Campell's brauðréttur

June 15, 2020

Campell's brauðréttur

Campell's brauðréttur
Þessi gamli góði, hver man ekki eftir honum.
Ég fékk reyndar ekki Campell‘s Ham/Cheese svo ég notaði í staðinn Aspassúpuna og bætti út í eins og 1.dl af mjólk til að þynna aðeins blönduna en rétturinn var afar bragðgóður og hitti alveg í mark hjá mínum gestum.

Fyrir 4

4-6 brauðsneiðar
6-8 sneiðar af beikoni
1 laukur
100 gr. Ferskir sveppir
1 litil dós ananaskurl
½ tsk paprikuduft
1 dós campell‘s Ham/Cheese
2 dl rifinn óðalsostur

Smyrjið eldfast mót og raðið brauðinu á botninn.
Steikið beikonið, laukinn og sveppina.
Dreifið ananaskurlinu yfir brauðið.
Stráið paprikudufti yfir.

Blandið saman súpunni, beikoninu, lauknum og sveppunum og hellið yfir og bakið í 15-20 mín við 180°c. 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Hangikjöts skonsubrauðterta!
Hangikjöts skonsubrauðterta!

October 18, 2025

Hangikjöts skonsubrauðterta!
Frumraun mín í skonsubrautertu gerð sem heppnaðist bara furðuvel og allir voru glaðir með sem fengu að smakka hana. Maður lærði þó eitt og annað sem hafa þarf í huga eins og stærð pönnunnar, því mér fannst blessuð pönnukökupannan allt of lítið og fór því mínar eigin leiðir. Gaman væri að vita hvernig pönnu þið notið í ykkar bakstri.

Halda áfram að lesa

Rækjuréttur kaldur!
Rækjuréttur kaldur!

June 28, 2025

Rækjuréttur kaldur!
Þegar brauðtertu brauðið molnar allt niður þá sér maður nú við því og skellir bara í brauðtertu rétt í fati og skreytir.

Halda áfram að lesa

Beikon brauðterta heit!
Beikon brauðterta heit!

February 15, 2025 2 Athugasemdir

Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.

Halda áfram að lesa