April 03, 2021
Rækjubrauðterta á hringbrauði
Það er svo gaman að bera fram á fallegan máta brauðtertur og hún vinkona mín er algjör snillingur þegar kemur að því að skreyta þær en þessa brauðtertu gerði hún og kom með til mín einn daginn.
Hún notaði hringbrauð frá Kristjánsbakarí Akureyri en hæglega er hægt að nota langbrauð.
Rækjusalat
500 gr rækjur
4 egg
1 dós majones stór
Seson All
Afþýðið rækjurnar, sjóðið eggin og kælið og blandið saman, kryddið svo með Season All eða öðru kryddi eftir ykkar eigin vali.
Hringbotnana er hægt að skera í tvennt og nota aðeins helminginn í hverja brauðtertu í einu ef vill en þá má líka minnka aðeins hlutföllin af salatinu.
Fyllið miðjuna af salati og skreytið svo eftir smekk.
Hún notaði eins og sjá má, egg, gúrkusneiðar, tómata, papriku og blaðlauk.
Njótið & deilið.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 18, 2025
Hangikjöts skonsubrauðterta!
Frumraun mín í skonsubrautertu gerð sem heppnaðist bara furðuvel og allir voru glaðir með sem fengu að smakka hana. Maður lærði þó eitt og annað sem hafa þarf í huga eins og stærð pönnunnar, því mér fannst blessuð pönnukökupannan allt of lítið og fór því mínar eigin leiðir. Gaman væri að vita hvernig pönnu þið notið í ykkar bakstri.
June 28, 2025
Rækjuréttur kaldur!
Þegar brauðtertu brauðið molnar allt niður þá sér maður nú við því og skellir bara í brauðtertu rétt í fati og skreytir.
February 15, 2025 2 Athugasemdir
Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.