Heit rúllubrauðterta

December 14, 2020

Heit rúllubrauðterta

Heit rúllubrauðterta
Hún kom skemmtilega á óvart þessi samsetning en aldrei hefði mér dottið í hug að nota Vogaídýfu t.d. en nú mun maður prufa fleirri útgáfur síðar meir.

       

Efni:

1 stk rúllutertubrauð
1/2 dós vogaídýfa m/kryddblöndu
1/2 dós aspas
5-7 sneiðar smátt skorin skinka
1/4 dós ananas, smátt skorin
1 dós sveppaostur smátt skornir sveppir e smekk
Season all krydd e smekk eða annað krydd

MeðhöndlunSléttið úr rúllutertubrauðinu. Vogídýfu, sveppaosti og safa af aspas er blandað saman.
Aspas, skinku, ananas og sveppum bætt út í blönduna ásamt kryddi.
Öllu þessu er raðað ofan á brauðið, að sjálfsögðu er svo brauðinu rúllað aftur saman.
Bakast við 225 gráður C þar til osturinn er bráðnaður og hefur fengið fallegan gullbrúnan lit.

Uppskrift frá Gulla

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Hangikjöts skonsubrauðterta!
Hangikjöts skonsubrauðterta!

October 18, 2025

Hangikjöts skonsubrauðterta!
Frumraun mín í skonsubrautertu gerð sem heppnaðist bara furðuvel og allir voru glaðir með sem fengu að smakka hana. Maður lærði þó eitt og annað sem hafa þarf í huga eins og stærð pönnunnar, því mér fannst blessuð pönnukökupannan allt of lítið og fór því mínar eigin leiðir. Gaman væri að vita hvernig pönnu þið notið í ykkar bakstri.

Halda áfram að lesa

Rækjuréttur kaldur!
Rækjuréttur kaldur!

June 28, 2025

Rækjuréttur kaldur!
Þegar brauðtertu brauðið molnar allt niður þá sér maður nú við því og skellir bara í brauðtertu rétt í fati og skreytir.

Halda áfram að lesa

Beikon brauðterta heit!
Beikon brauðterta heit!

February 15, 2025 2 Athugasemdir

Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.

Halda áfram að lesa