March 09, 2020
Lindu rúlluterta
Frábær uppskrift sem ég fékk fyrir mörgum árum hjá Lindu systir minni, svakalega góð og fljótleg. Þar sem það eru ansi mörg ár síðan þá hef ég ekki fundið kryddið sem var notað í hana sem heitir Top Shop svo maður verður bara að nota það krydd sem manni langar sjálfum í, hugsa að ég myndi alveg blanda saman smá Seson All og paprikukrydd blandað saman, allavega finnst mér að það eigi að vera smá paprikubragð af henni.
1 - 2 rúllutertubrauð (fínt eða gróft)
3-4 eggjahvítur
1 msk majones á móti hverri eggjahvítu
Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og majones síðan hrært varlega saman við með gaffli, kryddað með Top Shop
Fylling: 1 pakki hrísgrjón (soðin), 3-4 msk.
Majones, skorin skinka (ca ½-1 pakki), kurlaður ananas og Top Shop krydd.
Allt hrært saman og sett inní rúllutertubrauðið, eggjahvítufroðunni er síðan smurt á og brauðið síðan sett inn í ofn í 180°c í 15-20 mínútur
December 14, 2020
November 08, 2020