May 22, 2020
Skinkubrauðterta
Skreytt með spægilpylsu.
Alltaf gaman að skreyta öðruvísi og búa til eitthvað skemmtilegt og þessi er svo sannarlega þannig.
1½ samlokubrauð langskorið
½ kg skinkukurl eða niðurskorin skinka
15-20 sneiðar af skinku eða spægilpylsu
10 harðsoðin egg (söxuð smátt)
750g majónes
1 dós sýrður rjómi
½ dós af ananaskurli (sigta og þerra vel)
salt og pipar
aromat
Blandið saman skinku- og ananaskurli, eggjum, 750 g af majónesi og sýrðum rjóma. Kryddið eftir smekk. Smyrjið blöndunni á hvert lag fyrir sig.
Skreytið hana að vild, mynd er fyrir augað og hugmynd af skreytingu.
Heiðurinn af skreytingunni á hún Brynja vinkona mín.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
February 15, 2025
Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.
November 23, 2024
November 13, 2024