Rósmarínbrauð

November 01, 2020

Rósmarínbrauð

Rósmarínbrauð
Ingibjörg Bryndís sendi mér þessa uppskrift og mynd af dásamlega girnilegu brauði sem ég mæli með að bera fram með hvaða rétti sem er eða jafnvel bara eitt og sér með smjöri.
Hún notaði að vísu kúmen í staðinn fyrir rósmarín en það er örugglega hægt að leika sér aðeins með það að smekk hvers og eins.

5 dl volgt vatn
1 tsk sjávarsalt
500 gr hveiti
Ólívuolía
rósmarín ferskt
1 bréf þurrger

Aðferð:
1. Blandið geri og vatni saman í stóra skál. Setjið 2 1/2 dl af hveiti útí ásamt salti og blandið vel. Hrærið restina af hveitinu saman við 1 dl í einu þar til allt hefur blandast vel saman.
2. Setjið plastfilmu yfir skálina en hafið örlítið gat eða rifu á filmunni. Leyfið deiginu að hefast í um klukkutíma.
3. Þegar deigið er búið að hefast þá er plastfilman tekin af ( ekki berja deigið niður). Smyrjið eldfast mót eða járnpott með olíu. Setjið hveiti ofan á deigið og á hendurnar. Færið síðan deigið yfir í mótið/pottinn (það er mjög klístrað en þannig á það að vera).
4. Leggið stykki yfir mótið og leyfið deiginu að hefast aftur í um 30 mín. Hitið ofninn í 210 gráður. Hellið smá ólívuolíu yfir brauðið eða penslið og skerið X ofan á brauðið. Smá salt og rósmarín og inn í ofninn í 35-40 mín þar til brauðið er fallega gyllt að ofan.

 

 Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook


EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

Einnig í Bakstur

Hafrakex
Hafrakex

June 05, 2023

Hafrakex uppskrift frá honum Magnúsi Ólafssyni sem hann deildi með á Matarsíðu og gaf góðfúslegt leyfi til birtingar hérna.
Hjartans þakkir fyrir Magnús, virkilega flott uppskrift og vel útskýrð. 

Halda áfram að lesa

Kryddbrauð.
Kryddbrauð.

February 05, 2023

Kryddbrauð.
Smá krydd í tilveruna með ljúffengu Kryddbrauði, alltaf svo gott,,,

Halda áfram að lesa

Kókoskúlur
Kókoskúlur

January 29, 2023

Kókoskúlur
Gömlu góðu kókoskúlurnar standa alltaf fyrir sinu, auðveldar og góðar og gaman að búa til með krökkunum.

Halda áfram að lesa