Nammi döðlubrauð

November 01, 2022

Nammi döðlubrauð

Nammi döðlubrauð
Hver elskar ekki nýbakað Döðlubrauð með smjöri og osti jafnvel.
Það er fljótlegra að henda í eitt svona brauð en maður heldur og svo er það líka svo gott, það má líka alveg setja í nokkur og frysta þau.

1 bolli púðursykur, 
1 1/2 bolli hveiti, 
1 msk brætt smjörlíki, 
2 bollar af söxuðum döðlum, 
1/2 bolli saxaðar hnetur eða möndlur, 
1 bolli af sjóðandi heitu vatni, 
1 tsk natrón 
og 2 egg.

Allt sett í skál og hrært saman í hrærivél í ca 4-5 mínútur.
Bakað í kökuformi við 200°c í um það bil 40 mínútur.
Skorið niður og borið fram heitt með smjöri.

Fljótlegt og gott

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook

Einnig í Bakstur

Normalbrauð
Normalbrauð

April 22, 2022

Normalbrauð
Stundum dettur maður í lukkupottinn og þetta er svo sannarlega einn af þeim og það er að fá þessa dásamlegu uppskrift af Normalbrauði frá henni Sigrúnu Sigmar

Halda áfram að lesa

Skúffukaka
Skúffukaka

March 30, 2022

Skúffukaka (brún)
Þegar strákarnir mínir voru litlir þá var þessi skúffukaka þeirra uppáhalds og hef ég ekki bakað hana í yfir 20.ár en þar sem ömmuprinsessan mín varð 1.árs núna

Halda áfram að lesa

Heilsu vöfflur
Heilsu vöfflur

March 25, 2022

Heilsu vöfflurnar hennar Elísabetar Ósk Sigurðardóttir
Ef maður er með grænmeti sem er að verða of gamalt mæli ég með að nota það í hollar pönnukökur eða vöfflur, segir hún Elísabet. 

Halda áfram að lesa