Rækjubrauðterta

June 27, 2021

Rækjubrauðterta

Rækjubrauðterta
Þessi fallega brauðterta er 2 laga og er hún fallega handskreytt eftir vinkonu mína hana Brynju fyrir skírnarveislu barnabarnsins míns og gerðu þær þvílíka lukku.

Úr einum hringbotn frá Kristjánsbakaríi á Akureyri náðist í tvær veglegar brauðtertur.

Brauðtertu brauð (hringlaga eða rúllutertu)
1 1/2 af stórri dós af majonesi
2 pokar af rækjum
Krydd (eftir smekk)
12-15 egg, harðsoðin
4 tómatar
1 agúrka
1 rauð paprika
1 græn paprika
Blaðlaukur
Radísur

Sjóðið eggin og kælið. Hrærið saman eggjunum, majonesi og rækjum og kryddið eftir smekk, margir nota Seson All og aðrir nota Aromat. Skiljið eftir smá af rækjunum til að skreyta með.
Skiptið/skerið brauðtertuna 4 parta og notið tvo fyrir hverja tertu.
Smyrjið salati á neðri helmingin og þekjið svo efri helminginn bæði ofan á og hliðarnar eins og sjá má á mynd. Skreytið svo að eigin vild. Myndir sýna allavega hvernig þessar voru skreyttar.

Njótið & deilið að vild.

Skreyting Brynja Dýrleif
Myndataka Ingunn Mjöll

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Beikon brauðterta heit!
Beikon brauðterta heit!

February 15, 2025

Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.

Halda áfram að lesa

Humar brauðterta!
Humar brauðterta!

November 23, 2024

Humar brauðterta!
Ég stóðst ekki freistinguna á að spyrja hvort ég fengi leyfi til að birta þessa uppskrift þegar ég sá hana, fékk góðfúslegt leyfi og ég að sjáfsögðu skellti mér svo í að gera hana og bjóða upp á í sunnudagskaffi hjá mér. Ég og gestirnir mínir gefa henni súpergóð meðmæli líka. Kettirnir fengu ekki smakk...:)

Halda áfram að lesa

Roastbeef brauðterta!
Roastbeef brauðterta!

November 13, 2024

Roastbeef brauðterta!
Ein af okkar uppáhalds brauðtertum er klárlega roastbeef brauðtertan. Þessa bjó ég til fyrir afmæli föður míns og ég keypti niðursneitt roastbeef hjá Kjöthöllinni sem var alveg æðislega gott, mæli með.

Halda áfram að lesa