Beikon brauðterta

September 26, 2022

Beikon brauðterta

Beikon brauðterta með avókadó- eggjasalati.
Hún Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir deildi þessari dásamlega brauðtertu uppskrift inn á Brauðtertu hóp og fékk ég góðfúslegt leyfi frá henni til að deila með ykkur en þessa dásemd sendi hún í brauðtertu keppni Ölstofunnar, ég gef henni orðið.

Þessi fór í brauðtertukeppni Ölstofunnar sem var haldin núna á sunnudaginn.
Ég fór á bændamarkaðinn í Krónunni, frábært úrval af alls kyns grænmeti til að skreyta með. Ég léttsýrði regnbogagulrætur og rauðlauk sem ég notaði í skreytingar og útkoman kom verulega á óvart. Ég mun pottþétt aftur léttsýra grænmeti aftur í þessum tilgangi.
Þetta er beikon brauðterta með avókadó- eggjasalati.

 

Innihald:
1 og 1/2 pakkI samlokubrauð, passar í fjögur lög
20 stór egg,
8 þroskuð avókadó,
1 rauðlaukur,
600 gr majónes,
300 gr grísk jógúrt,
2-3 msk dijon sinnep eftir smekk,
safi úr 1 sítrónu, 
pipar,
chilli flögur.

Byrja á því að hræra saman majó, jógurt, sítrónusafa og krydd, Ég tek frá hluta af sósunni til að smyrja tertuna með að utan. Skera egg gróft og hálf stappa avókadóið, mér finnst betra að hafa eitthvað af avókadóbitum í salatinu í stað þess að mauka allt avókadóið, saxa rauðlaukinn smátt og blanda öllu saman. 600-800 gr af beikoninu sem er steikt á bökunarpappír í ofni þangað til stökkt, þá myl ég það niður og set í sér skál. 500 gr tómatar kjarnhreinsaðir og saxaðir, 2 búnt lambhagasalat.

Samsetning, á öll lögin fer eggjasalatið og grófrifið lambhagasalat stráð yfir, á 2 lög strái ég tómötum yfir salatið og á hin 2 lögin strái ég muldu beikoni yfir. Smyr svo tertuna að utan með sósunni sem ég tók frá og skreyti eftir smekk.

Hjartans þakkir fyrir að deila með okkur Bergþóra Heiða

Uppskrift og myndir:
Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir

Deilið með gleði

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók





Einnig í Brauðréttir

Heitur réttur Dísu
Heitur réttur Dísu

November 11, 2023

Heitur réttur Dísu
Þennan dásamlega rétt fékk ég hjá vinkonu minni á afmælisdeginum hennar ásamt ýmsum öðrum ljúffengum heitum réttum.

Halda áfram að lesa

Heitt rúllutertubrauð
Heitt rúllutertubrauð

February 26, 2023

Heitt rúllubrauð
Eitt af þessum sívinsælu heitu rúllutertubrauðum sem eru einföld og góð. 
Borga sig að gera strax 2 stk því þau klárast strax.

Halda áfram að lesa

Freisting sælkerans
Freisting sælkerans

January 23, 2023

Freisting sælkerans með osta og paprikublæ
Er uppskrift sem var afar vinsæl fyrir um ca.25-26. árum síðan og passar vel við nafnið á klúbbnum mínum í dag.

Halda áfram að lesa