May 24, 2020
Pepperoni samloka
Grilluð pepperoni samloka sætu sinnepi og sætri barbique sósu frá Heinz er hægt að borða bæði heita og kalda, útbúa til að taka með sér í ferðalagið eða í vinnuna eða beint af grillinu (samlokugrillinu)
Samlokubrauð
Pepperoni
Ostur
1-2 tómatar
Paprika rauð
Sweet barbeque sósa frá HEINZ
Yellow mustard sweet frá HEINZ
Skerið paprikuna og tómatana í smáa bita og hrærið saman við sæta sinnepinu svo það verði bara svona eins og létt sósa (2-3 msk) eða eftir smekk.
Ég ristaði brauðið til að fá það extra krönsí en hugsanlega er það alveg óþarfi.
Sprautið barbeque sósunni ofan á brauðsneiðarnar, raðið pepperoni ofaná, svo blönduna af tómat & papriku, ost, aftur pepperoni og svo aftur ost, lokið samlokunni og setjið hana/þær í samlokugrillið.
Dúndurloka!
Deilið að vild.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 18, 2025
Hangikjöts skonsubrauðterta!
Frumraun mín í skonsubrautertu gerð sem heppnaðist bara furðuvel og allir voru glaðir með sem fengu að smakka hana. Maður lærði þó eitt og annað sem hafa þarf í huga eins og stærð pönnunnar, því mér fannst blessuð pönnukökupannan allt of lítið og fór því mínar eigin leiðir. Gaman væri að vita hvernig pönnu þið notið í ykkar bakstri.
June 28, 2025
Rækjuréttur kaldur!
Þegar brauðtertu brauðið molnar allt niður þá sér maður nú við því og skellir bara í brauðtertu rétt í fati og skreytir.
February 15, 2025 2 Athugasemdir
Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.