Rækjuhringurinn hennar Þórhöllu

February 09, 2022

Rækjuhringurinn hennar Þórhöllu

Rækjuhringurinn hennar Þórhöllu
Langar að deila með ykkur rækjuhring sagði hún Þórhalla sem hún hefur gert í mörg ár þetta er nokkursskonar brauðterta bara öðruvísi. 
Hefur alltaf slegið í gegn sagði hún og mjög auðvelt að laga hana.
Búið til hefbundið rækjusalat:

500 gr frekar stórar rækjur
4 harðsoðin egg ( 5 egg nota 1 til skreytingar)
c.a. 300-400 gr majónes betra að setja minna en bæta frekar við.
Kryddið salatið eins og þið eruð vön eða eftir ykkar smekk. 
Þórhalla sagðist hafa notað Sellerí salt í sína uppskrift.

Svo tætið þið niður hvítt brauð skorpulaust og hrærið saman við en það fer næstum heilt brauð og þarf hræran að vera stíf.
Setjið egg í botninn á mótinu og svo hræruna í mótið og þjappið vel.
Geymið í ísskáp í allavega 2 tíma àður en hvolft er á disk en þá er skorin sítróna og henni raðað meðfram og það er mjög gott að hafa sósu með en hún sagðist hafa notað hamborgara-sósu en að það sé bara smekks-atriði.

Uppskrift og mynd:
Þórhalla K H Grétarsdóttir

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Laxabrauðréttur
Laxabrauðréttur

November 01, 2024 1 Athugasemd

Laxabrauðréttur
Einn af þessum réttum sem ég hef ætlað að gera í langan tíma. 
Virkilega góður kaldur réttur sem ég reyndar útfærði á minn hátt með því að setja í hann Svövu sinnepið og setja hann í smjördeigshring sem ég keypti að þessu sinni af Hérastubbs bakaranum frá Grindavík. 

Halda áfram að lesa

Brauðterta með silung!
Brauðterta með silung!

October 24, 2024

Brauðterta með silung!
Hérna er á ferðinni afar bragðgóð rúlluterta með silungasalati sem var í kaffiboð hjá móður minni á 88.ára afmælisdaginn hennar. Virkilega góð!

Halda áfram að lesa

Brauðhringur með rækjum!
Brauðhringur með rækjum!

October 19, 2024

Brauðhringur með rækjum
Gamli góði smjördeigs brauðhringurinn sem margir muna eftir er hérna kominn eins og ég gerði hann hérna á árum áður fyrir fjölskylduna. Hérna var sunnudagskaffiveisla og allir sáttir.

Halda áfram að lesa