November 21, 2020
Lúxushlemmur a la Brynja & Ingunn
Þessa snilld settum við saman vinkonurnar, þvílíka snilldin.
Vinkonan bauð mér í alveg eðal Lamba prime á föstudegi og við vorum að ræða hvað við ættum að elda og baka daginn eftir. Einn af réttunum sem við ætluðum að gera var fyllt Brikibrauð sem fannst svo ekki í neinu bakaríi og á endanum varð fyrir valinu þetta 10.korna brauð og í það notuðum við afganginn af lambakjötinu og bjuggum til gourme camembert rjómasósu og úr varð Lúxusbrauðhlemmur.
Afgangur af kjöti
Kartöflur (notaðar voru forsoðnar parísarkartöflur sem höfðu verið brassaðar á pönnu. Rauðlaukur, sveppir, paprika og blaðlaukur.
1.matreiðslurjómi
1.Camembert, brytjaður niður
Bræðið saman rjóma og ost, gott að krydda með einhverju góðu kryddi, ég notaði smá papriku, karrí, smá steinselja og 1 kjúklingatening.
Brytjið niður alla afganga sem þið eruð með, takið innan úr brauðinu og blandið því saman við og hellið svo sósunni yfir og hrærið öllu vel saman.
Fyllið brauðið og stráið mosarella ost yfir og svo líka ofan á hattinn eins og sjá má á myndinni.
Hitið í ofni í um 30.mínútur, gott er að taka hattinn af svo til að osturinn bráðni líka ofan á fyllingunni.
Njótið & deilið að vild.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
February 26, 2023
January 23, 2023
December 12, 2022