Heit rúllubrauðterta

December 14, 2020

Heit rúllubrauðterta

Heit rúllubrauðterta
Hún kom skemmtilega á óvart þessi samsetning en aldrei hefði mér dottið í hug að nota Vogaídýfu t.d. en nú mun maður prufa fleirri útgáfur síðar meir.

       

Efni:

1 stk rúllutertubrauð
1/2 dós vogaídýfa m/kryddblöndu
1/2 dós aspas
5-7 sneiðar smátt skorin skinka
1/4 dós ananas, smátt skorin
1 dós sveppaostur smátt skornir sveppir e smekk
Season all krydd e smekk eða annað krydd

MeðhöndlunSléttið úr rúllutertubrauðinu. Vogídýfu, sveppaosti og safa af aspas er blandað saman.
Aspas, skinku, ananas og sveppum bætt út í blönduna ásamt kryddi.
Öllu þessu er raðað ofan á brauðið, að sjálfsögðu er svo brauðinu rúllað aftur saman.
Bakast við 225 gráður C þar til osturinn er bráðnaður og hefur fengið fallegan gullbrúnan lit.

Uppskrift frá Gulla

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Brauðhringur með rækjum!
Brauðhringur með rækjum!

October 19, 2024

Brauðhringur með rækjum
Gamli góði smjördeigs brauðhringurinn sem margir muna eftir er hérna kominn eins og ég gerði hann hérna á árum áður fyrir fjölskylduna. Hérna var sunnudagskaffiveisla og allir sáttir.

Halda áfram að lesa

Langbrauð með bökuðum!
Langbrauð með bökuðum!

September 14, 2024

Langbrauð með blönduðum baunum!
Fyllt brauð með blönduðum baunum frá Heinz, egg og ostur yfir, þvílíka snilldin og gaman að bera fram svona spari.

Halda áfram að lesa

Ferskur rækjuréttur kaldur
Ferskur rækjuréttur kaldur

July 21, 2024

Ferskur rækjuréttur kaldur
Þessi er einstaklega góður og ferskur. Bjó hann loksins til og bauð fjölskyldunni í kaffi. Flottur á veisluborðið, saumaklúbbinn og einfalt að útbúa hann og skella í ísskápinn t.d. deginum áður.

Halda áfram að lesa