Döðlubrauð

November 01, 2022

Döðlubrauð

Döðlubrauð
Hver elskar ekki nýbakað Döðlubrauð með smjöri og osti jafnvel.
Það er fljótlegra að henda í eitt svona brauð en maður heldur og svo er það líka svo gott, það má líka alveg setja í nokkur og frysta þau.

1 bolli púðursykur, 
1 1/2 bolli hveiti, 
1 msk brætt smjörlíki, 
2 bollar af söxuðum döðlum, 
1/2 bolli saxaðar hnetur eða möndlur, 
1 bolli af sjóðandi heitu vatni, 
1 tsk natrón 
og 2 egg.

Allt sett í skál og hrært saman í hrærivél í ca 4-5 mínútur.
Bakað í kökuformi við 200°c í um það bil 40 mínútur.
Skorið niður og borið fram heitt með smjöri.

Ég notaði gamalt álform sem var 26x12 cm en ég er nýlega búin að fá mér nýtt Silicon form sem er 25x11 sem gæti hentað mjög vel, ef ekki betur.

Fljótlegt og gott

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook





Einnig í Bakstur

Kryddbrauð.
Kryddbrauð.

February 05, 2023

Kryddbrauð.
Smá krydd í tilveruna með ljúffengu Kryddbrauði, alltaf svo gott,,,

Halda áfram að lesa

Kókoskúlur
Kókoskúlur

January 29, 2023

Kókoskúlur
Gömlu góðu kókoskúlurnar standa alltaf fyrir sinu, auðveldar og góðar og gaman að búa til með krökkunum.

Halda áfram að lesa

Ensk ávaxtakaka
Ensk ávaxtakaka

December 11, 2022

Ensk ávaxtakaka
Hérna höfum við fengið líka uppskrift af Enskri ávaxtaköku sem hún var til í að deila með okkur hún Jónína Ögn Jóhannesdóttir á síðunni Kökur & bakstur og bætist hún þá við Ensku jólakökuna.

Halda áfram að lesa