Sveita brauð!

November 06, 2024

Sveita brauð!

Sveita brauð
Ein sú allra einfaldasta eða með þeim einfaldari sem ég hef bakað. Ég ákvað að prufa að nota heilhveiti í staðinn fyrir hveitið og ég notaði súrmjólk, ca 4 dl og 1 dl af vatni og svo smellti ég hálfum dl af haframjöli saman við. Fínasta brauð. Næst geri ég með hveiti, svona til að finna muninn og hugsanlega með rúgmjöli líka síðar. 

Einföld og góð uppskrift:
4 bollar hveiti
4 tsk lyftiduft
1 msk sykur
Salt eftir smekk, mætti alveg vera um 1-2 tsk af saltinu til að finna bragð
Mjólk eða annar vökvi ,td súrmjólk eftir þörfum hrært saman.
Þetta á að líta út eins og þykkur hafragrautur. það má leika sér með þessa uppskrift með þvi að minnka hveitið og setja eitthvað annað.

Hægt er að setja líka 3 bolla af hveiti og 1 af blönduðum fræjum eða eitthvað annað góðgæti eins og rúsinur sem það vilja eða smá döðlur. 


Bakið við 175° í 50 mín á undir og yfir hita. (ég bætti við u.þ.b. 10-15 mínútum þar sem mér fannst það vera heldur til blautt ennþá í miðjunni. Svo það er góður vani að stinga í brauðið prjón til að sjá hvort brauðið sé tilbúið og ef ekkert kemur upp með prjóninum þá er það tilbúið.

Sveita brauð (heilhveiti og haframjöli)



Alltaf svo gott með osti


Hérna er ég með upprunalegu uppskriftina með bara hveiti. 
Setti í eitt brauðform og svo í fjórar bollu möffins form.

Ljúffengar bollur

Æðislega gott brauð, minnir mig á sveitabrauðið sem fékkst hérna áður i Hagkaup. Ég skar það svo niður í sneiðar og frysti til að taka út eftir hendinni, eina til tvær í einu en þá fer ekkert til spillis þegar maður er einn í heimili.

Gaman að bera fram á fallegum bökkum sem fást hjá Hjartalag.is og heitir línan Jökull.

Verði ykkur að góðu!

Þakklát fyrir allar deilingar áfram og leyfið mér endilega að heyra hvernig ykkur líkaði ef þið prufið uppskriftina, það má merkja okkur líka á Instagram.



Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook


Og líka...

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók






Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Helvítis JÓLA lagtertan!
Helvítis JÓLA lagtertan!

December 16, 2024

Helvítis JÓLA lagtertan!
Hérna er á ferðinni ansi skemmtileg útfærsla af Lagtertunni frá Helvítis kokkinum en í hana notar hann Helvítis eldpiparsultuna og ég er búin að smakka hana og hún er bara Helvíti góð!

Halda áfram að lesa

Tebollur
Tebollur

November 09, 2024 2 Athugasemdir

Tebollur 
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.

Halda áfram að lesa

Eplabrauðkaka
Eplabrauðkaka

October 20, 2024

Eplabrauðkaka & Möffins
Skellti í eitt gómsætt eplabrauð og ákvað að setja líka af blöndunni í möffins mótin mín. Einföld og góð uppskrift.

Halda áfram að lesa