Heitur réttur Dísu

November 11, 2023

Heitur réttur Dísu

Heitur réttur Dísu
Þennan dásamlega rétt fékk ég hjá vinkonu minni á afmælisdeginum hennar ásamt ýmsum öðrum ljúffengum heitum réttum.

Poki af rækjum 500 gr
500 gr lax
Brokkolí, 1 haus
Parmesan 150 gr ca
Matreiðslurjóma 1 1/2 rjómi
Sýrður rjómi, 1 dós 10 %
Raspað hýði af sítrónu og sítrónusafi
Dill, eftir smekk
Hvítlauk eða hvítlauks salt, eftir smekk. Smakkið til.

Steikið fiskinn, kryddið hann með sítrónupipar. Steikið rækjurnar létt.
Blandið þessu saman. Hellið rjómanum og sýrða yfir og leysið fiskinn í sundur.
Bætið svo við parmesan ostinum og brokkolí.
Allt sett í eldfast mót og parmesan ost stráð yfir.

Hitið í ofni í um það bil 25-30 mínútur á 180 gr



Uppskrift frá Dísu
Myndir Ingunn Mjöll

Njótið & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

 




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Ferskur rækjuréttur kaldur
Ferskur rækjuréttur kaldur

July 21, 2024

Ferskur rækjuréttur kaldur
Þessi er einstaklega góður og ferskur. Bjó hann loksins til og bauð fjölskyldunni í kaffi. Flottur á veisluborðið, saumaklúbbinn og einfalt að útbúa hann og skella í ísskápinn t.d. deginum áður.

Halda áfram að lesa

Brauðterta með túnfisk
Brauðterta með túnfisk

June 19, 2024

Brauðterta með túnfisk
Ég ákvað að nýta afganginn af brauðtertu brauðinu af Mills brauðtertunni og skellti í eina létta og ljúfa túnfiskbrauðtertu. Hæglega er hægt að stækka innihaldið sem upp er gefið um helming og gera eina stóra.

Halda áfram að lesa

Brauðterta með Mills-kavíar
Brauðterta með Mills-kavíar

June 08, 2024

Brauðterta með Mills-kavíar
Þessi er öðruvísi en allar aðrar sem ég hef gert, þá meina ég þessar hefðbundnu en hún kom skemmtilega á óvart og var mjög góð og fékk góð meðmæli.

Halda áfram að lesa