Freisting sælkerans

January 23, 2023

Freisting sælkerans

Freisting sælkerans með osta og paprikublæ
Er uppskrift sem var afar vinsæl fyrir um ca.25-26. árum síðan og passar vel við nafnið á klúbbnum mínum í dag.

En það var ansi skemmtilegur uppskriftarklúbbur sem Vaka-Helgafell var með á þeim árum og fékk maður sendar nokkrar uppskriftir á mánuði og fréttarit og svo möppu til að geyma í öðru hverju en þetta á ég til ennþá en uppskriftina var ég oft með í saumaklúbbum á árum áður en hef ekki gert hana lengi svo nú skellti ég í eina "freistingu" og myndaði hana í leiðinni. Mannst þú eftir þessu klúbb ? 

6 franskbrauðsneiðar
1 camambert-ostur
2 ½ dl rjómi
6 skinkusneiðar
1 litil græn paprika og 1 rauð
Stillið bakarofninn á 175-200°c

Bræðið ostinn í rjómanum varlega

Skerið skorpuna af brauðinu og raðið þeim í eldfast mót.
Brytjið ostinn og bræðið.
Hellið rjomanum saman við í smáskömmtum.
Brytjið skinku og papriku frekar smátt.
Hellið ostablöndunni yfir brauðið og stráið skinku og paprikubitum yfir.
Bakið í heitum ofni þar til rétturinn er rétt farinn að taka lit eða í ca 15 mín á 180 gráðum.

Mér fannst gott að brytja brauðið niður í smá teninga

Skinka og paprika brytjað niður og sett yfir brauðið og blönduna af rjómanum og ostinum, ég myndi persónulega hafa meira af rjómanum heldur en gefið er upp til að rétturinn verði aðeins blautari.

Berið fram með rifsberjahlaupi. 

 

Deilið með gleði

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Beikon brauðterta heit!
Beikon brauðterta heit!

February 15, 2025

Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.

Halda áfram að lesa

Humar brauðterta!
Humar brauðterta!

November 23, 2024

Humar brauðterta!
Ég stóðst ekki freistinguna á að spyrja hvort ég fengi leyfi til að birta þessa uppskrift þegar ég sá hana, fékk góðfúslegt leyfi og ég að sjáfsögðu skellti mér svo í að gera hana og bjóða upp á í sunnudagskaffi hjá mér. Ég og gestirnir mínir gefa henni súpergóð meðmæli líka. Kettirnir fengu ekki smakk...:)

Halda áfram að lesa

Roastbeef brauðterta!
Roastbeef brauðterta!

November 13, 2024

Roastbeef brauðterta!
Ein af okkar uppáhalds brauðtertum er klárlega roastbeef brauðtertan. Þessa bjó ég til fyrir afmæli föður míns og ég keypti niðursneitt roastbeef hjá Kjöthöllinni sem var alveg æðislega gott, mæli með.

Halda áfram að lesa