June 15, 2020
Campell's brauðréttur
Þessi gamli góði, hver man ekki eftir honum.
Ég fékk reyndar ekki Campell‘s Ham/Cheese svo ég notaði í staðinn Aspassúpuna og bætti út í eins og 1.dl af mjólk til að þynna aðeins blönduna en rétturinn var afar bragðgóður og hitti alveg í mark hjá mínum gestum.
Fyrir 4
4-6 brauðsneiðar
6-8 sneiðar af beikoni
1 laukur
100 gr. Ferskir sveppir
1 litil dós ananaskurl
½ tsk paprikuduft
1 dós campell‘s Ham/Cheese
2 dl rifinn óðalsostur
Smyrjið eldfast mót og raðið brauðinu á botninn.
Steikið beikonið, laukinn og sveppina.
Dreifið ananaskurlinu yfir brauðið.
Stráið paprikudufti yfir.
Blandið saman súpunni, beikoninu, lauknum og sveppunum og hellið yfir og bakið í 15-20 mín við 180°c.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 23, 2024
November 13, 2024
November 01, 2024 2 Athugasemdir