á hún Brynja vinkona mín.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók






Einnig í Brauðréttir

Hangikjöts rúlluterta
Hangikjöts rúlluterta

March 03, 2024

Hangikjöts rúlluterta
Fjölskylan elskar hangikjöt, soðið, kalt, í tartalettum, ofan á brauð, inní ofni með bræddum osti ofan á, ofan á snittum, brauðtertum og þessa líka sem ég gerði fyrir afmæliskaffiboð hjá mér í febrúar 2024, rúlluterta með hangikjöti.

Halda áfram að lesa

Mexíkósk rúlluterta!
Mexíkósk rúlluterta!

February 10, 2024

Mexíkósk rúlluterta
Ein af þessum uppskriftum sem ég hef safnað að mér til að gera einn daginn og það kemur að þeim einni af annarri. Mjög góð uppskrift og dásamlega falleg á veisluborðið, saumaklúbbuinn, ferminguna eða bara á notalegu kvöldi heima.

Halda áfram að lesa

Baguette með heitreyktum Lax
Baguette með heitreyktum Lax

January 31, 2024

Baguette með heitreyktum Lax
Ég lumaði á einum pakka af heitreyktum Lax í frystinum frá því að ég pantaði slatta af bæði af fiski í tempura og fiskibollum, reyktum lax, sósum ofl góðgæti frá Fisherman, allt svakalega gott, bara mitt mat.

Halda áfram að lesa