Skúffukaka

March 30, 2022

Skúffukaka

Skúffukaka (brún)
Þegar strákarnir mínir voru litlir þá var þessi skúffukaka þeirra uppáhalds og hef ég ekki bakað hana í yfir 20.ár en þar sem ömmuprinsessan mín varð 1.árs núna þann 27.mars þá var hún bökuð og skreytt. Enn jafn góð.
          
2 1/2 bolli hveiti
1 1/2 bolli sykur
1/2 bolli kakó
1 bolli mjólk
2.stk egg
100.gr brætt smjörlíki (kælt aðeins)
1.tsk lyftiduft
1.tsk matarsódi
1/2 salt
1/2 dl soðið vatn

Hrærið allt vel saman og setjið blönduna í ofnskúffu eða form að eigin vali.
Bakist við 200°c í 15-20 mínútur (ágætt að stinga gaffli í miðju kökunnar til að sjá hvort hún sé tilbúin og ef hann kemur þurr þá er hún tilbúin).

Ég notaði að þessu sinni tvö álform og setti í þau bökunarpappír svo auðvelt væri að taka þau úr og gerði ég tvær uppskriftir fyrir þau, ein uppskrift fyrir hvert form svo það sé nú alveg á hreinu ;) 

Súkkulaði ofan á kökuna:
250 gr flórsykur
25 gr kakó
1 stk egg
1 msk smjör eða olía, ég notaði olíu (bætið við aðeins af henni ef ykkur finnst vanta smá meiri vökva.

Skreytið að vild (þessi var skreytt með bleikum glassúr)


Deilið með gleði.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Tebollur
Tebollur

November 09, 2024

Tebollur 
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.

Halda áfram að lesa

Sveita brauð!
Sveita brauð!

November 06, 2024

Sveita brauð
Ein sú allra einfaldasta eða með þeim einfaldari sem ég hef bakað. Ég ákvað að prufa að nota heilhveiti í staðinn fyrir hveitið og ég notaði súrmjólk, ca 4 dl og 1 dl af vatni og svo smellti ég hálfum dl af haframjöli saman við. Fínasta brauð. 

Halda áfram að lesa

Eplabrauðkaka
Eplabrauðkaka

October 20, 2024

Eplabrauðkaka & Möffins
Skellti í eitt gómsætt eplabrauð og ákvað að setja líka af blöndunni í möffins mótin mín. Einföld og góð uppskrift.

Halda áfram að lesa