Rúlluterta með hráskinku!

January 27, 2024

Rúlluterta með hráskinku!

Rúlluterta með fetaosti, hráskinku og klettasalati.
Þessa er ég búin að vera með í fórum mínum lengi en hafði ekki gert en það kom að því og hérna má sjá afraksturinn. Ég smakkaði hana fyrst kalda en setti svo hluta af henni inn í ofn daginn eftir og fyrir mína parta þá kunni ég betur við hana heita, svo bæði gengur upp.

200 gr mjúkur rjómaostur, ég notaði Rjómaost með svörtum pipar og sleppti því að setja salt og pipar í staðinn.
1 dós sýrður rjómi
½ - 1 dós fetaostur
Rjómi til að þynna með
1 poki af klettasalati
1-2 bréf hráskinka
Salt og svartur pipar eftir smekk

Blandið rjómaosti, sýrðum rjóma og fetaosti saman og þynnið með rjómanum.

Smakkið til með salti og pipar.


Smyrjið blöndunni á rúllutertubrauðið, en skilið smá eftir til að nota til skreytingar.

Það má alveg vera meira af Klettasalatinu en ég notaði það sem ég átti til.

Grófsaxið klettasalatið og dreifið um helminginn af því yfir kremið.

Leggið síðan hráskinkusneiðarnar yfir kremið og rúllið upp.





Skreytið svo með kreminu og klettasalati og smá papriku ef vill.




Fallegu bakkarnir sem ég er með eru frá Hjartalag.is

Ég prufaði að setja hana líka í ofn og ég persónulega var hrifnari af henni heitri.

Verði ykkur að góðu!

Þakklát fyrir deilingar áfram og leyfið mér að heyra hvernig ykkur líkaði ef þið prufið uppskriftina, það má merkja okkur líka á Instagram.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Ferskur rækjuréttur kaldur
Ferskur rækjuréttur kaldur

July 21, 2024

Ferskur rækjuréttur kaldur
Þessi er einstaklega góður og ferskur. Bjó hann loksins til og bauð fjölskyldunni í kaffi. Flottur á veisluborðið, saumaklúbbinn og einfalt að útbúa hann og skella í ísskápinn t.d. deginum áður.

Halda áfram að lesa

Brauðterta með túnfisk
Brauðterta með túnfisk

June 19, 2024

Brauðterta með túnfisk
Ég ákvað að nýta afganginn af brauðtertu brauðinu af Mills brauðtertunni og skellti í eina létta og ljúfa túnfiskbrauðtertu. Hæglega er hægt að stækka innihaldið sem upp er gefið um helming og gera eina stóra.

Halda áfram að lesa

Brauðterta með Mills-kavíar
Brauðterta með Mills-kavíar

June 08, 2024

Brauðterta með Mills-kavíar
Þessi er öðruvísi en allar aðrar sem ég hef gert, þá meina ég þessar hefðbundnu en hún kom skemmtilega á óvart og var mjög góð og fékk góð meðmæli.

Halda áfram að lesa