Pepperoni samloka

May 24, 2020

Pepperoni samloka

Pepperoni samloka
Grilluð pepperoni samloka sætu sinnepi og sætri barbique sósu frá Heinz er hægt að borða bæði heita og kalda, útbúa til að taka með sér í ferðalagið eða í vinnuna eða beint af grillinu (samlokugrillinu)

Samlokubrauð
Pepperoni
Ostur
1-2 tómatar
Paprika rauð
Sweet barbeque sósa frá HEINZ
Yellow mustard sweet frá HEINZ

Skerið paprikuna og tómatana í smáa bita og hrærið saman við sæta sinnepinu svo það verði bara svona eins og létt sósa (2-3 msk) eða eftir smekk.
Ég ristaði brauðið til að fá það extra krönsí en hugsanlega er það alveg óþarfi.
Sprautið barbeque sósunni ofan á brauðsneiðarnar, raðið pepperoni ofaná, svo blönduna af tómat & papriku, ost, aftur pepperoni og svo aftur ost, lokið samlokunni og setjið hana/þær í samlokugrillið.

Dúndurloka!

Deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

 





Einnig í Brauðréttir

Heitt rúllutertubrauð
Heitt rúllutertubrauð

February 26, 2023

Heitt rúllubrauð
Eitt af þessum sívinsælu heitu rúllutertubrauðum sem eru einföld og góð. 
Borga sig að gera strax 2 stk því þau klárast strax.

Halda áfram að lesa

Freisting sælkerans
Freisting sælkerans

January 23, 2023

Freisting sælkerans með osta og paprikublæ
Er uppskrift sem var afar vinsæl fyrir um ca.25-26. árum síðan og passar vel við nafnið á klúbbnum mínum í dag.

Halda áfram að lesa

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Súrdeigsbrauð í hollustu stíl

December 12, 2022

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Ég hef verið að leika mér smá/mikið með að setja allsskonar álegg ofan á súrdeigs brauð, svona aðeins að vera í hollari kantinum og hafa tilbreytinguna og gleðina í því 

Halda áfram að lesa