April 18, 2020
Rækju rúllutertu brauð!
Þetta er með því einfaldara sem maður gerir að rúlla upp einni rækjubrauðtertu, ekki satt, jú satt og rétt frá minni hálfu en þegar kemur að þvi að skreyta þá myndi ég alveg vilja að vinkonu snillingarnir mínir myndu taka það að sér, alltaf, ég skal mynda þær :)
En svo það fari nú ekki á milli mála þá skreytti ég þessa sjálf, hún smakkaðist bara nokkuð vel!
500.gr rækjur
3-4 egg (harðsoðin)
Krydd, ég nota Seson all
1.krukka af majones, ég notaði í þessa Hellemann's létt majones sem var mjög gott
(fyrir þá sem vilja gera hana enn meira gourme þá má saxa út í blönduna gúrku og papriku, gefur henni extra ferskleika)
1.rúllutertu brauð, ég notaði gróft
Þýðið rækjurnar og brauðið (ekki gleyma að þýða brauðið)
Harðsjóðið eggin og kælið majonesið ef það hefur verið geymt í skúffu
Skerið rækjurnar í smá bita ef þær eru í stærri kanntinum og hrærið þeim saman við majonesið ásamt eggjunum.
Fletjið brauðið út (vonandi gleymdir þú ekki að taka það út úr frystinum, blikk blikk)
Og dreyfið svo blöndunni létt og slétt yfir brauðið.
Rúllið svo upp og sýnið ykkar eigin listatakta í skreytingum.
Njótið svo að borða, vel skreytt eður ei!
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 23, 2024
November 13, 2024
November 01, 2024 2 Athugasemdir