Heit rúllubrauðterta

December 14, 2020

Heit rúllubrauðterta

Heit rúllubrauðterta
Hún kom skemmtilega á óvarts þessi samsetning en aldrei hefði mér dottið í hug að nota Vogaídýfu t.d. en nú mun maður prufa fleirri útgáfur síðar meir.

       

Efni:

1 stk rúllutertubrauð
1/2 dós vogaídýfa m/kryddblöndu
1/2 dós aspas
5-7 sneiðar smátt skorin skinka
1/4 dós ananas, smátt skorin
1 dós sveppaostur smátt skornir sveppir e smekk
Season all krydd e smekk eða annað krydd

MeðhöndlunSléttið úr rúllutertubrauðinu. Vogídýfu, sveppaosti og safa af aspas er blandað saman.
Aspas, skinku, ananas og sveppum bætt út í blönduna ásamt kryddi.
Öllu þessu er raðað ofan á brauðið, að sjálfsögðu er svo brauðinu rúllað aftur saman.
Bakast við 225 gráður C þar til osturinn er bráðnaður og hefur fengið fallegan gullbrúnan lit.

Uppskrift frá Gulla

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók





Einnig í Brauðréttir

Heitt rúllutertubrauð
Heitt rúllutertubrauð

February 26, 2023

Heitt rúllubrauð
Eitt af þessum sívinsælu heitu rúllutertubrauðum sem eru einföld og góð. 
Borga sig að gera strax 2 stk því þau klárast strax.

Halda áfram að lesa

Freisting sælkerans
Freisting sælkerans

January 23, 2023

Freisting sælkerans með osta og paprikublæ
Er uppskrift sem var afar vinsæl fyrir um ca.25-26. árum síðan og passar vel við nafnið á klúbbnum mínum í dag.

Halda áfram að lesa

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Súrdeigsbrauð í hollustu stíl

December 12, 2022

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Ég hef verið að leika mér smá/mikið með að setja allsskonar álegg ofan á súrdeigs brauð, svona aðeins að vera í hollari kantinum og hafa tilbreytinguna og gleðina í því 

Halda áfram að lesa