Rækjuhringurinn hennar Þórhöllu

February 09, 2022

Rækjuhringurinn hennar Þórhöllu

Rækjuhringurinn hennar Þórhöllu
Langar að deila með ykkur rækjuhring sagði hún Þórhalla sem hún hefur gert í mörg ár þetta er nokkursskonar brauðterta bara öðruvísi. 
Hefur alltaf slegið í gegn sagði hún og mjög auðvelt að laga hana.
Búið til hefbundið rækjusalat:

500 gr frekar stórar rækjur
4 harðsoðin egg ( 5 egg nota 1 til skreytingar)
c.a. 300-400 gr majónes betra að setja minna en bæta frekar við.
Kryddið salatið eins og þið eruð vön eða eftir ykkar smekk. 
Þórhalla sagðist hafa notað Sellerí salt í sína uppskrift.

Svo tætið þið niður hvítt brauð skorpulaust og hrærið saman við en það fer næstum heilt brauð og þarf hræran að vera stíf.
Setjið egg í botninn á mótinu og svo hræruna í mótið og þjappið vel.
Geymið í ísskáp í allavega 2 tíma àður en hvolft er á disk en þá er skorin sítróna og henni raðað meðfram og það er mjög gott að hafa sósu með en hún sagðist hafa notað hamborgara-sósu en að það sé bara smekks-atriði.

Uppskrift og mynd:
Þórhalla K H Grétarsdóttir

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

Einnig í Brauðréttir

Freisting sælkerans
Freisting sælkerans

January 23, 2023

Freisting sælkerans með osta og paprikublæ
Er uppskrift sem var afar vinsæl fyrir um ca.25-26. árum síðan og passar vel við nafnið á klúbbnum mínum í dag.

Halda áfram að lesa

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Súrdeigsbrauð í hollustu stíl

December 12, 2022

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Ég hef verið að leika mér smá/mikið með að setja allsskonar álegg ofan á súrdeigs brauð, svona aðeins að vera í hollari kantinum og hafa tilbreytinguna og gleðina í því 

Halda áfram að lesa

Brauð & álegg!
Brauð & álegg!

November 13, 2022

Brauð & álegg!
Fyrir langa langa löngu voru kannski ekki ýkja margar tegundir af áleggi til, né brauði en annað er upp á teninginn í dag því maður hefur varla tölu yfir allar þær tegundir sem til eru af hvoru tveggja. 

Halda áfram að lesa