October 29, 2020
Marmarakaka
Hún var að koma úr ofninum og þessi uppskrift er færeysk frá henni tengdamóður minni Maríönnu S Mortensen frá Vågi Suðurey sagði hún Sólveig Jóna Aðalsteinsdóttir en hún gaf mér góðfúslegt leyfi til að deila henni hérna með ykkur.
200 gr smjörlíki
300 gr sykur
3 stk egg
400 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1 bolli mjólk
1/2 flaska kardimommudr
3 msk kakó.
Smjörlíki, sykur, egg hrært mjög vel síðan er þurrefnum blandað varlega saman við
Setjið deigið í formið skiljið eftir tæplega helming og setjið kakó út í og smá mjólk og hrærið varlega, setja síðan ofan á deigið sem er í forminu.
Bakið á 175° í 50 mínútur, með blæstri er flott
hjá mér búin að baka þessa uppskrift yfir 50 ár gangi ykkur vel sagði hún svo að lokum.
Mynd frá Sólveigu Jónu
Deilið að vild.
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
June 23, 2024
Eplakaka með kornflexi!
Ef maður heldur að það sé bara til ein tegund af eplaköku/pæ þá er það ekki rétt, þær eru heilmargar og hérna á síðunni eru þær að mig minnir 5-6 að verða og engin þeirra eins og allar góðar. Hugsa sér að geta valið svona úr!
February 24, 2024
February 12, 2024