Ömmusnúðar

October 05, 2020

Ömmusnúðar

Ömmusnúðar
Hver elskar ekki snúða, hvað þá ömmusnúða eins og amma gerði.
Það var svo alltaf extra gott ef hún amma setti súkkulaði ofan á snúðana en það var svona spari og allsskonar glassúr lika.

250 g smjörlíki, 
130 g sykur, 
600 g hveiti, 
2 tsk lyftiduft, 
1 tsk hjartasalt, 
um 3 dl mjólk. 

Smjörlíki og sykur er hrært saman.
þurrefnin sett út í ásamt mjólkinni.
Hrært og síðan hnoðað, breytt út og kanilsykrinum stráð á.
(Má setja mjólk eða smá olíu undir, við notuðum olíu)
Rúllað í lengju og skorið niður.
Bakað við 180° þar til snúðarnir eru ljósbrúnir. 


Önnur uppskrift, aðeins öðruvísi 
500 gr. hveiti
200 gr smjörlíki
200 gr sykur
2 tsk ger (venjuleg)
1 tsk hjartarsalt
2 egg
örl. mjólk
Hnoðað deig - flatt út - kanelsykri stráð yfir - rúllað upp. 

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook





Einnig í Bakstur

Hafrakex
Hafrakex

June 05, 2023

Hafrakex uppskrift frá honum Magnúsi Ólafssyni sem hann deildi með á Matarsíðu og gaf góðfúslegt leyfi til birtingar hérna.
Hjartans þakkir fyrir Magnús, virkilega flott uppskrift og vel útskýrð. 

Halda áfram að lesa

Kryddbrauð.
Kryddbrauð.

February 05, 2023

Kryddbrauð.
Smá krydd í tilveruna með ljúffengu Kryddbrauði, alltaf svo gott,,,

Halda áfram að lesa

Kókoskúlur
Kókoskúlur

January 29, 2023

Kókoskúlur
Gömlu góðu kókoskúlurnar standa alltaf fyrir sinu, auðveldar og góðar og gaman að búa til með krökkunum.

Halda áfram að lesa