Rækjubrauðterta stór

June 16, 2022

Rækjubrauðterta stór

Rækjubrauðterta stór
Þessi er léttari en aðrar sem ég hef gert en í hana notaði ég létt majones í staðinn fyrir venjulegt eins og ég geri vanalega.

2. Brauðtertu brauð, langskorin
2. Stórar dósir af létt majonesi 
1. Kíló af rækjum
10.stk af eggjum
1 og hálfa agúrku
4-5 tómata
Seson All

Skerið skorpuna af brauðinu allan hringinn

Afþýðið rækjurnar. Sjóðið eggin og kælið.
Hrærið saman majonesinu, rækjunum og eggjunum og kryddið, smakkið til.
Skiljið eftir smá af rækjunum til að nota til skreytingar og af majonesinu til að bera á hliðarnar. Skreytið svo með agúrkunni eftir ykkar hugmyndaflugi eða eins og sjá má á myndinni, tómötunum og rækjunum.


Njótið og deilið með gleði.

Uppskrift og myndir:
Ingunn MjöllEinnig í Brauðréttir

Brauðtertur með rækjusalati
Brauðtertur með rækjusalati

April 03, 2022

Brauðtertur með rækjusalati
Gerði tvær brauðtertur með rækju fyrir afmæli um daginn og ákvað að hafa þær í þetta sinn á breiddina en ekki hæðina eins og svo oft áður.

Halda áfram að lesa

Rækjuhringurinn hennar Þórhöllu
Rækjuhringurinn hennar Þórhöllu

February 09, 2022

Rækjuhringurinn hennar Þórhöllu
Langar að deila með ykkur rækjuhring sagði hún Þórhalla sem hún hefur gert í mörg ár þetta er nokkursskonar brauðterta bara öðruvísi. 

Halda áfram að lesa

Skonsu brauðtertan 2
Skonsu brauðtertan 2

September 05, 2021

Skonsu brauðtertan 2
Flott uppskrift frá henni Margréti Össurardóttir sem hún gaf fullt leyfi til að deila með ykkur, hver elskar ekki brauðtertur.

Halda áfram að lesa