May 22, 2020
Rækjubrauðterta
Sívinsæl og ljúffeng í hvaða veislu sem er, hérna er hún bara einföld en margir bæta út í hana t.d. aspas, gúrku, papriku.
1 samlokubrauð langskorið
1 poki af rækjum
8-10 egg (söxuð smátt)
750-1000 g majónes
1 dós sýrður rjómi
Seson All krydd
Hrærið saman majonesi, rækjum og eggjunum og kryddið með Seson All kryddinu eftir smekk og smyrjið svo á hverja lengjuna fyrir sig þá hæð sem þið viljið hafa.
Látið svo hugmyndaflugið ráða í skreytingu en þessi er skreytt með gúrku, tómötum, blaðlauk, salati og rækjum.
Heiðurinn af skreytingunni á hún Brynja vinkona mín.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 23, 2024
November 13, 2024
November 01, 2024 2 Athugasemdir