Pönnukökur með rjóma

September 20, 2020

Pönnukökur með rjóma

Pönnukökur með rjóma
Ég elskaði alltaf að koma til hennar ömmu minnar, hún var með þeim einu sem bakaði alltaf pönnukökur, að mínu mati þær allra bestu í þá daga og það var alveg sama hvað ég reyndi að gera mínar eins góðar og hennar (meira að segja fékk ég pönnukökupönnuna hennar eftir að hún féll frá) þá dugði það ekki til.
Núna á ég orðið nýja pönnu þar sem hin var löngu komin til ára sinna, kannski ég bara fara tilkeyra pönnuna og reyna aftur. 

Það var algjört spari ef þær voru fylltar með sultu og rjóma.

3 bollar hveiti (fíngert spelt)
½ tsk salt
2 egg
50 gr smjörlíki
½ tsk vanillusykur eða 1 tappi vanilludropar
4-5 dl mjólk
Gott er að bæta út í slatta af kaffi til að þynna út með í lokin en ég man að það gerði hún amma mín alltaf enda urðu þær alltaf fallega kaffibrúnar pönnukökurnar hennar.

Aðferð
Þurrefnunum er blandað saman og þynnt út með mjólk, egg hrærð útí.
Smjörlíki brætt og hellt útí ásamt kaffinu. Passið að hræra vel í allan tíman svo ekki komi kekkir. 

Hérna kemur svo önnur samskonar en gefin upp í gr. og kaffinu sleppt. 
Svo gott að hafa val.

250 gr hveiti, 
½ tsk lyftiduft, 
½ tsk salt, 
8-10 dl mjólk, 
80 gr smjör 
og 3 egg.


Þeytið svo rjóma, berið sultu á hverja köku og setjið eins og góða skeið af rjóma og brjótið saman.

Fyrir þá sem vilja hafa þær með sykri, þá er bara að strá honum yfir þær heitar (sykurinn bráðnar þá inn í pönnukökurnar) eða kaldar (finnur þá vel fyrir sykrinum)

Deilið &  njótið

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Heimabakaðar skonsur!
Heimabakaðar skonsur!

October 18, 2025

Heimabakaðar skonsur!
Ég skellti mér í bakstur á skonsum loksins þar sem ég var að fara gera Skonsubrauðtertu með hangikjöti. Loksins segi ég nú bara en hún hafði verið á listanum mínum lengi.

Halda áfram að lesa

Helvítis JÓLA lagtertan!
Helvítis JÓLA lagtertan!

December 16, 2024

Helvítis JÓLA lagtertan!
Hérna er á ferðinni ansi skemmtileg útfærsla af Lagtertunni frá Helvítis kokkinum en í hana notar hann Helvítis eldpiparsultuna og ég er búin að smakka hana og hún er bara Helvíti góð!

Halda áfram að lesa

Tebollur
Tebollur

November 09, 2024 2 Athugasemdir

Tebollur 
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.

Halda áfram að lesa