October 05, 2020
Ömmusnúðar
Hver elskar ekki snúða, hvað þá ömmusnúða eins og amma gerði.
Það var svo alltaf extra gott ef hún amma setti súkkulaði ofan á snúðana en það var svona spari og allsskonar glassúr lika.
250 g smjörlíki,
130 g sykur,
600 g hveiti,
2 tsk lyftiduft,
1 tsk hjartasalt,
um 3 dl mjólk.
Smjörlíki og sykur er hrært saman.
þurrefnin sett út í ásamt mjólkinni.
Hrært og síðan hnoðað, breytt út og kanilsykrinum stráð á.
(Má setja mjólk eða smá olíu undir, við notuðum olíu)
Rúllað í lengju og skorið niður.
Bakað við 180° þar til snúðarnir eru ljósbrúnir.
Önnur uppskrift, aðeins öðruvísi
500 gr. hveiti
200 gr smjörlíki
200 gr sykur
2 tsk ger (venjuleg)
1 tsk hjartarsalt
2 egg
örl. mjólk
Hnoðað deig - flatt út - kanelsykri stráð yfir - rúllað upp.
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
June 23, 2024
Eplakaka með kornflexi!
Ef maður heldur að það sé bara til ein tegund af eplaköku/pæ þá er það ekki rétt, þær eru heilmargar og hérna á síðunni eru þær að mig minnir 5-6 að verða og engin þeirra eins og allar góðar. Hugsa sér að geta valið svona úr!
February 24, 2024
February 12, 2024