Aspas & skinku lengja

December 01, 2023

Aspas & skinku lengja

Aspas & skinku lengja
Eða öðru nafni Aspasstykki eins og margir þekkja það undir. Frekar einfalt að útbúa og fljótlegt. Alveg dásamlega gott í hvaða veislu, saumaklúbb sem er eða bara til að njóta með sjálfum sér og gera sér dagamun.

1.snittubrauð, skorið í 3 parta og svo í miðju eins og sjá má á mynd
1.dós aspas
1.pk af skinku
1.Skinkusmyrju eða annan eftir smekk
Paprikukrydd
Mosarellaost eða Gratin ost

Bræðið ostinn á vægum hita og bætið saman við safa af aspasinum til að þynna 
örlítð eða eftir því sem ykkur þykir hæfilegt. Passið samt að hafa það ekki of þunnt.

Skerið skinkuna í smáa bita og bætið saman við

Og bætið síðan hluta af aspasinum saman við eða eins mikið og þið viljið hafa
(restina væri hægt að nýta í Aspas súpu)

Kryddið með paprikukryddi eftir smekk

Og stráið svo mosarella eða gratin osti yfir og setjið inn í ofn á 180°c í um 20-25 mínútur eða þar til orðið gullinbrúnt.

Skreytið að vild

Verði ykkur að góðu!

Njótið & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók






Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Langbrauð með bökuðum!
Langbrauð með bökuðum!

September 14, 2024

Langbrauð með blönduðum baunum!
Fyllt brauð með blönduðum baunum frá Heinz, egg og ostur yfir, þvílíka snilldin og gaman að bera fram svona spari.

Halda áfram að lesa

Ferskur rækjuréttur kaldur
Ferskur rækjuréttur kaldur

July 21, 2024

Ferskur rækjuréttur kaldur
Þessi er einstaklega góður og ferskur. Bjó hann loksins til og bauð fjölskyldunni í kaffi. Flottur á veisluborðið, saumaklúbbinn og einfalt að útbúa hann og skella í ísskápinn t.d. deginum áður.

Halda áfram að lesa

Brauðterta með túnfisk
Brauðterta með túnfisk

June 19, 2024

Brauðterta með túnfisk
Ég ákvað að nýta afganginn af brauðtertu brauðinu af Mills brauðtertunni og skellti í eina létta og ljúfa túnfiskbrauðtertu. Hæglega er hægt að stækka innihaldið sem upp er gefið um helming og gera eina stóra.

Halda áfram að lesa