December 14, 2020
Heit rúllubrauðterta
Hún kom skemmtilega á óvarts þessi samsetning en aldrei hefði mér dottið í hug að nota Vogaídýfu t.d. en nú mun maður prufa fleirri útgáfur síðar meir.
Efni:
1 stk rúllutertubrauð
1/2 dós vogaídýfa m/kryddblöndu
1/2 dós aspas
5-7 sneiðar smátt skorin skinka
1/4 dós ananas, smátt skorin
1 dós sveppaostur smátt skornir sveppir e smekk
Season all krydd e smekk eða annað krydd
MeðhöndlunSléttið úr rúllutertubrauðinu. Vogídýfu, sveppaosti og safa af aspas er blandað saman.
Aspas, skinku, ananas og sveppum bætt út í blönduna ásamt kryddi.
Öllu þessu er raðað ofan á brauðið, að sjálfsögðu er svo brauðinu rúllað aftur saman.
Bakast við 225 gráður C þar til osturinn er bráðnaður og hefur fengið fallegan gullbrúnan lit.
Uppskrift frá Gulla
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
February 26, 2023
January 23, 2023
December 12, 2022