Rósmarínbrauð

November 01, 2020

Rósmarínbrauð

Rósmarínbrauð
Ingibjörg Bryndís sendi mér þessa uppskrift og mynd af dásamlega girnilegu brauði sem ég mæli með að bera fram með hvaða rétti sem er eða jafnvel bara eitt og sér með smjöri.
Hún notaði að vísu kúmen í staðinn fyrir rósmarín en það er örugglega hægt að leika sér aðeins með það að smekk hvers og eins.

5 dl volgt vatn
1 tsk sjávarsalt
500 gr hveiti
Ólívuolía
rósmarín ferskt
1 bréf þurrger

Aðferð:
1. Blandið geri og vatni saman í stóra skál. Setjið 2 1/2 dl af hveiti útí ásamt salti og blandið vel. Hrærið restina af hveitinu saman við 1 dl í einu þar til allt hefur blandast vel saman.
2. Setjið plastfilmu yfir skálina en hafið örlítið gat eða rifu á filmunni. Leyfið deiginu að hefast í um klukkutíma.
3. Þegar deigið er búið að hefast þá er plastfilman tekin af ( ekki berja deigið niður). Smyrjið eldfast mót eða járnpott með olíu. Setjið hveiti ofan á deigið og á hendurnar. Færið síðan deigið yfir í mótið/pottinn (það er mjög klístrað en þannig á það að vera).
4. Leggið stykki yfir mótið og leyfið deiginu að hefast aftur í um 30 mín. Hitið ofninn í 210 gráður. Hellið smá ólívuolíu yfir brauðið eða penslið og skerið X ofan á brauðið. Smá salt og rósmarín og inn í ofninn í 35-40 mín þar til brauðið er fallega gyllt að ofan.

 

 Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook


EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Helvítis JÓLA lagtertan!
Helvítis JÓLA lagtertan!

December 16, 2024

Helvítis JÓLA lagtertan!
Hérna er á ferðinni ansi skemmtileg útfærsla af Lagtertunni frá Helvítis kokkinum en í hana notar hann Helvítis eldpiparsultuna og ég er búin að smakka hana og hún er bara Helvíti góð!

Halda áfram að lesa

Tebollur
Tebollur

November 09, 2024 2 Athugasemdir

Tebollur 
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.

Halda áfram að lesa

Sveita brauð!
Sveita brauð!

November 06, 2024

Sveita brauð
Ein sú allra einfaldasta eða með þeim einfaldari sem ég hef bakað. Ég ákvað að prufa að nota heilhveiti í staðinn fyrir hveitið og ég notaði súrmjólk, ca 4 dl og 1 dl af vatni og svo smellti ég hálfum dl af haframjöli saman við. Fínasta brauð. 

Halda áfram að lesa