May 22, 2020
Rækjubrauðterta
Sívinsæl og ljúffeng í hvaða veislu sem er, hérna er hún bara einföld en margir bæta út í hana t.d. aspas, gúrku, papriku.
1 samlokubrauð langskorið
1 poki af rækjum
8-10 egg (söxuð smátt)
750-1000 g majónes
1 dós sýrður rjómi
Seson All krydd
Hrærið saman majonesi, rækjum og eggjunum og kryddið með Seson All kryddinu eftir smekk og smyrjið svo á hverja lengjuna fyrir sig þá hæð sem þið viljið hafa.
Látið svo hugmyndaflugið ráða í skreytingu en þessi er skreytt með gúrku, tómötum, blaðlauk, salati og rækjum.
Heiðurinn af skreytingunni á hún Brynja vinkona mín.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 18, 2025
Hangikjöts skonsubrauðterta!
Frumraun mín í skonsubrautertu gerð sem heppnaðist bara furðuvel og allir voru glaðir með sem fengu að smakka hana. Maður lærði þó eitt og annað sem hafa þarf í huga eins og stærð pönnunnar, því mér fannst blessuð pönnukökupannan allt of lítið og fór því mínar eigin leiðir. Gaman væri að vita hvernig pönnu þið notið í ykkar bakstri.
June 28, 2025
Rækjuréttur kaldur!
Þegar brauðtertu brauðið molnar allt niður þá sér maður nú við því og skellir bara í brauðtertu rétt í fati og skreytir.
February 15, 2025 2 Athugasemdir
Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.