Skinku og hangikjötsbrauðterta

April 14, 2021

Skinku og hangikjötsbrauðterta

Skinku og hangikjötsbrauðterta 
Hún er lostæti, það er samsetningin á henni sem er hreint út sagt mögnuð og ferskjurnar maður, þær gera hana extra ferska líka og ég get sagt ykkur að hún klárast alltaf alveg upp til agna, vá hvað mig langar í eina sneið núna!

1.stk brauðtertubrauð, langskorið eða kringlótt

Skinkusalat:
1.pk brauðskinka, skorið í bita
ca.400 gr majones
3 egg, harðsoðin
1.dós ferskjur, skiljið eftir 1 til að skreyta með
Kryddið með Aromat eða Seson All
Notið safann af ferskjunum til að bleyta upp í brauðinu

Hangikjötssalat:
1-2 pk af hangikjöti (notið hangikjöt til skreytinga eins og sjá má á mynd eða saxað niður og sett utan um brauðtertuna
3 egg, harðsoðin
1.dós/krukka af gulrótum niðursoðnum eða ferskum, stappið vel
ca.400 gr af majonesi

Gúrka, ferskjur, skinka, egg og steinselja til að toppa útlitið.

Salat 1: Majones, skinka (skorin í bita), ferskjur í dós (stappaðar) og 2-3 egg,
allt blandað saman og kryddað með seson all og smá aromat, eða eftir smekk hvers og eins 

Salat 2: Majones, hangikjöt (skorið í bita), gulrætur frá ORA, (stappaðar) og 2-3 egg,
allt blandað saman og kryddað með seson all og smá aromat, eða eftir smekk hvers og eins 

Brauðtertubrauð (skorpan skorin af ef vill), ég gerði það ekki í þetta sinn.
Nauðsynlegt er að bleyta upp í brauðinu með safanum af ferskjunum og setja svo salat á til skiptis á brauðið,
Ath að hún er best daginn eftir þegar safinn hefur náð að mýkja hana.

Skreytið brauðtertuna svo eftir smekk með gúrkum, tómötum, eggjum til hliðanna og svo gulrótum og ferskjum ofaná með upprúllaðri skinku.
 

Hægt er að nota langbrauð eins og fæst sunnanlands en líka hringbrauð sem fæst í Kristjánsbakaríi á Akureyri fyrir þá sem eru norðanlands en það er líka vel hægt að raða tvemur lengjum saman og skera svo út hring ef maður vill það.
Hringbrauð fást líka í Fjarðarkaup.

Njótið vel & deilið að vild

Ef þú gerir þessa máttu alveg tagga síðuna á Instagram en þar er bæði hægt að finna Islandsmjoll og Sælkeraklúbb Ingunnar.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Humar brauðterta!
Humar brauðterta!

November 23, 2024

Humar brauðterta!
Ég stóðst ekki freistinguna á að spyrja hvort ég fengi leyfi til að birta þessa uppskrift þegar ég sá hana, fékk góðfúslegt leyfi og ég að sjáfsögðu skellti mér svo í að gera hana og bjóða upp á í sunnudagskaffi hjá mér. Ég og gestirnir mínir gefa henni súpergóð meðmæli líka. Kettirnir fengu ekki smakk...:)

Halda áfram að lesa

Roastbeef brauðterta!
Roastbeef brauðterta!

November 13, 2024

Roastbeef brauðterta!
Ein af okkar uppáhalds brauðtertum er klárlega roastbeef brauðtertan. Þessa bjó ég til fyrir afmæli föður míns og ég keypti niðursneitt roastbeef hjá Kjöthöllinni sem var alveg æðislega gott, mæli með.

Halda áfram að lesa

Laxabrauðréttur
Laxabrauðréttur

November 01, 2024 2 Athugasemdir

Laxabrauðréttur
Einn af þessum réttum sem ég hef ætlað að gera í langan tíma. 
Virkilega góður kaldur réttur sem ég reyndar útfærði á minn hátt með því að setja í hann Svövu sinnepið og setja hann í smjördeigshring sem ég keypti að þessu sinni af Hérastubbs bakaranum frá Grindavík. 

Halda áfram að lesa