September 26, 2022
Innihald:
1 og 1/2 pakkI samlokubrauð, passar í fjögur lög
20 stór egg,
8 þroskuð avókadó,
1 rauðlaukur,
600 gr majónes,
300 gr grísk jógúrt,
2-3 msk dijon sinnep eftir smekk,
safi úr 1 sítrónu,
pipar,
chilli flögur.
Byrja á því að hræra saman majó, jógurt, sítrónusafa og krydd, Ég tek frá hluta af sósunni til að smyrja tertuna með að utan. Skera egg gróft og hálf stappa avókadóið, mér finnst betra að hafa eitthvað af avókadóbitum í salatinu í stað þess að mauka allt avókadóið, saxa rauðlaukinn smátt og blanda öllu saman. 600-800 gr af beikoninu sem er steikt á bökunarpappír í ofni þangað til stökkt, þá myl ég það niður og set í sér skál. 500 gr tómatar kjarnhreinsaðir og saxaðir, 2 búnt lambhagasalat.
Samsetning, á öll lögin fer eggjasalatið og grófrifið lambhagasalat stráð yfir, á 2 lög strái ég tómötum yfir salatið og á hin 2 lögin strái ég muldu beikoni yfir. Smyr svo tertuna að utan með sósunni sem ég tók frá og skreyti eftir smekk.
Hjartans þakkir fyrir að deila með okkur Bergþóra Heiða
Uppskrift og myndir:
Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir
Deilið með gleði
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
February 15, 2025
Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.
November 23, 2024
November 13, 2024