Heitt rúllutertubrauð

February 26, 2023

Heitt rúllutertubrauð

Heitt rúllutertubrauð með skinku og aspas
Eitt af þessum sívinsælu heitu rúllutertubrauðum sem eru einföld og góð. 
Borga sig að gera strax 2 stk því þau klárast strax.

1 rúllutertubrauð
1 dós sveppaostur
½ dós aspas
250 gr skinka
2 eggjahvítur þeyttar
2 msk majones
rifinn ostur


Velgið sveppaostinn og þynnið með 
aspassafanum, kælið blönduna.

Skerið skinku og aspas í bita og blandið saman við ostinn.

Smyrjið blöndunni á rúllutertubrauðið og rúllið því upp,

látið samskeytin snúa niður, smyrjið þeyttu eggjahvítunni yfir
og bakið brauðið í 15 mín við 180°1C.

Njótið & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Rækjuréttur kaldur!
Rækjuréttur kaldur!

June 28, 2025

Rækjuréttur kaldur!
Þegar brauðtertu brauðið molnar allt niður þá sér maður nú við því og skellir bara í brauðtertu rétt í fati og skreytir.

Halda áfram að lesa

Beikon brauðterta heit!
Beikon brauðterta heit!

February 15, 2025

Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.

Halda áfram að lesa

Humar brauðterta!
Humar brauðterta!

November 23, 2024 2 Athugasemdir

Humar brauðterta!
Ég stóðst ekki freistinguna á að spyrja hvort ég fengi leyfi til að birta þessa uppskrift þegar ég sá hana, fékk góðfúslegt leyfi og ég að sjáfsögðu skellti mér svo í að gera hana og bjóða upp á í sunnudagskaffi hjá mér. Ég og gestirnir mínir gefa henni súpergóð meðmæli líka. Kettirnir fengu ekki smakk...:)

Halda áfram að lesa