September 20, 2020
Pönnukökur með rjóma
3 bollar hveiti (fíngert spelt)
½ tsk salt
2 egg
50 gr smjörlíki
½ tsk vanillusykur eða 1 tappi vanilludropar
4-5 dl mjólk
Gott er að bæta út í slatta af kaffi til að þynna út með í lokin en ég man að það gerði hún amma mín alltaf enda urðu þær alltaf fallega kaffibrúnar pönnukökurnar hennar.
Aðferð
Þurrefnunum er blandað saman og þynnt út með mjólk, egg hrærð útí.
Smjörlíki brætt og hellt útí ásamt kaffinu. Passið að hræra vel í allan tíman svo ekki komi kekkir.
Hérna kemur svo önnur samskonar en gefin upp í gr. og kaffinu sleppt.
Svo gott að hafa val.
250 gr hveiti,
½ tsk lyftiduft,
½ tsk salt,
8-10 dl mjólk,
80 gr smjör
og 3 egg.
Þeytið svo rjóma, berið sultu á hverja köku og setjið eins og góða skeið af rjóma og brjótið saman.
Fyrir þá sem vilja hafa þær með sykri, þá er bara að strá honum yfir þær heitar (sykurinn bráðnar þá inn í pönnukökurnar) eða kaldar (finnur þá vel fyrir sykrinum)
Deilið & njótið
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
June 23, 2024
Eplakaka með kornflexi!
Ef maður heldur að það sé bara til ein tegund af eplaköku/pæ þá er það ekki rétt, þær eru heilmargar og hérna á síðunni eru þær að mig minnir 5-6 að verða og engin þeirra eins og allar góðar. Hugsa sér að geta valið svona úr!
February 24, 2024
February 12, 2024