Ferskur rækjubrauðréttur

November 08, 2020

Ferskur rækjubrauðréttur

Ferskur rækjubrauðréttur
Það er svo dásamlegt að fá sendar svona gourme uppskriftir en það var hún Ingibjörg Bryndís Árnadóttir sem sendi okkur þessa flottu uppskrift af rækjubrauðrétt, hjartans þakkir.

Ca. 1/2 skorpulaust franskbrauð
100 gr.rúmlega sýrður rjómi
100 gr.rúmlega myones
Rauð paprika
Ananasbitar
Vínber
ca. 3-4 msk.safi af ananasinum
smásletta af sinnepi og hunangi , (má sleppa )
Aromat krydd

Rækjur og rauð paprika brytjuð niður.
Vínber rauð og græn helminguð, Dill. Franskbrauðið er rifið niður í form,sýrður rjómi ásamt myonesi,ananassafa,aromat,sinnep og hunangi blandað saman og dreift yfir franskbrauðið. Þá eru rækjunum, paprikunni, vínberjum og ananasbitum dreyft vel yfir. Gott er að kæla það aðeins áður en það er borið fram, jafnvel gott að búa það til kvöldinu áður.

Uppskrift og mynd frá Ingibjörgu

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Langbrauð með bökuðum!
Langbrauð með bökuðum!

September 14, 2024

Langbrauð með blönduðum baunum!
Fyllt brauð með blönduðum baunum frá Heinz, egg og ostur yfir, þvílíka snilldin og gaman að bera fram svona spari.

Halda áfram að lesa

Ferskur rækjuréttur kaldur
Ferskur rækjuréttur kaldur

July 21, 2024

Ferskur rækjuréttur kaldur
Þessi er einstaklega góður og ferskur. Bjó hann loksins til og bauð fjölskyldunni í kaffi. Flottur á veisluborðið, saumaklúbbinn og einfalt að útbúa hann og skella í ísskápinn t.d. deginum áður.

Halda áfram að lesa

Brauðterta með túnfisk
Brauðterta með túnfisk

June 19, 2024

Brauðterta með túnfisk
Ég ákvað að nýta afganginn af brauðtertu brauðinu af Mills brauðtertunni og skellti í eina létta og ljúfa túnfiskbrauðtertu. Hæglega er hægt að stækka innihaldið sem upp er gefið um helming og gera eina stóra.

Halda áfram að lesa