Skinkuhorn

February 10, 2020

Skinkuhorn

Skinkuhorn
Þegar ég er að baka skinku-horn þá baka ég tvöfalda eða þrefalda uppskrift og set í poka til að eiga í frystinum, svo gott að taka út einn og einn poka og setja inn í ofninn.

4oo gr. hveiti
20 gr. sykur
15 gr. smjör
1 tsk. salt
15 gr. pressuger / 20-25 gr. þurrger
2,5 dl. mjólk

Ég hitaði mjólkina (má ekki ver of heit) og setti þurrgerið í og beið þar til fór að freyða.
Allt í hrærivélarskálina og unnið saman með hnoðaranum þar til deigði er orðið slétt og komið í kúlu.
Látið í skál og rakur klútur yfir og hefað í 45 mín.
Slá degið út og skipt í 2 hluta, flatt út og mótað í hring,
skorði niður eins og pizza og svo má setja hvað vill innaní.
Rúllað upp og raðað á plötu og látið standa u.þ.b. 40 ....á að tvöfalda sig.
Penslað með eggi+mjólk. Bakað við 210°C í ca 15 mín eftir stærð.

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Tebollur
Tebollur

November 09, 2024

Tebollur 
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.

Halda áfram að lesa

Sveita brauð!
Sveita brauð!

November 06, 2024

Sveita brauð
Ein sú allra einfaldasta eða með þeim einfaldari sem ég hef bakað. Ég ákvað að prufa að nota heilhveiti í staðinn fyrir hveitið og ég notaði súrmjólk, ca 4 dl og 1 dl af vatni og svo smellti ég hálfum dl af haframjöli saman við. Fínasta brauð. 

Halda áfram að lesa

Eplabrauðkaka
Eplabrauðkaka

October 20, 2024

Eplabrauðkaka & Möffins
Skellti í eitt gómsætt eplabrauð og ákvað að setja líka af blöndunni í möffins mótin mín. Einföld og góð uppskrift.

Halda áfram að lesa