November 01, 2022
Döðlubrauð
Hver elskar ekki nýbakað Döðlubrauð með smjöri og osti jafnvel.
Það er fljótlegra að henda í eitt svona brauð en maður heldur og svo er það líka svo gott, það má líka alveg setja í nokkur og frysta þau.
1 bolli púðursykur,
1 1/2 bolli hveiti,
1 msk brætt smjörlíki,
2 bollar af söxuðum döðlum,
1/2 bolli saxaðar hnetur eða möndlur,
1 bolli af sjóðandi heitu vatni,
1 tsk natrón
og 2 egg.
Allt sett í skál og hrært saman í hrærivél í ca 4-5 mínútur.
Bakað í kökuformi við 200°c í um það bil 40 mínútur.
Skorið niður og borið fram heitt með smjöri.
Ég notaði gamalt álform sem var 26x12 cm en ég er nýlega búin að fá mér nýtt Silicon form sem er 25x11 sem gæti hentað mjög vel, ef ekki betur.
Fljótlegt og gott
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 16, 2024
November 09, 2024 2 Athugasemdir
November 06, 2024