Rækjuhringurinn hennar Þórhöllu

February 09, 2022

Rækjuhringurinn hennar Þórhöllu

Rækjuhringurinn hennar Þórhöllu
Langar að deila með ykkur rækjuhring sagði hún Þórhalla sem hún hefur gert í mörg ár þetta er nokkursskonar brauðterta bara öðruvísi. 
Hefur alltaf slegið í gegn sagði hún og mjög auðvelt að laga hana.
Búið til hefbundið rækjusalat:

500 gr frekar stórar rækjur
4 harðsoðin egg ( 5 egg nota 1 til skreytingar)
c.a. 300-400 gr majónes betra að setja minna en bæta frekar við.
Kryddið salatið eins og þið eruð vön eða eftir ykkar smekk. 
Þórhalla sagðist hafa notað Sellerí salt í sína uppskrift.

Svo tætið þið niður hvítt brauð skorpulaust og hrærið saman við en það fer næstum heilt brauð og þarf hræran að vera stíf.
Setjið egg í botninn á mótinu og svo hræruna í mótið og þjappið vel.
Geymið í ísskáp í allavega 2 tíma àður en hvolft er á disk en þá er skorin sítróna og henni raðað meðfram og það er mjög gott að hafa sósu með en hún sagðist hafa notað hamborgara-sósu en að það sé bara smekks-atriði.

Uppskrift og mynd:
Þórhalla K H Grétarsdóttir

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók





Einnig í Brauðréttir

Hangikjöts rúlluterta
Hangikjöts rúlluterta

March 03, 2024

Hangikjöts rúlluterta
Fjölskylan elskar hangikjöt, soðið, kalt, í tartalettum, ofan á brauð, inní ofni með bræddum osti ofan á, ofan á snittum, brauðtertum og þessa líka sem ég gerði fyrir afmæliskaffiboð hjá mér í febrúar 2024, rúlluterta með hangikjöti.

Halda áfram að lesa

Mexíkósk rúlluterta!
Mexíkósk rúlluterta!

February 10, 2024

Mexíkósk rúlluterta
Ein af þessum uppskriftum sem ég hef safnað að mér til að gera einn daginn og það kemur að þeim einni af annarri. Mjög góð uppskrift og dásamlega falleg á veisluborðið, saumaklúbbuinn, ferminguna eða bara á notalegu kvöldi heima.

Halda áfram að lesa

Baguette með heitreyktum Lax
Baguette með heitreyktum Lax

January 31, 2024

Baguette með heitreyktum Lax
Ég lumaði á einum pakka af heitreyktum Lax í frystinum frá því að ég pantaði slatta af bæði af fiski í tempura og fiskibollum, reyktum lax, sósum ofl góðgæti frá Fisherman, allt svakalega gott, bara mitt mat.

Halda áfram að lesa