June 15, 2020
Campell's brauðréttur
Þessi gamli góði, hver man ekki eftir honum.
Ég fékk reyndar ekki Campell‘s Ham/Cheese svo ég notaði í staðinn Aspassúpuna og bætti út í eins og 1.dl af mjólk til að þynna aðeins blönduna en rétturinn var afar bragðgóður og hitti alveg í mark hjá mínum gestum.
Fyrir 4
4-6 brauðsneiðar
6-8 sneiðar af beikoni
1 laukur
100 gr. Ferskir sveppir
1 litil dós ananaskurl
½ tsk paprikuduft
1 dós campell‘s Ham/Cheese
2 dl rifinn óðalsostur
Smyrjið eldfast mót og raðið brauðinu á botninn.
Steikið beikonið, laukinn og sveppina.
Dreifið ananaskurlinu yfir brauðið.
Stráið paprikudufti yfir.
Blandið saman súpunni, beikoninu, lauknum og sveppunum og hellið yfir og bakið í 15-20 mín við 180°c.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
February 15, 2025
Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.
November 23, 2024
November 13, 2024