June 16, 2022
Rækjubrauðterta stór
Þessi er léttari en aðrar sem ég hef gert en í hana notaði ég létt majones í staðinn fyrir venjulegt eins og ég geri vanalega.
2. Brauðtertu brauð, langskorin
2. Stórar dósir af létt majonesi
1. Kíló af rækjum
10.stk af eggjum
1 og hálfa agúrku
4-5 tómata
Seson All
Skerið skorpuna af brauðinu allan hringinn
Afþýðið rækjurnar. Sjóðið eggin og kælið.
Hrærið saman majonesinu, rækjunum og eggjunum og kryddið, smakkið til.
Skiljið eftir smá af rækjunum til að nota til skreytingar og af majonesinu til að bera á hliðarnar. Skreytið svo með agúrkunni eftir ykkar hugmyndaflugi eða eins og sjá má á myndinni, tómötunum og rækjunum.
Njótið og deilið með gleði.
Uppskrift og myndir:
Ingunn Mjöll
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
September 14, 2024
July 21, 2024
June 19, 2024