Heitt rúllutertubrauð

February 26, 2023

Heitt rúllutertubrauð

Heitt rúllutertubrauð með skinku og aspas
Eitt af þessum sívinsælu heitu rúllutertubrauðum sem eru einföld og góð. 
Borga sig að gera strax 2 stk því þau klárast strax.

1 rúllutertubrauð
1 dós sveppaostur
½ dós aspas
250 gr skinka
2 eggjahvítur þeyttar
2 msk majones
rifinn ostur


Velgið sveppaostinn og þynnið með 
aspassafanum, kælið blönduna.

Skerið skinku og aspas í bita og blandið saman við ostinn.

Smyrjið blöndunni á rúllutertubrauðið og rúllið því upp,

látið samskeytin snúa niður, smyrjið þeyttu eggjahvítunni yfir
og bakið brauðið í 15 mín við 180°1C.

Njótið & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Brauðhringur með rækjum!
Brauðhringur með rækjum!

October 19, 2024

Brauðhringur með rækjum
Gamli góði smjördeigs brauðhringurinn sem margir muna eftir er hérna kominn eins og ég gerði hann hérna á árum áður fyrir fjölskylduna. Hérna var sunnudagskaffiveisla og allir sáttir.

Halda áfram að lesa

Langbrauð með bökuðum!
Langbrauð með bökuðum!

September 14, 2024

Langbrauð með blönduðum baunum!
Fyllt brauð með blönduðum baunum frá Heinz, egg og ostur yfir, þvílíka snilldin og gaman að bera fram svona spari.

Halda áfram að lesa

Ferskur rækjuréttur kaldur
Ferskur rækjuréttur kaldur

July 21, 2024

Ferskur rækjuréttur kaldur
Þessi er einstaklega góður og ferskur. Bjó hann loksins til og bauð fjölskyldunni í kaffi. Flottur á veisluborðið, saumaklúbbinn og einfalt að útbúa hann og skella í ísskápinn t.d. deginum áður.

Halda áfram að lesa