Laxabrauðterta

August 28, 2020

Laxabrauðterta

Laxabrauðterta
Brauðtertu eru æði að mínu mati og þær eru svo fallegar líka á veisluborðinu með öllu hinu og svo er líka svo gaman að sjá mismunandi skreyttar brauðtertur en útlitið er bara partur af tertunni, það er svo sannarlega innihaldið sem skiptir líka máli.

1½ samlokubrauð langskorið
1½ kg reyktur lax (skorinn í kurl)
½ kg reyktur lax í sneiðum
10-15 harðsoðin egg (söxuð smátt)
750-1000 g majónes
1 dós sýrður rjómi
½ dós af aspas (saxa smátt og þerra vel)

Blandið saman laxakurli og aspas, eggjum, 750 g af majónesi og sýrðum rjóma. Raðið tveimur brauðsneiðum hlið við hlið og smyrjið brauðið með blöndunni. Leggið svo næsta lag af brauði ofan á og smyrjið með laxablöndunni. Allt í allt verður brauðtertan fimm hæðir með fjórum lögum af salati.

Smyrjið brauðtertuna á öllum hliðum með þunnu lagi af majónesinu sem eftir er og passið að hylja tertuna alveg, annars þornar brauðið. Þekið hana svo með laxasneiðunum en brauðtertan er svo skreytt eftir smekk hvers og eins.

Þessa dásamlega fallegu brauðtertu bjó hún Brynja vinkona mín til og skreytti að sinni alkunnu snilld og ég myndaði svo.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Langbrauð með bökuðum!
Langbrauð með bökuðum!

September 14, 2024

Langbrauð með blönduðum baunum!
Fyllt brauð með blönduðum baunum frá Heinz, egg og ostur yfir, þvílíka snilldin og gaman að bera fram svona spari.

Halda áfram að lesa

Ferskur rækjuréttur kaldur
Ferskur rækjuréttur kaldur

July 21, 2024

Ferskur rækjuréttur kaldur
Þessi er einstaklega góður og ferskur. Bjó hann loksins til og bauð fjölskyldunni í kaffi. Flottur á veisluborðið, saumaklúbbinn og einfalt að útbúa hann og skella í ísskápinn t.d. deginum áður.

Halda áfram að lesa

Brauðterta með túnfisk
Brauðterta með túnfisk

June 19, 2024

Brauðterta með túnfisk
Ég ákvað að nýta afganginn af brauðtertu brauðinu af Mills brauðtertunni og skellti í eina létta og ljúfa túnfiskbrauðtertu. Hæglega er hægt að stækka innihaldið sem upp er gefið um helming og gera eina stóra.

Halda áfram að lesa