Ömmusnúðar

October 05, 2020

Ömmusnúðar

Ömmusnúðar
Hver elskar ekki snúða, hvað þá ömmusnúða eins og amma gerði.
Það var svo alltaf extra gott ef hún amma setti súkkulaði ofan á snúðana en það var svona spari og allsskonar glassúr lika.

250 g smjörlíki, 
130 g sykur, 
600 g hveiti, 
2 tsk lyftiduft, 
1 tsk hjartasalt, 
um 3 dl mjólk. 

Smjörlíki og sykur er hrært saman.
þurrefnin sett út í ásamt mjólkinni.
Hrært og síðan hnoðað, breytt út og kanilsykrinum stráð á.
(Má setja mjólk eða smá olíu undir, við notuðum olíu)
Rúllað í lengju og skorið niður.
Bakað við 180° þar til snúðarnir eru ljósbrúnir. 


Önnur uppskrift, aðeins öðruvísi 
500 gr. hveiti
200 gr smjörlíki
200 gr sykur
2 tsk ger (venjuleg)
1 tsk hjartarsalt
2 egg
örl. mjólk
Hnoðað deig - flatt út - kanelsykri stráð yfir - rúllað upp. 

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Tebollur
Tebollur

November 09, 2024

Tebollur 
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.

Halda áfram að lesa

Sveita brauð!
Sveita brauð!

November 06, 2024

Sveita brauð
Ein sú allra einfaldasta eða með þeim einfaldari sem ég hef bakað. Ég ákvað að prufa að nota heilhveiti í staðinn fyrir hveitið og ég notaði súrmjólk, ca 4 dl og 1 dl af vatni og svo smellti ég hálfum dl af haframjöli saman við. Fínasta brauð. 

Halda áfram að lesa

Eplabrauðkaka
Eplabrauðkaka

October 20, 2024

Eplabrauðkaka & Möffins
Skellti í eitt gómsætt eplabrauð og ákvað að setja líka af blöndunni í möffins mótin mín. Einföld og góð uppskrift.

Halda áfram að lesa