Laxabrauðterta

August 28, 2020

Laxabrauðterta

Laxabrauðterta
Brauðtertu eru æði að mínu mati og þær eru svo fallegar líka á veisluborðinu með öllu hinu og svo er líka svo gaman að sjá mismunandi skreyttar brauðtertur en útlitið er bara partur af tertunni, það er svo sannarlega innihaldið sem skiptir líka máli.

1½ samlokubrauð langskorið
1½ kg reyktur lax (skorinn í kurl)
½ kg reyktur lax í sneiðum
10-15 harðsoðin egg (söxuð smátt)
750-1000 g majónes
1 dós sýrður rjómi
½ dós af aspas (saxa smátt og þerra vel)

Blandið saman laxakurli og aspas, eggjum, 750 g af majónesi og sýrðum rjóma. Raðið tveimur brauðsneiðum hlið við hlið og smyrjið brauðið með blöndunni. Leggið svo næsta lag af brauði ofan á og smyrjið með laxablöndunni. Allt í allt verður brauðtertan fimm hæðir með fjórum lögum af salati.

Smyrjið brauðtertuna á öllum hliðum með þunnu lagi af majónesinu sem eftir er og passið að hylja tertuna alveg, annars þornar brauðið. Þekið hana svo með laxasneiðunum en brauðtertan er svo skreytt eftir smekk hvers og eins.

Þessa dásamlega fallegu brauðtertu bjó hún Brynja vinkona mín til og skreytti að sinni alkunnu snilld og ég myndaði svo.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Humar brauðterta!
Humar brauðterta!

November 23, 2024

Humar brauðterta!
Ég stóðst ekki freistinguna á að spyrja hvort ég fengi leyfi til að birta þessa uppskrift þegar ég sá hana, fékk góðfúslegt leyfi og ég að sjáfsögðu skellti mér svo í að gera hana og bjóða upp á í sunnudagskaffi hjá mér. Ég og gestirnir mínir gefa henni súpergóð meðmæli líka. Kettirnir fengu ekki smakk...:)

Halda áfram að lesa

Roastbeef brauðterta!
Roastbeef brauðterta!

November 13, 2024

Roastbeef brauðterta!
Ein af okkar uppáhalds brauðtertum er klárlega roastbeef brauðtertan. Þessa bjó ég til fyrir afmæli föður míns og ég keypti niðursneitt roastbeef hjá Kjöthöllinni sem var alveg æðislega gott, mæli með.

Halda áfram að lesa

Laxabrauðréttur
Laxabrauðréttur

November 01, 2024 2 Athugasemdir

Laxabrauðréttur
Einn af þessum réttum sem ég hef ætlað að gera í langan tíma. 
Virkilega góður kaldur réttur sem ég reyndar útfærði á minn hátt með því að setja í hann Svövu sinnepið og setja hann í smjördeigshring sem ég keypti að þessu sinni af Hérastubbs bakaranum frá Grindavík. 

Halda áfram að lesa