Brauðtertur með rækjusalati

April 03, 2022

Brauðtertur með rækjusalati

Brauðtertur með rækjusalati
Gerði tvær brauðtertur með rækju fyrir afmæli um daginn og ákvað að hafa þær í þetta sinn á breiddina en ekki hæðina eins og svo oft áður.

2. brauðterturbrauð
3. dósir af majonesi 500 ml
1. kíló af rækjum 
10. egg
Seson All 
Gúrku
Tómata
Sítrónu/r
Annað til skreytingar ef vill
          
Skerið skorpuna af brauðinu ef það er ekki skorpulaust (snilld að frysta að nota svo í brauðrasp eða gefa öndunum). Sjóðið eggin. Setjið majones í stóra skál og hrærið vel, bætið svo útí rækjunum sem búnar eru að þyðna vel (gott er að skera þær aðeins niður smærra). Bætið svo eggjunum saman við og kryddi svo með Seson All eftir smekk. Í brauðtertu pökkunum eru brauðin 7 svo að önnur tertan verður þriggja laga og hin fjögurra laga. Raðið þeim á stóran bakka og setjið salatið á lag fyrir lag. Pakkið þeim svo inn í plast og látið þær inn í ísskáp yfir nóttina og skreytið þær daginn eftir. 
          
Skreytið að vild og notið ykkar eigið hugmyndaflug.
Ég skreytti þessar sjálf, er enginn skreytingameistari en hafði gaman af, er miklu betri í að mynda þær svo ;)



Deilið með gleði....

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók





Einnig í Brauðréttir

Heitt rúllutertubrauð
Heitt rúllutertubrauð

February 26, 2023

Heitt rúllubrauð
Eitt af þessum sívinsælu heitu rúllutertubrauðum sem eru einföld og góð. 
Borga sig að gera strax 2 stk því þau klárast strax.

Halda áfram að lesa

Freisting sælkerans
Freisting sælkerans

January 23, 2023

Freisting sælkerans með osta og paprikublæ
Er uppskrift sem var afar vinsæl fyrir um ca.25-26. árum síðan og passar vel við nafnið á klúbbnum mínum í dag.

Halda áfram að lesa

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Súrdeigsbrauð í hollustu stíl

December 12, 2022

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Ég hef verið að leika mér smá/mikið með að setja allsskonar álegg ofan á súrdeigs brauð, svona aðeins að vera í hollari kantinum og hafa tilbreytinguna og gleðina í því 

Halda áfram að lesa