Aspas & skinku lengja

December 01, 2023

Aspas & skinku lengja

Aspas & skinku lengja
Eða öðru nafni Aspasstykki eins og margir þekkja það undir. Frekar einfalt að útbúa og fljótlegt. Alveg dásamlega gott í hvaða veislu, saumaklúbb sem er eða bara til að njóta með sjálfum sér og gera sér dagamun.

1.snittubrauð, skorið í 3 parta og svo í miðju eins og sjá má á mynd
1.dós aspas
1.pk af skinku
1.Skinkusmyrju eða annan eftir smekk
Paprikukrydd
Mosarellaost eða Gratin ost

Bræðið ostinn á vægum hita og bætið saman við safa af aspasinum til að þynna 
örlítð eða eftir því sem ykkur þykir hæfilegt. Passið samt að hafa það ekki of þunnt.

Skerið skinkuna í smáa bita og bætið saman við

Og bætið síðan hluta af aspasinum saman við eða eins mikið og þið viljið hafa
(restina væri hægt að nýta í Aspas súpu)

Kryddið með paprikukryddi eftir smekk

Og stráið svo mosarella eða gratin osti yfir og setjið inn í ofn á 180°c í um 20-25 mínútur eða þar til orðið gullinbrúnt.

Skreytið að vild

Verði ykkur að góðu!

Njótið & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbókEinnig í Brauðréttir

Mexíkósk rúlluterta!
Mexíkósk rúlluterta!

February 10, 2024

Mexíkósk rúlluterta
Ein af þessum uppskriftum sem ég hef safnað að mér til að gera einn daginn og það kemur að þeim einni af annarri. Mjög góð uppskrift og dásamlega falleg á veisluborðið, saumaklúbbuinn, ferminguna eða bara á notalegu kvöldi heima.

Halda áfram að lesa

Baguette með heitreyktum Lax
Baguette með heitreyktum Lax

January 31, 2024

Baguette með heitreyktum Lax
Ég lumaði á einum pakka af heitreyktum Lax í frystinum frá því að ég pantaði slatta af bæði af fiski í tempura og fiskibollum, reyktum lax, sósum ofl góðgæti frá Fisherman, allt svakalega gott, bara mitt mat.

Halda áfram að lesa

Rúlluterta með hráskinku!
Rúlluterta með hráskinku!

January 27, 2024

Rúlluterta með hráskinku 
Þessa er ég búin að vera með í fórum mínum lengi en hafði ekki gert en það kom að því og hérna má sjá afraksturinn. Ég smakkaði hana fyrst kalda en setti svo hluta af henni inn í ofn daginn eftir og fyrir mína parta þá kunni ég betur við hana heita, svo bæði gengur upp.

Halda áfram að lesa