Heitur réttur Dísu

November 11, 2023

Heitur réttur Dísu

Heitur réttur Dísu
Þennan dásamlega rétt fékk ég hjá vinkonu minni á afmælisdeginum hennar ásamt ýmsum öðrum ljúffengum heitum réttum.

Poki af rækjum 500 gr
500 gr lax
Brokkolí, 1 haus
Parmesan 150 gr ca
Matreiðslurjóma 1 1/2 rjómi
Sýrður rjómi, 1 dós 10 %
Raspað hýði af sítrónu og sítrónusafi
Dill, eftir smekk
Hvítlauk eða hvítlauks salt, eftir smekk. Smakkið til.

Steikið fiskinn, kryddið hann með sítrónupipar. Steikið rækjurnar létt.
Blandið þessu saman. Hellið rjómanum og sýrða yfir og leysið fiskinn í sundur.
Bætið svo við parmesan ostinum og brokkolí.
Allt sett í eldfast mót og parmesan ost stráð yfir.

Hitið í ofni í um það bil 25-30 mínútur á 180 gr



Uppskrift frá Dísu
Myndir Ingunn Mjöll

Njótið & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

 




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Hangikjöts skonsubrauðterta!
Hangikjöts skonsubrauðterta!

October 18, 2025

Hangikjöts skonsubrauðterta!
Frumraun mín í skonsubrautertu gerð sem heppnaðist bara furðuvel og allir voru glaðir með sem fengu að smakka hana. Maður lærði þó eitt og annað sem hafa þarf í huga eins og stærð pönnunnar, því mér fannst blessuð pönnukökupannan allt of lítið og fór því mínar eigin leiðir. Gaman væri að vita hvernig pönnu þið notið í ykkar bakstri.

Halda áfram að lesa

Rækjuréttur kaldur!
Rækjuréttur kaldur!

June 28, 2025

Rækjuréttur kaldur!
Þegar brauðtertu brauðið molnar allt niður þá sér maður nú við því og skellir bara í brauðtertu rétt í fati og skreytir.

Halda áfram að lesa

Beikon brauðterta heit!
Beikon brauðterta heit!

February 15, 2025 2 Athugasemdir

Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.

Halda áfram að lesa