Freisting sælkerans

January 23, 2023

Freisting sælkerans

Freisting sælkerans með osta og paprikublæ
Er uppskrift sem var afar vinsæl fyrir um ca.25-26. árum síðan og passar vel við nafnið á klúbbnum mínum í dag.

En það var ansi skemmtilegur uppskriftarklúbbur sem Vaka-Helgafell var með á þeim árum og fékk maður sendar nokkrar uppskriftir á mánuði og fréttarit og svo möppu til að geyma í öðru hverju en þetta á ég til ennþá en uppskriftina var ég oft með í saumaklúbbum á árum áður en hef ekki gert hana lengi svo nú skellti ég í eina "freistingu" og myndaði hana í leiðinni. Mannst þú eftir þessu klúbb ? 

6 franskbrauðsneiðar
1 camambert-ostur
2 ½ dl rjómi
6 skinkusneiðar
1 litil græn paprika og 1 rauð
Stillið bakarofninn á 175-200°c

Bræðið ostinn í rjómanum varlega

Skerið skorpuna af brauðinu og raðið þeim í eldfast mót.
Brytjið ostinn og bræðið.
Hellið rjomanum saman við í smáskömmtum.
Brytjið skinku og papriku frekar smátt.
Hellið ostablöndunni yfir brauðið og stráið skinku og paprikubitum yfir.
Bakið í heitum ofni þar til rétturinn er rétt farinn að taka lit eða í ca 15 mín á 180 gráðum.

Mér fannst gott að brytja brauðið niður í smá teninga

Skinka og paprika brytjað niður og sett yfir brauðið og blönduna af rjómanum og ostinum, ég myndi persónulega hafa meira af rjómanum heldur en gefið er upp til að rétturinn verði aðeins blautari.

Berið fram með rifsberjahlaupi. 

 

Deilið með gleði

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók





Einnig í Brauðréttir

Heitt rúllutertubrauð
Heitt rúllutertubrauð

February 26, 2023

Heitt rúllubrauð
Eitt af þessum sívinsælu heitu rúllutertubrauðum sem eru einföld og góð. 
Borga sig að gera strax 2 stk því þau klárast strax.

Halda áfram að lesa

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Súrdeigsbrauð í hollustu stíl

December 12, 2022

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Ég hef verið að leika mér smá/mikið með að setja allsskonar álegg ofan á súrdeigs brauð, svona aðeins að vera í hollari kantinum og hafa tilbreytinguna og gleðina í því 

Halda áfram að lesa

Brauð & álegg!
Brauð & álegg!

November 13, 2022

Brauð & álegg!
Fyrir langa langa löngu voru kannski ekki ýkja margar tegundir af áleggi til, né brauði en annað er upp á teninginn í dag því maður hefur varla tölu yfir allar þær tegundir sem til eru af hvoru tveggja. 

Halda áfram að lesa