Laxabrauðterta

August 28, 2020

Laxabrauðterta

Laxabrauðterta
Brauðtertu eru æði að mínu mati og þær eru svo fallegar líka á veisluborðinu með öllu hinu og svo er líka svo gaman að sjá mismunandi skreyttar brauðtertur en útlitið er bara partur af tertunni, það er svo sannarlega innihaldið sem skiptir líka máli.

1½ samlokubrauð langskorið
1½ kg reyktur lax (skorinn í kurl)
½ kg reyktur lax í sneiðum
10-15 harðsoðin egg (söxuð smátt)
750-1000 g majónes
1 dós sýrður rjómi
½ dós af aspas (saxa smátt og þerra vel)

Blandið saman laxakurli og aspas, eggjum, 750 g af majónesi og sýrðum rjóma. Raðið tveimur brauðsneiðum hlið við hlið og smyrjið brauðið með blöndunni. Leggið svo næsta lag af brauði ofan á og smyrjið með laxablöndunni. Allt í allt verður brauðtertan fimm hæðir með fjórum lögum af salati.

Smyrjið brauðtertuna á öllum hliðum með þunnu lagi af majónesinu sem eftir er og passið að hylja tertuna alveg, annars þornar brauðið. Þekið hana svo með laxasneiðunum en brauðtertan er svo skreytt eftir smekk hvers og eins.

Þessa dásamlega fallegu brauðtertu bjó hún Brynja vinkona mín til og skreytti að sinni alkunnu snilld og ég myndaði svo.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók





Einnig í Brauðréttir

Heitt rúllutertubrauð
Heitt rúllutertubrauð

February 26, 2023

Heitt rúllubrauð
Eitt af þessum sívinsælu heitu rúllutertubrauðum sem eru einföld og góð. 
Borga sig að gera strax 2 stk því þau klárast strax.

Halda áfram að lesa

Freisting sælkerans
Freisting sælkerans

January 23, 2023

Freisting sælkerans með osta og paprikublæ
Er uppskrift sem var afar vinsæl fyrir um ca.25-26. árum síðan og passar vel við nafnið á klúbbnum mínum í dag.

Halda áfram að lesa

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Súrdeigsbrauð í hollustu stíl

December 12, 2022

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Ég hef verið að leika mér smá/mikið með að setja allsskonar álegg ofan á súrdeigs brauð, svona aðeins að vera í hollari kantinum og hafa tilbreytinguna og gleðina í því 

Halda áfram að lesa