Rækjubrauðterta á hringbrauði

April 03, 2021

Rækjubrauðterta á hringbrauði

Rækjubrauðterta á hringbrauði
Það er svo gaman að bera fram á fallegan máta brauðtertur og hún vinkona mín er algjör snillingur þegar kemur að því að skreyta þær en þessa brauðtertu gerði hún og kom með til mín einn daginn.

Hún notaði hringbrauð frá Kristjánsbakarí Akureyri en hæglega er hægt að nota langbrauð.

Rækjusalat
500 gr rækjur
4 egg
1 dós majones stór
Seson All

Afþýðið rækjurnar, sjóðið eggin og kælið og blandið saman, kryddið svo með Season All eða öðru kryddi eftir ykkar eigin vali.

Hringbotnana er hægt að skera í tvennt og nota aðeins helminginn í hverja brauðtertu í einu ef vill en þá má líka minnka aðeins hlutföllin af salatinu.

Fyllið miðjuna af salati og skreytið svo eftir smekk.
Hún notaði eins og sjá má, egg, gúrkusneiðar, tómata, papriku og blaðlauk.

Njótið & deilið.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Langbrauð með bökuðum!
Langbrauð með bökuðum!

September 14, 2024

Langbrauð með blönduðum baunum!
Fyllt brauð með blönduðum baunum frá Heinz, egg og ostur yfir, þvílíka snilldin og gaman að bera fram svona spari.

Halda áfram að lesa

Ferskur rækjuréttur kaldur
Ferskur rækjuréttur kaldur

July 21, 2024

Ferskur rækjuréttur kaldur
Þessi er einstaklega góður og ferskur. Bjó hann loksins til og bauð fjölskyldunni í kaffi. Flottur á veisluborðið, saumaklúbbinn og einfalt að útbúa hann og skella í ísskápinn t.d. deginum áður.

Halda áfram að lesa

Brauðterta með túnfisk
Brauðterta með túnfisk

June 19, 2024

Brauðterta með túnfisk
Ég ákvað að nýta afganginn af brauðtertu brauðinu af Mills brauðtertunni og skellti í eina létta og ljúfa túnfiskbrauðtertu. Hæglega er hægt að stækka innihaldið sem upp er gefið um helming og gera eina stóra.

Halda áfram að lesa