Pepperoni samloka

May 24, 2020

Pepperoni samloka

Pepperoni samloka
Grilluð pepperoni samloka sætu sinnepi og sætri barbique sósu frá Heinz er hægt að borða bæði heita og kalda, útbúa til að taka með sér í ferðalagið eða í vinnuna eða beint af grillinu (samlokugrillinu)

Samlokubrauð
Pepperoni
Ostur
1-2 tómatar
Paprika rauð
Sweet barbeque sósa frá HEINZ
Yellow mustard sweet frá HEINZ

Skerið paprikuna og tómatana í smáa bita og hrærið saman við sæta sinnepinu svo það verði bara svona eins og létt sósa (2-3 msk) eða eftir smekk.
Ég ristaði brauðið til að fá það extra krönsí en hugsanlega er það alveg óþarfi.
Sprautið barbeque sósunni ofan á brauðsneiðarnar, raðið pepperoni ofaná, svo blönduna af tómat & papriku, ost, aftur pepperoni og svo aftur ost, lokið samlokunni og setjið hana/þær í samlokugrillið.

Dúndurloka!

Deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

 




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Beikon brauðterta heit!
Beikon brauðterta heit!

February 15, 2025

Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.

Halda áfram að lesa

Humar brauðterta!
Humar brauðterta!

November 23, 2024

Humar brauðterta!
Ég stóðst ekki freistinguna á að spyrja hvort ég fengi leyfi til að birta þessa uppskrift þegar ég sá hana, fékk góðfúslegt leyfi og ég að sjáfsögðu skellti mér svo í að gera hana og bjóða upp á í sunnudagskaffi hjá mér. Ég og gestirnir mínir gefa henni súpergóð meðmæli líka. Kettirnir fengu ekki smakk...:)

Halda áfram að lesa

Roastbeef brauðterta!
Roastbeef brauðterta!

November 13, 2024

Roastbeef brauðterta!
Ein af okkar uppáhalds brauðtertum er klárlega roastbeef brauðtertan. Þessa bjó ég til fyrir afmæli föður míns og ég keypti niðursneitt roastbeef hjá Kjöthöllinni sem var alveg æðislega gott, mæli með.

Halda áfram að lesa