March 09, 2020
Lindu rúlluterta
Frábær uppskrift sem ég fékk fyrir mörgum árum hjá Lindu systir minni, svakalega góð og fljótleg. Þar sem það eru ansi mörg ár síðan þá hef ég ekki fundið kryddið sem var notað í hana sem heitir Top Chop svo maður verður bara að nota það krydd sem manni langar sjálfum í, hugsa að ég myndi alveg blanda saman smá Seson All og paprikukrydd blandað saman, allavega finnst mér að það eigi að vera smá paprikubragð af henni.
1 - 2 rúllutertubrauð (fínt eða gróft)
3-4 eggjahvítur
1 msk majones á móti hverri eggjahvítu

Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og majones síðan hrært varlega saman við með gaffli, kryddað með Top Chop
Fylling: 1 pakki hrísgrjón (soðin) Ég nota tvo poka
3-4 msk. majones
skorin skinka (ca ½-1 pakki)
kurlaður ananas
Top Chop krydd (þar sem það fæst ekki í dag þá hef ég notað Hlöllabáta kryddið
Allt hrært saman og sett inní rúllutertubrauðið, eggjahvítufroðunni er síðan smurt á og brauðið síðan sett inn í ofn í 180°c í 15-20 mínútur.
Þar sem Top Chop kryddið frá McCormick er hvergi fáanlegt lengur þá mæli ég með að nota Seson All alhliða kryddið eða prufa sig áfram og nota aðrar kryddblöndur eftir smekk.

Bakað í ofni í 180°c þar til gullinbrúnt
Ég prufaði að nota Hlöllabáta kryddið og það koma mjög vel út, kryddaði bæði í blönduna sem var inni í rúllutertuna og einnig í eggjahvítublönduna ofan á.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 18, 2025
Hangikjöts skonsubrauðterta!
Frumraun mín í skonsubrautertu gerð sem heppnaðist bara furðuvel og allir voru glaðir með sem fengu að smakka hana. Maður lærði þó eitt og annað sem hafa þarf í huga eins og stærð pönnunnar, því mér fannst blessuð pönnukökupannan allt of lítið og fór því mínar eigin leiðir. Gaman væri að vita hvernig pönnu þið notið í ykkar bakstri.
June 28, 2025
Rækjuréttur kaldur!
Þegar brauðtertu brauðið molnar allt niður þá sér maður nú við því og skellir bara í brauðtertu rétt í fati og skreytir.
February 15, 2025 2 Athugasemdir
Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.