February 26, 2023
Heitt rúllutertubrauð með skinku og aspas
Eitt af þessum sívinsælu heitu rúllutertubrauðum sem eru einföld og góð.
Borga sig að gera strax 2 stk því þau klárast strax.
1 rúllutertubrauð
1 dós sveppaostur
½ dós aspas
250 gr skinka
2 eggjahvítur þeyttar
2 msk majones
rifinn ostur
Velgið sveppaostinn og þynnið með aspassafanum, kælið blönduna.
Skerið skinku og aspas í bita og blandið saman við ostinn.
Smyrjið blöndunni á rúllutertubrauðið og rúllið því upp,
látið samskeytin snúa niður, smyrjið þeyttu eggjahvítunni yfir
og bakið brauðið í 15 mín við 180°1C.
Njótið & deilið að vild.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 23, 2024
November 13, 2024
November 01, 2024 2 Athugasemdir