Rækjubrauðterta
June 27, 2021
RækjubrauðtertaÞessi fallega brauðterta er 2 laga og er hún fallega handskreytt eftir vinkonu mína hana Brynju fyrir skírnarveislu barnabarnsins míns og gerðu þær þvílíka lukku.

Úr einum hringbotn frá Kristjánsbakaríi á Akureyri náðist í tvær veglegar brauðtertur.

Brauðtertu brauð (hringlaga eða rúllutertu)
1 1/2 af stórri dós af majonesi
2 pokar af rækjum
Krydd (eftir smekk)
12-15 egg, harðsoðin
4 tómatar
1 agúrka
1 rauð paprika
1 græn paprika
Blaðlaukur
Radísur

Sjóðið eggin og kælið. Hrærið saman eggjunum, majonesi og rækjum og kryddið eftir smekk, margir nota Seson All og aðrir nota Aromat. Skiljið eftir smá af rækjunum til að skreyta með.
Skiptið/skerið brauðtertuna 4 parta og notið tvo fyrir hverja tertu.
Smyrjið salati á neðri helmingin og þekjið svo efri helminginn bæði ofan á og hliðarnar eins og sjá má á mynd. Skreytið svo að eigin vild. Myndir sýna allavega hvernig þessar voru skreyttar.
Njótið & deilið að vild.
Skreyting Brynja Dýrleif
Myndataka Ingunn Mjöll