Lindu rúlluterta

March 09, 2020

Lindu rúlluterta

Lindu rúlluterta
Frábær uppskrift sem ég fékk fyrir mörgum árum hjá Lindu systir minni, svakalega góð og fljótleg. Þar sem það eru ansi mörg ár síðan þá hef ég ekki fundið kryddið sem var notað í hana sem heitir Top Chop svo maður verður bara að nota það krydd sem manni langar sjálfum í, hugsa að ég myndi alveg blanda saman smá Seson All og paprikukrydd blandað saman, allavega finnst mér að það eigi að vera smá paprikubragð af henni. 

1 - 2 rúllutertubrauð (fínt eða gróft)
3-4 eggjahvítur
1 msk majones á móti hverri eggjahvítu
     

Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og majones síðan hrært varlega saman við með gaffli, kryddað með Top Chop

Fylling: 1 pakki hrísgrjón (soðin) Ég nota tvo poka 
3-4 msk. majones
skorin skinka (ca ½-1 pakki)
kurlaður ananas 
Top Chop krydd (þar sem það fæst ekki í dag þá hef ég notað Hlöllabáta kryddið

Allt hrært saman og sett inní rúllutertubrauðið, eggjahvítufroðunni er síðan smurt á og brauðið síðan sett inn í ofn í 180°c í 15-20 mínútur.

Þar sem Top Chop kryddið frá McCormick er hvergi fáanlegt lengur þá mæli ég með að nota Seson All alhliða kryddið eða prufa sig áfram og nota aðrar kryddblöndur eftir smekk.


Bakað í ofni í 180°c þar til gullinbrúnt

 Ég prufaði að nota Hlöllabáta kryddið og það koma mjög vel út, kryddaði bæði í blönduna sem var inni í rúllutertuna og einnig í eggjahvítublönduna ofan á.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

Einnig í Brauðréttir

Heitt rúllutertubrauð
Heitt rúllutertubrauð

February 26, 2023

Heitt rúllubrauð
Eitt af þessum sívinsælu heitu rúllutertubrauðum sem eru einföld og góð. 
Borga sig að gera strax 2 stk því þau klárast strax.

Halda áfram að lesa

Freisting sælkerans
Freisting sælkerans

January 23, 2023

Freisting sælkerans með osta og paprikublæ
Er uppskrift sem var afar vinsæl fyrir um ca.25-26. árum síðan og passar vel við nafnið á klúbbnum mínum í dag.

Halda áfram að lesa

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Súrdeigsbrauð í hollustu stíl

December 12, 2022

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Ég hef verið að leika mér smá/mikið með að setja allsskonar álegg ofan á súrdeigs brauð, svona aðeins að vera í hollari kantinum og hafa tilbreytinguna og gleðina í því 

Halda áfram að lesa