February 10, 2020
Skinkuhorn
Þegar ég er að baka skinku-horn þá baka ég tvöfalda eða þrefalda uppskrift og set í poka til að eiga í frystinum, svo gott að taka út einn og einn poka og setja inn í ofninn.
4oo gr. hveiti
20 gr. sykur
15 gr. smjör
1 tsk. salt
15 gr. pressuger / 20-25 gr. þurrger
2,5 dl. mjólk
Ég hitaði mjólkina (má ekki ver of heit) og setti þurrgerið í og beið þar til fór að freyða.
Allt í hrærivélarskálina og unnið saman með hnoðaranum þar til deigði er orðið slétt og komið í kúlu.
Látið í skál og rakur klútur yfir og hefað í 45 mín.
Slá degið út og skipt í 2 hluta, flatt út og mótað í hring,
skorði niður eins og pizza og svo má setja hvað vill innaní.
Rúllað upp og raðað á plötu og látið standa u.þ.b. 40 ....á að tvöfalda sig.
Penslað með eggi+mjólk. Bakað við 210°C í ca 15 mín eftir stærð.
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
June 05, 2023
Hafrakex uppskrift frá honum Magnúsi Ólafssyni sem hann deildi með á Matarsíðu og gaf góðfúslegt leyfi til birtingar hérna.
Hjartans þakkir fyrir Magnús, virkilega flott uppskrift og vel útskýrð.
February 05, 2023
January 29, 2023